Umhverfisnefnd

112. fundur 23. febrúar 2016 kl. 10:00 - 11:42 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Kristinn Frímann Árnason
Starfsmenn
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Ólafur Kjartansson V-lista mætti ekki og ekki varamaður í hans stað.

1.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir

Málsnúmer 2016020127Vakta málsnúmer

Kynning á vinnu aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson endurskoðandi hjá KPMG kynntu störf hópsins.

2.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu málsins og framhald verkefnis umhverfisnefndar.

3.Umhverfis- og samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Vinna starfshóps um umhverfis- og samgöngustefnu kynnt.

4.Úrgangsmál

Málsnúmer 2014110224Vakta málsnúmer

Umræður um stöðu málsins.
Umhverfisnefnd óskar eftir því að skoðað verði hvort bæta þurfi við auka gámi fyrir pappa í Naustahverfi við Bónus eða auka losunartíðni þar.

Einnig ætlast umhverfisnefnd til þess að framkvæmdum við grenndarstöðina í Hrísey verði hraðað.

5.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á friðunarferli Glerárdals sem fólkvangs.

Fundi slitið - kl. 11:42.