Íþróttaráð

200. fundur 17. nóvember 2016 kl. 14:00 - 16:12 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða og óskaði eftir að taka á dagskrá málin: "Hlíðarfjall - starfsemi og rekstur - úthýsing" og "Vetraríþróttamiðstöð Íslands (VMÍ)" sem yrðu þá 6. og 7. dagskrárliður. Tillagan samþykkt samhljóða.

1.Bandalag íslenskra skáta - 15th World Scout Moot 26.- 29. júlí 2017

Málsnúmer 2016100036Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum 18. október 2016:

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar því að heimsleikar skáta fari að hluta til fram á Akureyri sumarið 2017.

Beiðni um aðgengi að sundlaug á Akureyri er vísað til íþróttaráðs en öðrum liðum erindsins er vísað til bæjarráðs þar sem umbeðin styrkfjárhæð rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ráðsins.
Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk um frían aðgang að Sundlaug Akureyrar, en vísar á forstöðumann Sundlaugar Akureyrar vegna tilboða fyrir hópa.

2.Umhverfis- og samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Óskað eftir umsögn ráðsins á drögum að umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.
Framkvæmdastjóra falið að koma ábendingum ráðsins á framfæri.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október 2016 að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri mætti til fundarins undir þessum lið.
Íþróttaráð þakkar skipulagsstjóra fyrir greinargóða kynningu.

4.Íþróttabandalag Akureyrar - samskipta- og samstarfssamningur Akureyrarbæjar og ÍBA

Málsnúmer 2015010126Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnu við endurnýjun rekstrarsamnings við ÍBA.
Lagt fram til kynningar.

5.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 2015030173Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu skipun í stýrihóp verkefnisins.
Framkvæmdastjóra falið að vinna máið áfram með tilliti til reglna og viðmiða um stýrihópa.

6.Hlíðarfjall - starfsemi og rekstur - úthýsing

Málsnúmer 2014050114Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi úthýsingu Hlíðarfjalls. Unnið er að málinu ásamt Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem meðal annars er unnið að gagnaöflun og samstarfi við ráðgjafa.

7.Vetraríþróttamiðstöð Ísland (VMÍ)

Málsnúmer 2014080131Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samstarfi við VMÍ.

Framkvæmdastjóri, formaður og fulltrúi bæjarráðs áttu fund með stjórn VMÍ 27. október sl. þar sem meðal annars var farið yfir fyrirhugaða úthýsingu Hlíðarfjalls og hugmyndir um nýja lyftu. Farið var yfir verkefni og rætt um endurnýjun samnings milli Akureyrarbæjar og ríkis um uppbyggingu á vegum VMÍ.

Fundi slitið - kl. 16:12.