Umhverfisnefnd

85. fundur 10. september 2013 kl. 16:15 - 17:08 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Ómar Ólafsson
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Samgönguvika 2013

Málsnúmer 2013080093Vakta málsnúmer

Farið yfir hvernig staðið verður að samgönguviku á Akureyri dagana 16.- 22. september nk.
Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur hjá Mannviti mætti á fundinn undir þessum lið.

Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum og Rúnu kynninguna.

Í tengslum við árlega samgönguviku beinir umhverfisnefnd því til framkvæmdaráðs að koma fyrir hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla á tveimur völdum bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Þau verði sérmerkt og gefi eigendum slíkra bíla möguleika á að hlaða bíla sína. Með þessu væri Akureyrarkaupstaður að stíga virkt skref inn í rafbílavæðinguna og væri í samræmi við stefnu bæjarins í loftslags- og mengunarmálum.

2.Aðalskipulagsbreyting vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis

Málsnúmer 2013040061Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dags. 15. ágúst 2013 þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, fyrir akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, og umhverfisskýrslu.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

Fundi slitið - kl. 17:08.