Bæjarstjórn

3448. fundur 05. febrúar 2019 kl. 16:00 - 20:20 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Hlynur Jóhannsson
 • Andri Teitsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Hilda Jana Gísladóttir
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
 • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
 • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Heiti sveitarfélagsins - umræða um breytingu 2018

Málsnúmer 2018100324Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. janúar 2019:

Lögð fram tillaga sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um breytingu á heiti sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 1. nóvember sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð leggur til að heiti sveitarfélagsins verði breytt úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að óska umsagnar örnefnanefndar um breytingatillöguna.

Hilda Jana Gísladóttir tók til máls og kynnti forsögu málsins og ástæðu þess að það er nú til umræðu.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hlynur Jóhannsson, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í þriðja sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í fjórða sinn), Gunnar Gíslason (í þriðja sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í þriðja sinn), Ingibjörg Ólöf Isaksen (í annað sinn), Þórhallur Jónsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í fjórða sinn), Gunnar Gíslason (í fjórða sinn) og Hilda Jana Gísladóttir.
Borin upp tillaga Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista:

Ég legg til að málinu verði vísað til bæjarráðs til frekari umræðu og útfærslu.

Fimm greiða atkvæði með tillögunni.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jóhannsson D-lista greiða atkvæði gegn tillögunni. Ingibjörg Ólöf Isaksen situr hjá við afgreiðslu.

Tillagan fellur því á jöfnum atkvæðum.Borin upp tillaga Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista:

Legg til að málinu verði frestað og undirbúin verði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að komi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa verði tekið mið af honum.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum.

Andri Teitsson L-lista, Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá við afgreiðsluna.

2.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2019 - skipulagsráð

Málsnúmer 2019010386Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða skipulagsráðs.

Tryggvi Már Ingvarsson formaður skipulagsráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.

Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Þórhallur Jónsson (í annað sinn). Formaður skipulagsráðs svaraði fyrirspurnum sem fram höfðu komið í umræðunum. Hlynur Jóhannsson tók til máls. Formaður skipulagsráðs svaraði fyrirspurn Hlyns.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að komið verði á skilvirku ferli á skipulagssviði bæjarins sem vakti allar eignir í bænum sem koma í sölu. Markmiðið er að bærinn kaupi upp eignir sem talið er mikilvægt að eignast með tilliti til skipulagsbreytinga sem þjóna framtíðarhagsmunum íbúa á Akureyri.

3.Glerárskóli - aðalskipulagsbreyting vegna leikskólalóðar

Málsnúmer 2019010097Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 30. janúar 2019:

Lagt fram að nýju erindi Teiknistofunnar Kollgátu ehf. dagsett 8. janúar 2019 fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi á svæði vestan við núverandi lóð Glerárskóla að götunni Drangshlíð. Svæðið er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en þar sem fyrirhugað er að byggja nýjan leikskóla á svæðinu er óskað eftir að landnotkun verði breytt í svæði fyrir samfélagsþjónustu, þ.e. að svæði Glerárskóla, merkt S27, verði stækkað. Fyrir liggur tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.

Á fundinn komu Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ingólfur Freyr Guðmundsson hjá Kollgátu og kynntu tillögu að hönnun fyrirhugaðs leikskóla.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi lýsing aðalskipulagsbreytingar verði samþykkt og feli skipulagssviði að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði

Málsnúmer 2019010312Vakta málsnúmer

Ræddar voru niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði sem fram koma í skýrslu dagsettri 19. janúar 2019. Eru þar settar fram 40 tillögur sem, ef þær koma til framkvæmda, geta haft áhrif á m.a. skipulagsvinnu sveitarfélagsins og úthlutun lóða.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og reifaði niðurstöður átakshópsins og hvernig þær snerta hagsmuni Akureyrarbæjar og íbúa hans.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn) og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar lýsir ánægju með framkomnar niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Mikilvægt er að fulltrúar sveitarfélaganna taki beinan þátt í þeirri vinnu sem fram undan er við mótun og eftirfylgd aðgerðanna og lögð verði áhersla á að útfærsla þeirra verði einföld í framkvæmd og verði ekki of íþyngjandi fyrir sveitarfélög í landinu.

5.Umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarkaupstaðar

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Umræða um umhverfis- og samgöngustefnu bæjarins og stöðu aðgerða.

Frummælandi, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, tók til máls og reifaði hvers vegna hún óskaði umræðu um stefnuna.

Andri Teitsson tók til máls og fór yfir helstu atriði stefnunnar, stöðu aðgerða og áform um endurskoðun. Í umræðum tóku einnig til máls Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir, Dagbjört Elín Pálsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Þórhallur Jónsson, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Gunnar Gíslason (í þriðja sinn).
Eva Hrund Einarsdóttir D-Lista, Gunnar Gíslason D-lista, Þórhallur Jónsson D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar minnihlutans leggja áherslu á að Akureyrarbær sýni metnað til að standa við góðan vilja í umhverfismálum með því að fylgja aðgerðaáætlun Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar. Það er ljóst að betur má ef duga skal og auknum kröftum þarf að beita til að standa við góðu orðin. Eitt af brýnustu verkefnunum er að setja inn á heimasíðu bæjarins góðar leiðbeiningar um flokkun ásamt upplýsingum um afdrif þess sorps sem flokkað er.

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á stjórnvöld að tryggja í nýrri samgönguáætlun fjármögnun grunnrannsókna og samanburð á bestu kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsóknar á samfélags- og efnahagslegum áhrifum sem leiða af nýjum Tröllaskagagöngum.

Tröllaskagagöng munu ótvírætt hafa mikinn ávinning í för með sér í formi styttingar vegalengda á milli allra stærstu þéttbýlisstaða á Norðurlandi, aukins öryggis vegfarenda þar sem ný leið sem sneiðir fram hjá hæstu fjallvegum yrði til, stækkunar vinnusóknarsvæða, styrkingar almennrar þjónustu og eflingar ferðaþjónustu auk bættrar samkeppnisstöðu landshlutans. Slík jarðgöng myndu breyta svo miklu á svo stóru svæði að örðugt er að sjá áhrifin fyrir án ítarlegrar og faglegrar athugunar. Bæjarstjórn Akureyrar leggur þunga áhersla á að nauðsynlegur undirbúningur og frumrannsóknir vegna nýrra Tröllaskagaganga hljóti fjármögnun innan nýrrar samgönguáætlunar.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 24. og 31. janúar 2019
Bæjarráð 24. og 31. janúar 2019
Frístundaráð 23. janúar 2019
Fræðsluráð 21. janúar 2019
Skipulagsráð 30. janúar 2019
Stjórn Akureyrarstofu 24. janúar 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 20:20.