Bæjarráð

3388. fundur 07. nóvember 2013 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Molta ehf - framtíðarhorfur

Málsnúmer 2012090008Vakta málsnúmer

Umræður um framtíðarhorfur Moltu ehf.
Sigmundur Einar Ófeigsson stjórnarformaður Moltu ehf, Eiríkur H. Hauksson stjórnarmaður og Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi félagsins mættu á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi f.h. Akureyrarbæjar um fjárhagslega endurskipulagningu Moltu ehf.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

3.Styrktarsjóður EBÍ 2013

Málsnúmer 2013060161Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 28. október sl. frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2013. Í erindinu kemur fram að ekki hafi reynst unnt að þessu sinni að veita styrk vegna verkefnis Akureyrarbæjar um samskipti og tækni á öldrunarheimilum Akureyrarbæjar.

4.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013020001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 809. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. október 2013. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/stjorn-sambandsins/

5.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 247. fundar stjórnar Eyþings dags. 24. október 2013.
Fundargerðina má finna á slóðinni: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1

6.Skjalastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012100192Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skjalastefnu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 11:00.