Bæjarráð

3384. fundur 10. október 2013 kl. 09:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista mætti á fundinn kl. 09:10 í forföllum Odds Helga Halldórssonar.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 - stoðþjónustudeildir

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fóru yfir fjárhagsáætlun stoðþjónustudeilda.

2.Félagsmálaráð - gjaldskrár 2014

Málsnúmer 2013090249Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 25. september 2013:
Eftirtaldar gjaldskrár lagðar fram til afgreiðslu:
Heimaþjónusta Akureyrarbæjar, félagsstarf eldri borgara á Akureyri, skólavistun 16-20 ára og skammtímavistun fyrir fatlaða einstaklinga búsetta utan sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði.
Félagsmálaráð samþykkir 4% hækkun gjaldskrár heimaþjónustu.
Félagsmálaráð samþykkir hækkun gjaldskrár vegna hádegisverðar í félagsstarfi aldraðra úr kr. 980 í kr. 1.000 máltíðina.
Félagsmálaráð samþykkir hækkun á leigu fyrir sali í félagsmiðstöðum aldraðra í kr. 50.000 og að settar verði nánari reglur um útleiguna.
Félagsmálaráð samþykkir að gjaldskrá fyrir frístund mikið fatlaðra ungmenna 16-20 ára verði sú sama og fyrir aðra notendur þjónustunnar og taki gildi 1. nóvember 2013, samþykktinni vísað til bæjarráðs.
Félagsmálaráð samþykkir tillögu að hækkun á gjaldi skammtímavistunar fyrir einstaklinga utan sameiginlegs þjónustusvæðis.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir frístund mikið fatlaðra ungmenna 16-20 ára, sem taki gildi 1. nóvember 2013 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Aðrar gjaldskrár verða afgreiddar með fjárhagsáætlun 2014.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013-2016

Málsnúmer 2012060047Vakta málsnúmer

Farið yfir reglur og framkvæmd viðauka við fjárhagsáætlun.
Glærukynning Guðjóns Bragasonar sviðsstjóra lögfræði- og velferðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin var dagana 3. og 4. október sl. má finna á slóðinni:
http://www.samband.is/media/fjarmalaradstefna-2013/GudjonBragason.pdf

4.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2013

Málsnúmer 2013040268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til ágúst 2013.

5.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010070098Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 17. fundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 16. september 2013.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

Bæjarráð vísar 1., 3., 4. og 5. lið ásamt 7. til 10. lið til framkvæmdaráðs, 2. lið er vísað til Eyþings.

6. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

6.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010076Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 65. og 66. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 5. maí og 5. september 2013.
Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2012-2013

Bæjarráð vísar 2. lið fundargerðar 65. fundar til framkvæmdaráðs, 1. og 3. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð vísar 5. lið í fundargerð 66. fundar til framkvæmdadeildar. 1.- 4. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

7.Umboðsmaður skuldara - lokun útibús á Akureyri

Málsnúmer 2011120114Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 27. september 2013 frá umboðsmanni skuldara til bæjarstjóra þar sem upplýst er að ákvörðun hafi verið tekin um að loka útibúi umboðsmanns skuldara á Akureyri. Rætt hafi verið við starfsmenn og uppsögn leigusamnings verið afhent.
Umboðsmaður þakkar gott samstarf.
Mikill niðurskurður hefur átt sér stað hjá embættinu og endurskipulagning. Niðurskurður næsta árs er áætlaður tæplega 25%, sem bitnar því miður m.a. á útibúum embættisins. Að öllu óbreyttu verður útibúinu á Akureyri lokað um næstu áramót.

Bæjarráð mótmælir þeirri ákvörðun að loka eigi útibúi Umboðsmanns skuldara á Akureyri. Óhætt er að fullyrða að mikil þörf er fyrir starf embættisins á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu en að auki hefur starfsstöðin veitt einstaklingum og fjölskyldum í skuldavanda á Austurlandi og annars staðar á Norðurlandi þjónustu.

Afar brýnt er að verja þau opinberu störf sem sinnt er á landsbyggðinni og skýtur skökku við að loka nú útibúinu á Akureyri sem þýðir einvörðungu að leysa verður úr vanda þeirra 12% umsækjenda sem nýtt hafa þjónustuna á Akureyri frá skrifstofunni í Reykjavík

8.Fjárlaganefnd Alþingis - fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013

Málsnúmer 2013090277Vakta málsnúmer

Erindi dags. 26. september 2013 þar sem Fjárlaganefnd Alþingis býður fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014. Fundadagar eru áætlaðir dagana 28. og 29. október og fyrir hádegi 30. október og 1. nóvember. Mælt er með því að sveitarfélögin nýti sér fjarfundarfyrirkomulag. Ítrekað er breytt fyrirkomulag varðandi úthlutun styrkja. Í því felst að Alþingi tekur hvorki við umsóknum né úthlutar styrkjum til ýmissa verkefna á vegum sveitarfélaga, samtaka eða einstaklinga.

Staðfestur hefur verið fundur fulltrúa Akureyrarbæjar með fjárlaganefnd mánudaginn 28. október nk. kl. 10:40.

9.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Málsnúmer 2013090290Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 25. september 2013 frá velferðarráðuneytinu varðandi áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma.
Sveitarfélaginu er gefinn kostur á að tjá sig um áform um sameiningu og er óskað eftir að athugasemdir eða ábendingar berist eigi síðar en 15. október nk.

Ef af sameiningaráformum verður er einsýnt að heilsugæslan mun flytjast af hendi Akureyrareyrarbæjar til sameiginlegrar stofnunar sem rekin verður af ríki.

Bæjarráð vill benda á að mikil og dýrmæt reynsla sem og ávinningur hefur orðið á samvinnu milli heilsugæslunnar, fjölskyldudeildar og búsetudeildar, varðandi sameiginleg málefni sem mikilvægt er að tapist ekki. Þá er ljóst að fjárhagslegt uppgjör þarf að eiga sér stað milli bæjarins og ríkis þegar og ef að samningslokum verður.

10.Landsbyggðin lifi - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013100051Vakta málsnúmer

Erindi dags. 2. október 2013 frá Sigríði Svavarsdóttur f.h. samtakanna Landsbyggðin lifi, þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 100.000 til að sinna grunnstarfsemi samtakanna.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11.Eyþing - aðalfundur 2013 - ályktanir

Málsnúmer 2013090163Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ályktanir aðalfundar Eyþings sem haldinn var 27. og 28. september sl.

12.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 12:00.