Framkvæmdaráð

337. fundur 24. október 2016 kl. 11:00 - 13:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Jón Orri Guðjónsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur ritaði fundargerð
  • Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar
Dagskrá
Eiríkur Jónsson S-lista mætti í forföllum Helenar Þuríðar Karlsdóttur.
Jón Orri Guðjónsson D-lista mætti í forföllum Njáls Trausta Friðbertssonar.

1.Fjárhagsáætlun 2017- framkvæmdadeild

Málsnúmer 2016080098Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017 og starfsáætlun kynnt.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017 og vísar henni til bæjarráðs.

Jón Orri Guðjónsson D- lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ- lista sátu hjá.

Starfsmönnum falið að vinna 3ja ára áætlun fyrir árin 2018 - 2020 og leggja fyrir næsta fund.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2015080078Vakta málsnúmer

Lögð fram staða á verklegum framkvæmdum og Umhverfisátaki fyrir árið 2016 og rætt um rekstrarkostnað ferliþjónustu Akureyrar og möguleg kaup á nýrri bifreið fyrir ferliþjónustuna.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir að keyptur verði nýr ferlibíll og farið verði í útboð á viðbótarkeyrslu fyrir ferliþjónustu.

3.Umhverfis- og samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 13:45.