Skipulagsnefnd

226. fundur 06. apríl 2016 kl. 08:00 - 10:20 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson varaformaður
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá
Viðar Valdimarsson B-lista mætti í forföllum Tryggva Más Ingvarssonar.
Vilberg Helgason V-lista mætti á fundinn kl. 09:05 í forföllum Edwards Hákonar Huijbens.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing var auglýst í Fréttablaðinu 20. febrúar og í Dagskránni 24. febrúar 2016. Skipulagslýsingin var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Íbúafundur var haldinn 3. mars 2016.

11 umsagnir bárust:

1) Isavia, dagsett 24. febrúar 2016.

Vakin er athygli á gildandi skipulagsreglum fyrir Akureyrarflugvöll sem taka þarf fullt tillit til. Einnig er bent á að leita umsagnar Samgöngustofu.

2) Vegagerðin, dagsett 7. mars 2016.

Veggerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna, en óskar eftir að viðhaft verði samráð um tillögur að breytingum, ef einhverjar verða, á þjóðvegum og höfnum á skipulagssvæðinu.

3) Veðurstofa Íslands, dagsett 9. mars 2016.

Undirstrikað skal mikilvægi náttúruvárþáttarins við skipulagsgerðina og draga mætti hann betur fram, t.d. í sérstökum kafla. Traustur grunnur hefur verið lagður með ofanflóðahættumatinu en bent á að skoða mætti veðurþáttinn frekar, s.s. áhrif vinds og leysingaflóða.

4) Orkustofnun, dagsett 10. mars 2016.

Bent er á hvort rétt væri að Akureyri markaði stefnu m.a. um smávirkjanir og/eða vindorkuver og aðrar sjálfbærar orkunýtingaleiðir í umræddu Aðalskipulagi.

5) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 11. mars 2016.

a) Ítrekaðar eru athugasemdir sem gerðar voru vegna rammahluta aðalskipulags Oddeyrar.

b) Ítrekað er að hafnarsvæði verði ekki skert frá gildandi skipulagi.

c) Áfram verði skýr skipulagsákvæði sem taka tillit til þarfa atvinnustarfsemi á svæðinu.

d) Gætilega þarf að fara í blöndun byggðar á hafnar- og atvinnusvæðum þar sem starfsemin mun alltaf hafa ónæði í för með sér fyrir íbúðabyggð.

6) Skógrækt ríkisins, dagsett 11. mars 2016.

Í skipulagslýsingunni er ekki að finna neinar afdráttarlausar og stefnumótandi hugmyndir um nýtingu lands á ytri bæjarmörkum. Árið 1980 var unnin hugmyndavinna og eftir standa gömlu sorpurðunarsvæðin á Glerárdal og norðan Glerár, milli 200 og 300 ha. Skógrækt mun hafa jákvæð umhverfisáhrif. Lagt er til að mörkuð verði stefna um aukna skógrækt í nýju aðalskipulagi til lengri tíma en 12 ára.

7) Umhverfisstofnun, dagsett 10. mars 2016.

a) Mikilvægt er að markmiðin varðandi umhverfisgæði séu tímasett.

b) Bent er á að í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 er fjallað um náttúruminjaskrá. Í landi Akureyrar eru svæði á náttúruminjaskrá og í 68. gr. laganna er fjallað um skipulagsgerð, framkvæmdir o.fl.

c) Tekið er undir áherslu um að gerðar verði tillögur að frekari friðlýsingum í landi Akureyrar og stefnumótun fyrir upplandið verði fest í sessi. Mikilvægt er að halda Glerárgili í sinni náttúrulegu mynd.

8) Minjastofnun Íslands, dagsett 15. mars 2016.

a) Í landi Akureyrar, Hríseyjar og Grímseyjar hefur verið unnin aðalskráning fornleifa sem taka þarf mið af við skipulagsgerðina.

b) Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir stöðu húsakannana og stefnu í húsvernd. Í 16. gr. laga um menningarminjar segir að skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi.

9) Landsnet, dagsett 11. mars 2016.

Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsinguna en athygli er vakin á að nægt og öruggt framboð af raforku er forsenda atvinnulífs og búsetu.

10) Ferðamálastofa, dagsett 22. febrúar 2016.

a) Ekki er minnst á Ferðamálaáætlun 2011-2020 þar sem áhersla er á sjálfbærni og þróun áfangastaða, né Vegvísi í ferðaþjónustu frá október 2015 þar sem segir að áfangastaðir ferðamanna verði skilgreindir í aðalskipulagi.

b) Hvernig ætlar Akureyrarbær að standa að komu og aðstöðu skemmtiferðaskipa og sjálfbærni þeirrar ferðamennsku? Ástæða er að láta gera sérstaka úttekt á málinu.

c) Bent er á lög um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegra minja.

d) Náttúran er varan sem ferðaþjónustan er að selja og við framkvæmdir á ferðamannastöðum er mikilvægt að þær séu byggðar á vandaðri greiningu og rannsóknum.

11) Skipulagsstofnun, dagsett 5. apríl 2016.

a) Hafa þarf frekara samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni í umhverfismatinu.

b) Umfjöllun skortir um framfylgd gildandi aðalskipulagsáætlana, forsendur, áherslur og markmið vegna endurskoðunar fyrir Hrísey og Grímsey.

c) Upplýsingar um þróun íbúa, húsnæðis og atvinnu ætti einnig að vera sett fram með grafískum hætti.

d) Skýrt þarf að vera hvernig tengdar áætlanir hafi áhrif á stefnumótun í tilteknum málaflokkum.

e) Bent er á að Landsskipulagsstefna 2015-2026 hefur tekið gildi.

f) Við gerð aðalskipulags vinni sveitarfélög tillögu að vegaskrá yfir vegi aðra en þjóðvegi innan sinna marka. Tillagan hlýtur samþykkt samhliða afgreiðslu aðalskipulagsins.



Skipulagsstjóri kynnti stöðu verkefnisins. Tekin fyrir að nýju tillaga skipulagsstjóra að markmiðum aðalskipulagsins.
Innkomnum umsögnum er vísað í vinnslu skipulagsins.

Umræður og unnið var áfram að gerð aðalskipulagsins.

Skipulagsnefnd þakkar starfsfólki skipulagsdeildar fyrir yfirferð á drögum að stefnu og framgangi skipulagsvinnunnar.

2.Ferðamálastefna

Málsnúmer 2014110220Vakta málsnúmer

Vorið 2015 fór af stað vinna við ferðamálastefnu Akureyrar. Lögð voru fram drög að ferðamálastefnu og óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá skipulagsnefnd.
Lagt fram til kynningar. Frestað.

3.Umhverfis- og samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að umhverfis- og samgöngustefnu og óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá skipulagsnefnd.
Lagt fram til kynningar. Frestað.

Fundi slitið - kl. 10:20.