Skipulagsnefnd

227. fundur 13. apríl 2016 kl. 08:00 - 10:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá
Vilberg Helgason V-lista mætti í forföllum Edwards Hákonar Huijbens V-lista.
Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista boðaði ekki forföll og heldur ekki varamaður hans.

1.Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðasvæði - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030149Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 'Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðasvæði'. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dagsett 13. apríl 2016. Einnig er lögð fram húsakönnun fyrir svæðið: "Suðurbrekkan-neðri hluti Akureyri - Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæði - húsakönnun" unnin af Hönnu Rósu Sveinsdóttur hjá Minjasafninu á Akureyri. Meðfylgjandi skipulaginu er kostnaðargreining, unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett 16. október 2015 og krafa Ríkiseigna er varðar lóð Menntaskólans dagsett 28. ágúst 2015.

Hanna Rósa kom á fundinn og gerði grein fyrir húsakönnuninni.
Skipulagsnefnd þakkar Hönnu Rósu fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri voru lögð fram til kynningar.

Lilja Filippusdóttir og Árni Ólafsson hjá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga kynntu drögin.
Skipulagsnefnd þakkar Lilju og Árna fyrir kynninguna.

3.Miðbær, Kaupvangsstræti 8, 10 og 12 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016040047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2016 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðbæinn vegna breytinga á lóðum nr. 8, 10 og 12 við Kaupvangsstræti. Óskað er eftir aðkomu frá Gilsbakkavegi, stækkun á byggingarreit fyrir tengibyggingu og sameiningu lóða. Drög að deiliskipulagsbreytingu fylgja.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um tilgang aðkomu frá Gilsbakkavegi.

4.Gata sólarinnar - deiliskipulagsbreyting vegna staðsetningar á rotþró

Málsnúmer 2015090105Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar rotþróar var grenndarkynnt frá 19. febrúar til 18. mars 2016.

Ein athugasemd barst:

Félag sumarbústaðaeigenda Kjarnabyggð, 15. mars 2016.

Félag sumarbústaðaeigenda mótmælir fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi. Rotþróin verður á fallegu skógivöxnu svæði sem óásættanlegt er að verði rofið. Ný rotþró getur verið á þeim stað sem henni er ætlað samkvæmt gildandi skipulagi. Ekki liggja fyrir rannsóknir á áhrifum staðsetningarinnar á frístundabyggð. Nóg er komið af breytingum á skipulagi svæðisins. Óskað er eftir gögnum og skoðunum sem fram fóru þegar komist var að þeirri niðurstöðu sem er til umfjöllunar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsdeild að gera tillögu að svari við innkominni athugasemd.

5.Draupnisgata 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020255Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. febrúar 2016 þar sem Þorgeir Jóhannesson f.h. Dekkjahallarinnar ehf., kt. 520385-0109, sækir um breytingar á húsi nr. 5 við Draupnisgötu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. mars 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tvær tillögur eru lagðar fram, A og B, dagsettar 13. apríl 2016 og unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga B verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Dalsbraut - umsókn um lóð við Þrastarlund

Málsnúmer 2016030186Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2016 þar sem Þórir Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um deiliskipulagsbreytingu til að útbúa nýja lóð vegna þjónustuíbúða fyrir fatlaða. Helst er horft til svæðis nálægt Þrastarlundi.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að finna hentugar lóðir.

7.Norður-Brekka - breyting á deiliskipulagi - Helgamagrastræti 22

Málsnúmer 2015080103Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 4. nóvember með athugasemdafresti til 2. desember 2015.

Ein athugasemd barst:

1) Bára Björnsdóttir og Hermann Jón Tómasson, dagsett 30. nóvember 2015.

Gerðar eru athugasemdir vegna nálægðar fyrirhugaðrar byggingar við þeirra heimili vegna áhrifa á útsýni og snjósöfnun. Um er að ræða breytingu í gömlu hverfi þar sem ekki var gert ráð fyrir byggingu bílageymsla á suðurhluta lóða í götunni. Um er að ræða verulega breytingu á heildaryfirbragði götunnar og er lagst alfarið gegn slíkri breytingu.

Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi 27. janúar 2016.

Umsækjandi lagði fram teikningar sem sýnir mögulega staðsetningu bílskúrsins þar sem komið er til móts við athugasemdir nágranna. Samþykki nágrannans liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd frestar erindinu til 27. apríl 2016.

8.Vallartún 4-8 - niðurfelling á göngustíg

Málsnúmer 2016030116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2016 þar sem íbúar við Vallartún 4-8 óska eftir niðurfellingu á göngustíg við Vallartún.

Göngutengingar úr Hagahverfi yfir í Naustahverfi verða á fjórum stöðum. Austan og vestan við fyrirhugað hringtorg á Kjarnagötu, við Vallartún og svo ofan við fyrirhugað hringtorg á Naustabraut. Deiliskipulagsbreyting var gerð 2014 þar sem mörk deiliskipulags Naustahverfis, reits 28 og Naustagötu voru samræmd við deiliskipulagsmörk Hagahverfis. Með þeirri breytingu datt út tenging á umræddum stíg við stíginn meðfram Naustagötu en þar er þó tekið fram að lega stíga sé leiðbeinandi.
Skipulagsnefnd getur fallist á að stígurinn verði felldur niður og felur skipulagsstjóra að gera breytingu á deiliskipulagi.

9.Kirkjugarðar Akureyrar, Naustaborgir - grafreitir 21. aldar

Málsnúmer SN080114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2016 þar sem Smári Sigurðsson f.h. Kirkjugarða Akureyrar óskar eftir að hugmynd um framtíðarland fyrir grafreit í Naustaborgum verði tekin til málefnalegrar skoðunar. Einnig hefur borist ósk um að greiningarvinna verði unnin fyrir mat á valkostum varðandi staðsetningu.

Skipulagsnefnd frestaði fyrra erindi á fundi sínum 14. nóvember 2012.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og að niðurstöður þeirrar greiningarvinnu liggi til grundvallar vinnslu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

10.Hafnarstræti 108 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016030162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2016 þar sem H108 ehf., kt. 560413-0330, sendir inn fyrirspurn vegna sólskála við Hafnarstræti 108. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu, þar sem skýlið er utan lóðar og gengur út fyrir húsalínu við austanvert Hafnarstræti og út í götusvæðið. Skipulagsnefnd bendir á að verið er að vinna að umhverfishönnun götunnar.

11.Hafnarstræti 106, baklóð - fyrirspurn

Málsnúmer 2016030167Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2016 þar sem Ólafur Rúnar Ólafsson f.h H-fasteigna ehf., kt. 661112-0260, Natten ehf., kt. 530199-2319, og H-104 Fasteignafélags ehf., kt. 410908-1150, sendir inn erindi vegna framkvæmda á baklóð Hafnarstrætis 106. Óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar varðandi sjónarmið nágranna og afgreiðslu erinda.
Svör skipulagsnefndar við spurningum eru:

1) Öll erindi um byggingar- eða framkvæmdarleyfi eru afgreidd í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012, skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og önnur lög og reglugerðir eftir því sem við á. Þar sem farið er fram á samþykki eða grenndarkynningu til nágranna með vísun til ofangreindra laga og reglugerða, og þegar skipulagsnefnd telur tilefni til, er öllum nágrönnum sent bréf þar sem tilgreindur er frestur til að koma fram með athugasemdir. Önnur erindi, þar sem lög eða reglugerðir fara ekki fram á samþykki eða grenndarkynningu til nágranna, eru afgreidd í skipulagsnefnd eða á afgreiðslufundi skipulagsstjóra eftir því sem við á og heimilt er að gera. Í samræmi við bókun skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015 eru öll byggingarleyfisskyld erindi í miðbæ Akureyrar tekin til afgreiðslu nefndarinnar.

2) Vísað er til svars hér að ofan. Lóðarhafar hafa rétt til ýmissa framkvæmda innan sinna lóða án þess að sækja þurfi um byggingarleyfi sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð eða fá samþykki nágranna nema það sé sérstaklega tekið fram í sömu grein.

12.Skipagata 6 - fyrirspurn um túlkun skipulags

Málsnúmer 2016040032Vakta málsnúmer

Fyrirspurn í tölvupósti dagsettum 21. mars 2016 frá Birni Davíðssyni f.h. eigenda Skipagötu 6 þar sem hann spyrst fyrir um hvort leyft yrði að byggja tvær hæðir ofan á núverandi hús að Skipagötu 6.
Skipulagsnefnd telur heimilt að byggja ofan á núverandi hús þar sem í skipulagi er ekki skilyrði fyrir bindandi byggingarlínu fyrir suðurhlið hússins og því mætti nýtt hús vera með sama grunnflöt og núverandi hús er.
Formaður bar upp ósk að taka 13. lið "Oddeyrartangi 149131 - uppsetning á búnaði til eyðingar á áhættuvefjum frá sláturdýrum" í útsendri dagskrá fundargerðar út af dagskrá og var það samþykkt.

13.Míla - framkvæmdaleyfi fyrir ljósveitu 2016

Málsnúmer 2016030149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2016 þar sem Ingimar Ólafsson f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum við endurnýjun og viðbætur við fjarskiptalagnir á Akureyri árið 2016. Um er að ræða svæði 1 - 11 í áföngum 6 og 7 skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Sigurjón Jóhannesson D-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.



Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi framkvæmdaáætlun og telur hana uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á árinu 2016 sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrátt.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Útgáfa framkvæmdaleyfis er háð yfirferð á frágangi fyrri framkvæmda.

- Skrifleg framkvæmdaleyfi fyrir nánar skilgreinda verkþætti verða ekki gefin út fyrr en öll fylgigögn og sérteikningar hafa borist og þær yfirfarnar af framkvæmdadeild Akureyrarbæjar og afgreidd á afgreiðslufundi skipulagsstjóra.

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og veitustofnanir bæjarins.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða og leggja fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr. - g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

14.Torfunef 7 - umsókn um tímabundið byggingarleyfi

Málsnúmer 2016020187Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2016 þar sem Aðalheiður Atladóttir f.h. Hvalaskoðunar Akureyrar ehf., kt. 480116-0700, sækir um tímabundið byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús úr gámaeiningum fyrir fyrirtækið á lóð nr. 7 við Torfunef.
Skipulagsnefnd getur fallist á að tímabundið verði leyft að setja niður aðstöðuhús skv. meðfylgjandi teikningum austan við Strandgötu 12, þangað til byggt hefur verið nýtt hús á lóð fyrirtækisins við Torfunef, þó ekki lengur en til 1. júní 2018. Nákvæm staðsetning þess verði ákveðin í samráði við Hafnasamlag Norðurlands og framkvæmdadeild og felur skipulagsnefnd skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um tímabundið byggingarleyfi að öllum skilyrðum uppfylltum.

15.Torfunef 7 og 9 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2016030161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2016 þar sem Stefán H. Steindórsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu heimæða Norðurorku að nýjum lóðum við Torfunef. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna umbeðinnar framkvæmdar, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

16.Tengir - framkvæmdarleyfi fyrir ljósleiðara 2016

Málsnúmer 2016030185Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. mars 2016 þar sem Gunnar Björn Þórhallsson f.h. Tengis ehf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagninga ljósleiðara um Akureyri. Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna fyrirhugaðar lagnaleiðir.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi framkvæmdaáætlun og telur hana uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á árinu 2016 sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrátt.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Útgáfa framkvæmdaleyfis er háð yfirferð á frágangi fyrri framkvæmda.

- Skrifleg framkvæmdaleyfi fyrir nánar skilgreinda verkþætti verða ekki gefin út fyrr en öll fylgigögn og sérteikningar hafa borist og þær yfirfarnar af framkvæmdadeild Akureyrarbæjar og afgreidd á afgreiðslufundi skipulagsstjóra.

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og veitustofnanir bæjarins.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða og leggja fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

17.Drottningarbrautarreitur - framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2016040052Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2016 þar sem Kristinn Magnússon f.h. Akureyrarbæjar, Norðurorku, Mílu og Tengis, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningi gatnaframkvæmda á Drottningarbrautarreit. Meðfylgjandi eru teikningar.
Sigurjón Jóhannesson D-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.



Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar á Drottningarbrautarreit, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd" með þeim fyrirvara að lóðamál á svæðinu verði frágengin. Bílastæðum þarf að halda í notkun sem lengst á vesturhluta reitsins á meðan á framkvæmd stendur.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

18.Ferðamálastefna

Málsnúmer 2014110220Vakta málsnúmer

Vorið 2015 fór af stað vinna við ferðamálastefnu Akureyrar. Lögð eru fram drög að ferðamálastefnu og óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 6. apríl 2016.
Frestað.

19.Umhverfis- og samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að umhverfis- og samgöngustefnu til kynningar og umsagnar.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 6. apríl 2016.
Frestað.

20.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 17. mars 2016. Lögð var fram fundargerð 578. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 23. mars 2016. Lögð var fram fundargerð 579. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 31. mars 2016. Lögð var fram fundargerð 580. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 7. apríl 2016. Lögð var fram fundargerð 581. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.