Bæjarstjórn

3405. fundur 20. desember 2016 kl. 16:00 - 19:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Preben Jón Pétursson
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 3. lið í útsendri dagskrá: Hafnarstræti 69 - tenging við Hótel Akureyri, fyrirspurn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista mætti í forföllum Njáls Trausta Friðbertssonar.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018 - lausnabeiðni og ósk um tímabundið leyfi

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Forseti las upp eftirfarandi bréf frá Njáli Trausta Friðbertssyni bæjarfulltrúa:Til bæjarstjórnar AkureyrarkaupstaðarHér með tilkynnist að ég Njáll Trausti Friðbertsson, kt. 311269-4459, segi mig frá störfum bæjarfulltrúa Akureyrarkaupstaðar frá og með næstkomandi áramótum.

Ástæða þess að ég segi mig frá störfum sem bæjarfulltrúi er sú að ég hef hlotið kjör til Alþingis. Við þær aðstæður tel ég réttast að hleypa næsta kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins inn í bæjarstjórn.

Ég er afskaplega þakklátur fyrir það samstarf sem ég hef átt við kjörna fulltrúa og starfsmenn Akureyrarbæjar og jafnframt er ég þakklátur Akureyringum fyrir að hafa gefið mér kost á því að vinna að hagsmunum bæjarins og íbúum hans.Akureyri 16. desember 2016Með vinsemd og virðingu,Njáll Trausti Friðbertsson (sign)

Lögð fram eftirfarandi beiðni Bergþóru Þórhallsdóttur:

Með því að Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi, hefur tekið sæti á Alþingi og í framhaldi af því óskað eftir að láta af störfum sem bæjarfulltrúi á Akureyri liggur fyrir að ég undirrituð Bergþóra Þórhallsdóttir, kt. 130264-2129, taki sæti aðalfulltrúa í bæjarstjórn.

Í ljósi þess að ég hef tímabundið tekið að mér störf utan sveitarfélagsins og á því óhægt um vik að sinna skyldum bæjarfulltrúa svo vel sé, óska ég hér með eftir tímabundnu leyfi frá störfum bæjarfulltrúa til loka júlímánaðar árið 2017.Virðingarfyllst

Bergþóra Þórhallsdóttir (sign)Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðni Njáls Trausta Friðbertssonar með 11 samhljóða atkvæðum. Bæjarstjórn færir Njáli Trausta bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar.Bæjarstjórn samþykkir ósk Bergþóru Þórhallsdóttur um tímabundið leyfi til loka júlímánaðar 2017 frá störfum bæjarfulltrúa með 11 samhljóða atkvæðum.Baldvin Valdemarsson er boðinn velkominn til starfa sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn tímabundið frá næstu áramótum til loka júlímánaðar árið 2017.

2.Vættagil 27 og 29 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016090033Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 14. desember 2016:

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis. Um er að ræða breytingu á afmörkun lóða nr. 27 og 29 við Vættagil. Erindið var grenndarkynnt frá 2. nóvember og var athugasemdafrestur til 30. nóvember 2016. Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Lögð fram umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar til samþykktar.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram eftirfarandi breytingatillögu á kafla 2.1.11 Hálkuvarnir þannig að í "Aðgerðum" verði bætti við textann sem þar er fyrir eftirfarandi:

"Gerð verði skoðanakönnun meðal íbúa um leiðir til hálkuvarna og haldinn íbúafundur í kjölfarið."Tillaga Gunnars Gíslasonar var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram breytingatillögu um að í kafla 2.2.7 Samgöngumiðstöð - Aðgerðir, standi "Að komið verði upp samgöngumiðstöð" í staðinn fyrir "Byggð verði samgöngumiðstöð"Tillaga Sóleyjar Bjarkar var borin upp og samþykkt með 6 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Sigríðar Huldar Jónsdóttur S-lista, Dagbjartar Elínar Pálsdóttur S-lista og Matthíasar Rögnvaldssonar L-lista. Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista sat hjá við afgreiðslu.Eva Hrund Einarsdóttir D-lista lagði fram breytingatillögu um að verklok 2018 verði tekin út í liðnum í 2.2.7 Samgöngumiðstöð.Tillaga Evu Hrundar var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæðum Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Gunnars Gíslasonar D-lista, Baldvins Valdemarssonar D-lista og Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.Bæjarstjórn samþykkir framlagða umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarkaupstaðar með áorðnum breytingum með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Ferðamálastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014110220Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 1. desember 2016:

Ferðamálastefna Akureyrarbæjar lögð fram til lokaafgreiðslu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir stefnuna og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt þakkar stjórnin þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hönd á plóg við gerð stefnunnar. Sérstakar þakkir eru færðar starfsmönnum bakhóps vinnunnar, þeim Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur fráfarandi verkefnisstjóra atvinnumála hjá Akureyrarkaupstað og Maríu Helenu Tryggvadóttur verkefnisstjóra ferðamála á Akureyrarstofu.
Preben Jón Pétursson Æ-lista lagði fram breytingatillögu um að í kafla 2, 4. lið standi "Að komið verði upp samgöngumiðstöð" í staðinn fyrir "Byggð verði samgöngumiðstöð"Tillaga Prebens Jóns var borin upp og samþykkt með 6 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Sigríðar Huldar Jónsdóttur S-lista, Dagbjartar Elínar Pálsdóttur S-lista og Matthíasar Rögnvaldssonar L-lista. Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista sat hjá við afgreiðslu.Bæjarstjórn samþykkir framlagða ferðamálastefnu Akureyrarbæjar með áorðnum breytingum með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Samgönguáætlun

Málsnúmer 2016030197Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til fjárlaga 2017 sem nú liggur fyrir Alþingi. Það vekur furðu að í frumvarpinu er ekki tekið tillit til nýrrar samgönguáætlunar sem samþykkt var samhljóða á Alþingi 12. október sl.

Af því leiðir að ekki er gert ráð fyrir fjármagni frá ríkinu til kaupa á nýjum hafnsögubáti fyrir Hafnasamlag Norðurlands, þrátt fyrir að nú liggi fyrir tilboð í smíði bátsins sem búið er að samþykkja og bíður undirritunar. Ekki er heldur gert ráð fyrir fjármagni til að ljúka gerð Dettifossvegar sem allir eru sammála um að sé lykilframkvæmd í uppbyggingu innviða fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir fjármagni til að ljúka gerð flughlaðs við Akureyrarflugvöll sem er mikilvægt verkefni vegna flugöryggis yfir Íslandi og atvinnuuppbyggingar á Akureyri.

Það er algjörlega óviðunandi að ekki sé staðið við fyrri ákvarðanir Alþingis um að fjármagna þessar framkvæmdir í fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga 2017. Hér er um að ræða verkefni sem nú þegar er byrjað á og langt komin í tilboðsferli og algjörlega óásættanlegt að ekki sé tekið tillit til í frumvarpinu.Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Orkumál á Akureyri

Málsnúmer 2016110149Vakta málsnúmer

Umræða um stöðu orkumála á Akureyri.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norðausturlandi, auka afhendingaröryggi og styðja þannig eðlilegan vöxt atvinnulífs. Ljóst er að nú þegar er ástand þessara mála orðið mjög alvarlegt í Eyjafirði og ef ekkert verður að gert næstu árin skapast neyðarástand á svæðinu miðað við þá uppbyggingu sem nú á sér stað. Mikilvægt er í þessu sambandi að vinna að krafti að uppbyggingu Hólasandslínu 3 sem og Blöndulínu 3, þrátt fyrir að sú lína hafi verið sett tímabundið í bið í nýrri kerfisáætlun Landsnets. Jafnframt leggur bæjarstjórn áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélög á Norðurlandi hagi skipulagsvinnu sinni þannig að hægt verði að vinna að framþróun framkvæmda við þessar línulagnir. Akureyrarkaupstaður mun við endurskoðun aðalskipulags sem nú er í gangi kappkosta að eiga gott samstarf við Landsnet um leiðir fyrir raflínur í gegnum bæjarlandið og hvetur stofnunina til að leggja sig fram við að ná sátt um lagningu línanna við þá aðila sem að málinu koma í öðrum sveitarfélögum með faglegum undirbúningi, málefnalegri samræðu og með því að taka mið af ólíkum hagsmunum, sjónarmiðum og verðmætamati.Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta reglulega fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 15. desember 2016
Bæjarráð 15. desember 2016
Skipulagsnefnd 14. desember 2016
Skólanefnd 12. desember 2016
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 9. desember 2016
Umhverfisnefnd 13. desember 2016
Velferðarráð 7. desember 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins, fjölskyldum þeirra og Akureyringum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fyrir hönd bæjarfulltrúa þakkaði Gunnar Gíslason góðar óskir og óskaði forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og góðs nýs árs.

Fundi slitið - kl. 19:00.