Bæjarráð

3369. fundur 30. maí 2013 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Langtímaáætlun - Öldrunarheimili Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013050182Vakta málsnúmer

Unnið að langtímaáætlun Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Inda Björk Gunnarsdóttir formaður félagsmálaráðs mættu á fundinn undir þessum lið.

2.Hverfisnefnd Síðuhverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013040251Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisnefndar Síðuhverfis dags. 13. maí 2013.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/siduhverfi/fundargerdir

3.Hverfisnefnd Brekku- og Innbæjar - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010292Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir hverfisnefndar Brekku- og Innbæjar dags. 13. febrúar og 6. mars 2013.
Fundargerðirnar má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/brekka-og-innbaer/fundargerdir

4.Orlof húsmæðra í Eyjafirði - rekstur 2012

Málsnúmer 2013050133Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur Orlofssjóðs húsmæðra í Eyjafirði árið 2012.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlunarferli og tímaáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2014-2017.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um fjárhagsáætlunarferlið og tímaáætlun.

6.Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna - staða sjóðsins

Málsnúmer 2012090152Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð fræðslunefndar dags. 22. maí 2013:
Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna. Staða sjóðsins rædd.
Um áramótin 2008-2009 var ákveðið að gera tímabundið hlé á fjárveitingu í Námsstyrkjasjóð sérmenntaðra starfsmanna. Fræðslunefnd hefur frá árinu 2010 óskað eftir að aftur verði veitt fjármagni í sjóðinn sbr. bréf dags. 6. desember 2010. Á fundi kjarasamninganefndar 26. september 2011 ákvað nefndin að framlengja hléið um eitt ár með svofelldri bókun:

,,Formaður kjarasamninganefndar hefur farið yfir tilurð sjóðsins ásamt meirihluta bæjarráðs og ákvörðun verið tekin um að ekki verði sett fjármagn til Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna á árinu 2012, þar sem sá sjóður er ekki bundinn kjarasamningum. Þar með er ljóst að það tímabundna hlé sem gert var á greiðslum til sjóðsins hefur verið lengt um eitt ár."

Á fundi fræðslunefndar 17. september 2012 bókaði nefndin eftirfarandi:

,,Með vísan til framangreindrar bókunar kjarasamninganefndar óskar fræðslunefnd eftir upplýsingum um fjárveitingar til sjóðsins og skorar á bæjarráð að fella úr gildi tímabundið hlé sem hefur verið gert á greiðslum til sjóðsins frá árinu 2009."

Fræðslunefnd ítrekar erindi sitt og skorar á bæjarráð að veita að nýju fjármagni til Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna frá hausti 2013.

Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir veturinn 2012-2013

Málsnúmer 2012010167Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 16. maí 2013. Fundargerðin er í 4 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið til framkvæmdadeildar, 2. og 3. lið til skipulagsdeildar og 4. lið til bæjarlögmanns. 

8.Oddeyrartangi - eignarlóðir

Málsnúmer 2013030025Vakta málsnúmer

Lóðamál á Oddeyri. Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 7. mars sl.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá kaupsamningi vegna málsins.

9.Nauðungarsölur - opið bréf til sveitarstjórna

Málsnúmer 2013050201Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar opið bréf til sveitarfélaga á landsvísu dags. 24. maí 2013 frá Hagsmunasamtökum heimilanna þar sem fram kemur áskorun samtakanna sem gerð var á aðalfundi 15. maí sl.

Fundi slitið - kl. 11:00.