Umhverfisnefnd

109. fundur 10. nóvember 2015 kl. 10:00 - 11:46 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Hesjuvellir landnr. 212076 - deiliskipulag

Málsnúmer 2015080002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skipulagsstjóra dagsett 13. október 2015 þar sem óskað er umsagnar nefndarinnar á skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Hesjuvalla, Akureyri.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.

2.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður greiningar á kynjaskiptingu notenda gámasvæðisins við Réttarhvamm.
Umhverfisnefnd óskar eftir að taldir verði sjö dagar á gámasvæðinu samfleytt og þá unnið úr niðurstöðunum.

3.Úrgangsmál - starfshópur

Málsnúmer 2014110224Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu málsins og áframhaldandi vinnu.

4.Umhverfis- og samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Umræður um stöðuna á vinnslu stefnunnar.

5.Langtímaáætlun - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2013040051Vakta málsnúmer

Umræður um langtímaáætlun sem ætlunin er að vinna.

Fundi slitið - kl. 11:46.