Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3369. fundur - 30.05.2013

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlunarferli og tímaáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2014-2017.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um fjárhagsáætlunarferlið og tímaáætlun.

Bæjarráð - 3370. fundur - 06.06.2013

Lögð fram tillaga að tekju- og fjárhagsrömmum ársins 2014.
Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista að vísa fjárhagsrömmum til umfjöllunar í nefndum bæjarins og óskar eftir athugasemdum fyrir 1. september nk.

Bæjarráð - 3370. fundur - 06.06.2013

Lagðar fram forsendur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2014.

Bæjarráð samþykkir framlagðar forsendur með 4 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi D-lista vék af fundi kl. 11:04.

Skólanefnd - 10. fundur - 20.06.2013

Forsendur og rammi vegna fjárhagsáætlunar 2014 lagður fram til kynningar.

Íþróttaráð - 134. fundur - 20.06.2013

Rammi og forsendur fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2014 lagðar fram til kynningar.

Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi D-lista vék af fundi kl. 15:08.

Félagsmálaráð - 1167. fundur - 26.06.2013

Fjárhagsáætlunarferlið og forsendur og rammi vegna fjárhagsáætlunar fyrir þær deildir er heyra undir félagsmálaráð (102) lagt fram til kynningar.

Framkvæmdaráð - 271. fundur - 23.08.2013

Kynntar tillögur bæjarráðs frá 6. júní sl. um forsendur og fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar ársins 2014.

Félagsmálaráð - 1169. fundur - 28.08.2013

Fjárhagsrammi félagsmálaráðs 2014 lagður fram til athugasemda, sbr. bókun bæjarráðs frá 6. júní 2013.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjórum að koma athugasemdum sínum á framfæri við hagsýslustjóra.

Sif Sigurðardóttir A-lista mætti á fundinn kl. 14:54.

Framkvæmdaráð - 272. fundur - 06.09.2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

Umhverfisnefnd - 85. fundur - 10.09.2013

Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

Skipulagsnefnd - 164. fundur - 11.09.2013

Fjárhagsáætlunarferli, forsendur og rammi vegna fjárhagsáætlunar 2014 fyrir skipulagsnefnd/deild (109).

Lagt fram til kynningar.

Framkvæmdaráð - 273. fundur - 24.09.2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

Skipulagsnefnd - 165. fundur - 09.10.2013

Skipulagsstjóri lagði fram fjárhagsáætlun skipulagsnefndar og skipulagsdeildar fyrir árið 2014.

Skipulagsnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3384. fundur - 10.10.2013

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fóru yfir fjárhagsáætlun stoðþjónustudeilda.

Bæjarráð - 3384. fundur - 10.10.2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3385. fundur - 17.10.2013

Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn kl. 08:10.
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3386. fundur - 24.10.2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3387. fundur - 31.10.2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Inda Björk Gunnarsdóttir formaður félagsmálaráðs, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar mættu á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2014 ásamt 3ja ára áætlun 2015-2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3345. fundur - 05.11.2013

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 31. október 2013:
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2014 ásamt 3ja ára áætlun 2015-2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3388. fundur - 07.11.2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Umhverfisnefnd - 87. fundur - 12.11.2013

Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2014.

Skipulagsnefnd - 167. fundur - 13.11.2013

Skipulagsstjóri lagði fram breytta fjárhagsáætlun skipulagsnefndar og skipulagsdeildar fyrir árið 2014 vegna hagræðingarkröfu bæjarráðs.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlunina með innfærðum breytingum og vísar henni til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3389. fundur - 14.11.2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Gunnar Gíslason fræðslustjóri og Preben Jón Pétursson formaður skólanefndar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3390. fundur - 21.11.2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3391. fundur - 28.11.2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3392. fundur - 05.12.2013

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2014.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskár og fellur frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjöldum í leikskólum og gjöldum vegna félagsþjónustu og vill með því leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að stemma stigu við verðbólgu.

Bæjarráð vekur athygli á að ekki verða tekin gjöld af strætisvagnaferðum, bókasafnsskírteinum og bifreiðastæðum.

Bæjarráð vísar gjaldskránum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3393. fundur - 12.12.2013

1. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 5. nóvember 2013:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2014
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2015
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2014-2017

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Fráveita Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Heilsugæslustöðin á Akureyri
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar

Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn - 3348. fundur - 17.12.2013

6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 5. desember 2013:
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2014.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskár og fellur frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjöldum í leikskólum og gjöldum vegna félagsþjónustu og vill með því leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að stemma stigu við verðbólgu.

Bæjarráð vekur athygli á að ekki verða tekin gjöld af strætisvagnaferðum, bókasafnsskírteinum og bifreiðastæðum.

Bæjarráð vísar gjaldskránum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fram kom breytingartillaga við bókun bæjarráðs um að í stað: "... og fellur frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjöldum í leikskólum og gjöldum vegna félagsþjónustu ..." komi: "... og fellur frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjöldum í leikskólum, grunnskólum og gjöldum vegna félagsþjónustu...".

Breytingartillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár ásamt breytingartillögunni með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3348. fundur - 17.12.2013

7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. desember 2013:
1. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 5. nóvember 2013:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2014
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2015
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2014-2017

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Fráveita Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Heilsugæslustöðin á Akureyri
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar

Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2014 lagðar fram:

a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.

b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið skv. Innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2014. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna.

Bæjarstjórn afgreiddi tillögurnar á eftirfarandi hátt:

a) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum .

b) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

c) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 21-24)

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 30.184 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 12.794.194 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

A-hluta stofnanir: (byrja á bls. 25)

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 34.849 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 7.523.684 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 62.159 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 15.073.689 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 15.992 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 140.501 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur (bls. 9)

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 143.183 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 26.071.409 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 37)

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -1.245 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 614 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -20.528 þús. kr.

IV. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -41.783 þús. kr.

V. Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 117.490 þús. kr.

VI. Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða -9.005 þús. kr.

VII. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 53.884 þús. kr.

VIII. Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða -1.144 þús. kr.

IX. Norðurorka hf, rekstrarniðurstaða 430.910 þús. kr.

X. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 7.935 þús. kr.

XI. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar: (bls. 3)

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 555.512 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 38.849.910 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bókun:

Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bókunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Forseti lýsti yfir að 7. liður dagskrárinnar ásamt 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 12. desember 2013 séu þar með afgreiddir.

Bæjarráð - 3420. fundur - 17.07.2014

Staða framkvæmda við Naustaskóla.
Guðni Helgason framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð leggur til að farið verði í framkvæmdir við lóð vestan við Naustaskóla við aðalinngang á árinu og vísar málinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar. Frekari ákvarðanir um framkvæmdir við Naustaskóla er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og stefnt er að að ljúka framkvæmdum sem fyrst.

Bæjarráð - 3424. fundur - 21.08.2014

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 vegna fjárveitinga til Menningarfélags Akureyrar og kvenna-/jafnréttisstyrkja sem samþykktar voru í bæjarráði 31. júlí sl.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 1. júlí 2014.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

Bæjarráð - 3426. fundur - 04.09.2014

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 vegna fjárveitinga til búsetudeildar vegna brýnna þarfa þriggja einstaklinga fyrir húsnæði og sérhæfða þjónustu og vegna rekstrarsamnings um rekstur Lautarinnar sem samþykkt voru í bæjarráði 28. ágúst sl.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3359. fundur - 16.09.2014

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 4. september 2014:
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 vegna fjárveitinga til búsetudeildar vegna brýnna þarfa þriggja einstaklinga fyrir húsnæði og sérhæfða þjónustu og vegna rekstrarsamnings um rekstur Lautarinnar sem samþykkt voru í bæjarráði 28. ágúst sl.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3437. fundur - 13.11.2014

Umræða um gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3439. fundur - 28.11.2014

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 vegna aukins kostnaðar við snjómokstur og hálkuvarnir að upphæð kr. 40.000.000.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

Bæjarstjórn - 3365. fundur - 16.12.2014

Lagður fram viðauki dagsettur 15. desember 2014 við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 vegna jólagjafa til starfsmanna bæjarins að upphæð kr. 9.600.000.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 11 samhljóða atkvæðum.