Skipulagsnefnd

231. fundur 11. maí 2016 kl. 08:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá
Formaður skipulagsnefndar bar upp ósk um taka út af dagskrá lið 8, Miðbær suðurhluti - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits og lið 17, Víðivellir 12 - umsókn um bílskúr og bílastæði og var það samþykkt.
Einnig bar hann upp ósk um að bætt verði við útsenda dagskrá lið 21, Stígar á Akureyri, samfélagssátt um hægri umferð og lið 22, Glerárgata 32 - umsókn um deiliskipulag og var það samþykkt.

1.Umhverfis- og samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að umhverfis- og samgöngustefnu og óskað var eftir ábendingum og athugasemdum frá skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu á fundi sínum 27. apríl 2016.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnisstjóri umhverfismála mætti á fundinn og svaraði fyrirspurnum.
Skipulagsnefnd þakkar Jóni Birgi fyrir svörin.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að taka saman athugasemdir og spurningar sem fram komu hjá fundarmönnum við drögin og koma á framfæri við Jón Birgi.

2.Holtahverfi, austan Krossanessbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju tillaga skipulagsstjóra um að gert verði deiliskipulag fyrir íbúðahverfi sem nær til svæðis vestan Sandgerðisbótar austan og út með Krossanesbraut skv. framlögðum uppdrætti með tillögu að afmörkun. Skipulagsstjóri kynnti yfirlit yfir fyrirhuguð deiliskipulagsverkefni á árinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að hefja vinnu við gerð deiliskipulags íbúðahverfis og felur skipulagsstjóra að semja við skipulagshönnuð um verkið.

3.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Lilja Filippusdóttir og Árni Ólafsson hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga, kynntu drög að Rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri.
Skipulagsnefnd þakkar Lilju og Árna fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

4.Kjarnaskógur - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016030052Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2016 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um breytingu á deiliskipulagi Kjarnaskógar.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 23. mars 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Framlögð tillaga er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. dagsett 13. apríl 2016.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingar á deiliskipulagi þar sem byggingarreit fyrir salernisaðstöðu er komið fyrir, bílastæði breytt og bætt er við göngustígum. Breytingin varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Matthíasarhagi 1 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016030115Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 8. apríl og var athugasemdafrestur til 6. maí 2016.

Engin athugasemd barst.
Á grundvelli e liðar 4. greinar Samþykktar um skipulagsnefnd Akureyrar samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

6.Geirþrúðarhagi 5 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015120185Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt frá 8. apríl með athugasemdafresti til 6. maí 2016.

Engin athugasemd barst.
Á grundvelli e liðar 4. greinar Samþykktar um skipulagsnefnd Akureyrar samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

7.Austurbrú 2-4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016040126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. apríl 2016 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu við Austurbrú 2-4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Á fundinn komu Logi Már Einarsson og Ingólfur Guðmundsson hjá Kollgátu og gerðu grein fyrir hönnuninni.

Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd þakkar Loga Má og Ingólfi fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd samþykkir útfærslu hússins og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til skipulagsstjóra.

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista óskar bókað:

Byggingarleyfi ætti ekki að veita fyrir flötum kvistum við Austurbrú þar sem það sé óþarflega mikið á skjön við eldri hús á reitnum. Þess í stað ættu kvistirnir að verða í samræmi við það sem kynnt var á íbúafundi 28. janúar 2016 en þar voru húsin sýnd með mæniskvistum (kvistum með spíss). Nánar gerir hann grein fyrir afstöðu sinni í greinargerð.

8.Miðbær - deiliskipulagsbreyting vegna fjölgunar lóða og breytingu á Torfunefsbryggju

Málsnúmer 2016010086Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar. Um er að ræða fjölgun lóða fyrir hafnsækna ferðaþjónustu við Hofsbót, breytingar á Torfunefsbryggju o.fl. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Tvö erindi bárust frá Ambassador hvalaskoðun þann 16. mars 2016, annars vegar um hvort samþykki fengist til að flytja Wathne-húsið á lóð nr. 1 við Torfunef og gömlu Bátasmiðjuna á lóð nr. 3. Hins vegar er óskað eftir að komið verði upp bryggjukanti í vesturhluta hafnarinnar.Umsögn vegna Torfunefsbryggju barst frá Minjastofnun Íslands, dagsett 19. apríl 2016.

Torfunefsbryggja var upphaflega byggð árið 1905 og endurreist árið 1907. Leifar bryggjunnar kunna að finnast undir landfyllingu Drottningarbrautar og eru friðaðar. Ekki má raska friðuðum fornleifum nema með leyfi Minjastofnunar. Ef farið verður í framkvæmdir sem ógna fornleifum mun Minjastofnun fara fram á mótvægisaðgerðir. Ef ráðist verður í gerð nýrrar Torfunefsbryggju hvetur Minjastofnun til að skilyrði verði sett í deiliskipulag varðandi hönnun nýrrar bryggju.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Sandgerðisbót - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015060121Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um tillögu að matsáætlun hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri.

Edward Hákon Huijbes V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

10.Hafnarstræti 106, borð fyrir framan verslun - umsókn

Málsnúmer 2016040161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2016 þar sem Aðalsteinn Árnason f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, óskar eftir heimild til að setja upp borð fyrir framan Hafnarstræti 106. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu á fundi 27. apríl 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að setja almennar reglur um nýtingu gangstéttar utan lóðarmarka við göngugötuna og Ráðhústorg og afgreiða mál í samræmi við þær.

11.Óseyri 33, dælustöð - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2016040206Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2016 þar sem Stefán H. Steindórsson f.h. Norðurorku kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir undirbúning vegna dælustöðvar á lóð nr. 33 við Óseyri.

Meðfylgjandi er teikning.

Edward Hákon Huijbes V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við Óseyri 33, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd". Undanskilið er þó niðurrekstur steypustólpa en sú framkvæmd verður hluti byggingarleyfis.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

12.Austurvegur 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016040109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Wave Guesthouse Hrísey ehf., kt. 480615-2390, sækir um að breyta efri hæð hússins nr. 9 við Austurveg í Hrísey í gistiskála. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 27. apríl 2016.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að grenndarkynna erindið og óska eftir umsögn hverfisráðs Hríseyjar.

13.Austurbrú 10-12 - umsókn um notkun á efni úr gunni

Málsnúmer 2016050012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2016 þar sem Sigmundur Einar Ófeigsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, óskar eftir því að nota jarðefni úr grunnum Austurbrúar 2-4 og 6-8 til að fergja lóðina Austurbrú 10-12 þar sem jarðvegsathuganir gera ráð fyrir að þess þurfi til að ná fram fyrirsjánalegu sigi.

Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið en gerðar eru þær kröfur um frágang að ekki fjúki úr því og svæðið verði snyrtilegt ásýndar, t.d. með torfi eða á annan viðunandi hátt sem skipulagsstjóri samþykkir.

14.Gata sólarinnar - deiliskipulagsbreyting vegna staðsetningar á rotþró

Málsnúmer 2015090105Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar rotþróar var grenndarkynnt frá 19. febrúar til 18. mars 2016.

Ein athugasemd barst:

Félag sumarbústaðaeigenda Kjarnabyggð, 15. mars 2016.

Félag sumarbústaðaeigenda mótmælir fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi. Rotþróin verður á fallegu skógivöxnu svæði sem óásættanlegt er að verði rofið. Ný rotþró getur verið á þeim stað sem henni er ætlað samkvæmt gildandi skipulagi. Ekki liggja fyrir rannsóknir á áhrifum staðsetningarinnar á frístundabyggð. Nóg er komið af breytingum á skipulagi svæðisins. Óskað er eftir gögnum og skoðunum sem fram fóru þegar komist var að þeirri niðurstöðu sem er til umfjöllunar.

Skipulagsnefnd fól skipulagdeild að gera tillögu að svari við innkominni athugasemd á fundi 13. apríl 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að málinu verði lokið skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð staðsetning er um 30 m suðvestan við núverandi frístundasvæði og er landhalli til austurs eða suðausturs frá henni og á því ekki að hafa áhrif á núverandi byggð. Breytingin er gerð þar sem ekki er nægilegt pláss fyrir rotþróna vegna landhalla þar sem gert var ráð fyrir henni samkvæmt gildandi skipulagi. Skerðing á skóglendi vegna nýrrar staðsetningar er óveruleg og rotþróin verður lítið áberandi í landinu.

15.Brekkugata 1b - fyrirspurn

Málsnúmer 2016050022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2016 þar sem Edda Bjarnadóttir og Hermann Ísidórsson f.h. EB Miðlunar slf., kt. 510512-2430, setur fram fyrirspurn um nýjan byggingarreit á lóð Brekkugötu 1b til að stækka íbúðarhótelið Center apartment.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum sem sýna fyrirhugað umfang viðbyggingarinnar.

16.Þórunnarstræti 126 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016050030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2016 þar sem Björn Þór Guðmundsson f.h. GB Bygg ehf., kt. 491208-0900, sækir um lóð nr. 126 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

17.Hamarstígur 33 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016050034Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2016 þar sem Kollgáta ehf., óskar eftir f.h. lóðarhafa Hamarstígs 33 að stækka byggingarreit fyrir bílskúr. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Dalsbraut 1H (Gleráreyrar 3) - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015100060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Ekki hika ehf., kt. 590809-0550, sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna viðbygginga við hús nr. 3 við Gleráreyrar. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 28. október 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 11. apríl 2016 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni hjá H.S.Á. Teiknistofu.

Samþykki meðeiganda í matshlutanum liggur fyrir.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Hafnarstræti 108 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013060238Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2016 þar sem Gunnlaugur Björn Jónsson f.h. H 108, ehf., kt. 560413-0330, sækir um leyfi til að breyta gistiskála á 2. - 3. hæð í gistiheimili og innrétta kaffihús á 1. hæð í húsinu Hafnarstræti 108. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnlaug Björn Jónsson.
Skipulagsnefnd telur að umbeðnar breytingar séu í samræmi við gildandi deiliskipulag og setur sig því ekki á móti þeim.

Skipulagsstjóri afgreiði umsókn um byggingarleyfi.

20.Stígar á Akureyri, samfélagssátt um hægri umferð

Málsnúmer 2016050055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2016 þar sem Vilberg Helgason f.h. Hjólreiðafélags Akureyrar óskar eftir að samþykktur verði sáttmáli sem felur í sér hægri umferð á stígum og tillitssemi. Óskað er eftir að fá að setja upp 10 skilti við helstu göngustíga sem leggja áherslu á hægri réttinn.
Skipulagsnefnd fagnar átakinu og gerir fyrir sitt leiti ekki athugasemdir við uppsetningu skiltanna.

21.Glerárgata 32 - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2016050060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. G30 fasteigna ehf., kt. 661013-1920, sækir um að fá heimild fyrir viðbyggingu við suðurhlið Glerárgötu 32. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsnefnd telur að umbeðin viðbygging yrði stílbrot á ásýnd götumyndarinnar og getur því ekki orðið við erindinu.

22.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 20. apríl 2016. Lögð var fram fundargerð 583. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 28. apríl 2016. Lögð var fram fundargerð 584. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.