Skipulagsnefnd

165. fundur 09. október 2013 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Brynjar Davíðsson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Pálmi Gunnarsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Brynjar Davíðsson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur, Pálmi Gunnarsson A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar og Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi D-lista mætti í forföllum Svövu Þórhildar Hjaltalín.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014 - skipulagsdeild

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram fjárhagsáætlun skipulagsnefndar og skipulagsdeildar fyrir árið 2014.

Skipulagsnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

2.Aðalskipulagsbreyting, Hamrar og Gata sólarinnar

Málsnúmer 2013040143Vakta málsnúmer

Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2013.
Þrjár umsagnir bárust til viðbótar við áður innkomar umsagnir vegna skipulagslýsingar frá:
1) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dagsett 3. september 2013.
Þeir benda á mikilvægi þess að gerð verði grein fyrir hreinsivirkjum fyrir skólp og rými til stækkunar á hreinsivirkjum.
2) Umhverfisstofnun dagsett 7. ágúst 2013 sem ekki gerir athugasemdir en telur mikilvægt að ekki verði röskun á klettaborgunum við framkvæmdir í Kjarna og við Hamra.
3) Stjórn Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta, dagsett 16. júlí 2013.
a) Bent er á að um svæðið liggja fjórar háspennulínur.
b) Stjórnin telur að gera þurfi grein fyrir framtíðarlegu vega inn á svæðið.
c) Gert var ráð fyrir byggingarreit undir útileguskála (frá 1995) og leggur stjórnin til að þeim möguleika verði haldið inni.

Beiðni um umsagnir vegna skipulagstillögunnar voru sendar til Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. Svar hefur ekki borist frá Umhverfisstofnun en tímafrestur var til 25. september 2013.
Innkomið bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 18. júlí 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar tekið hefur verið tillit til eftirfarandi ábendinga:
a) Taka þarf út línu í töflunni yfir svæði 3.21.17F og endurskoða dálkinn "lýsing".
b) Rökstyðja þarf þær fullyrðingar að engar minjar séu á svæðinu.
c) Senda þarf Skipulagsstofnun afrit af umsögnum þeirra aðila sem leitað var til.
d) Gera þarf grein fyrir því hvernig vegtenging verður að tjaldsvæði.
e) Auka þarf litamun á uppdrætti á frístundarbyggðar- og íbúðarsvæðum.

Tilkynning um auglýsingu voru sendar til Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar, Heilbrigðiseftirlits NE, Hamra útilífsmiðstöðvar, Skógræktarfélagsins, Norðurorku, Minjastofnunar, Svæðisskipulagsnefndar og Landsnets.
Tvær athugasemdir bárust frá:
1) Hörgársveit dagsett 22. ágúst 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorku dagsett 3. september 2013. Þeir ítreka fyrri athugasemdir um að tvær lagnir á vegum Norðurorku liggja í grennd við frístundasvæðið við Götu sólarinnar sem hugsanlega þarf að færa og lendir kostnaður vegna færslu þeirra á þeim sem óskar eftir breytingum.

Svör við umsögnum um lýsingu:

1) Upplýsingar um hreinisvirki vegna skólps er að finna á deiliskipulagsuppdrætti og í greinargerð sem nú er í auglýsingu.

2) Gefur ekki tilefni til svars.

3) a) Háspennulínur við Hamra eru sýndar á aðalskipulagsuppdrætti en nánari grein er gerð fyrir línum í deiliskipulagstillögu sem nú er í auglýsingu.

b) Í aðalskipulagstillögunni er einungis sýnd vegtenging við Hamrasvæðið en nánari útlistun á vegakerfi svæðisins er sýnd á deiliskipulagsuppdrætti sem nú er í auglýsingu.

c) Umrætt svæði er utan skipulagsmarka.

Tekið var tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar sem fram koma í bréfi dagsettu 18. júlí 2013 og viðeigandi lagfæringar gerðar á uppdrætti og í greinargerð fyrir auglýsingu tillögunnar.

Svör við athugasemdum um skipulagstilllögu:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2) Tekið skal fram að umræddar lagnir eru utan skipulags frístundasvæðisins.

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti á fundinn kl. 08:35.

3.Aðalskipulagsbreyting vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis

Málsnúmer 2013040061Vakta málsnúmer

Tillagan var auglýst frá 21. ágúst til 2. október 2013.
Ein umsögn barst til viðbótar við áður innkomar umsagnir vegna skipulagslýsingar frá Umhverfisstofnun, dagsett 15. ágúst 2013:
Stofnunin telur mikilvægt að tekið sé tillit til þeirrar frístundastarfsemi sem fer fram á svæðinu með því að koma í veg fyrir hávaðamengun frá akstri og skotæfingum. Einnig er bent á mikilvægi þess að staðargróður sé notaður við uppgræðslu á svæðinu.

Beiðni um umsagnir á skipulagstillögu voru sendar til tíu umsagnaraðila:
Heilbrigðiseftirlits NE, umhverfisnefndar, íþróttaráðs, Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar, Norðurorku, Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.

Sex umsagnir bárust um skipulagstillöguna frá:
1) Norðurorku dagsett 3. september 2013.
Á skipulagssvæðinu er vatnstankur Norðurorku með tveimur lagnaleiðum. Lóð aksturssvæðisins er stækkuð og liggja því báðar lagnir innan þeirrar lóðar. Norðurorka bendir á að tryggja verður kvaðir vegna lagnanna svo hægt sé að þjónusta þær í framtíðinni.
2) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dagsett 3. september 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna en minnir á mikilvægi hljóðvarna og bendir á að uppsöfnun á blýi vegna skotsvæðis, kann að kalla á hreinsun yfirborðs.
3) Hörgársveit dagsett 22. ágúst 2013 og 20. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
4) Vegagerðinni dagsett 4. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
5) Íþróttaráði dagsett 6. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
6) Umhverfisnefnd dagsett 10. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.

Svör við umsögnum um skipulagstilllögu:

1) Ekki er gerð grein fyrir kvöðum um lagnir í aðalskipulagstillögu en slíkt mun verða gert í deiliskipulagstillögu sem er í vinnslu.

Aðrar umsagnir gefa ekki tilefni til svars.

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

4.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024

Málsnúmer 2011100003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. september 2013 frá Bjarna Kristjánssyni þar sem hann f.h. svæðisskipulagsnefndar óskar samþykktar bæjarstjórnar á afgreiðslu svæðisskipulagsnefndarinnar á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og umsögnum hennar um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma ásamt tillögu að breytingu á tillögunni eftir auglýsingu hennar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu svæðisskipulagsnefndarinnar og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.

5.Melateigur 11 - fyrirspurn um byggingarleyfi sólstofu

Málsnúmer 2011080027Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Melateigs 11 var grenndarkynnt frá 4. september til 2. október 2013.
Ein athugasemd barst frá Torfhildi S. Þorgeirsdóttur og Leifi Brynjólfssyni, Melateig 13, þar sem þau telja að útsýn úr borðstofu og stofu íbúðar þeirra muni skerðast verulega og geti leitt til verðrýrnunar eignar þeirra.

Þar sem öll fylgigögn voru ekki send með fyrri grenndarkynningargögnum felur skipulagsnefnd skipulagsstjóra að senda umrædd gögn á grenndarkynningaraðila.

6.Grímseyjargata 1 - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2013100037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. október 2013 þar sem Einar Guðmundsson f.h. Búvíss ehf. óskar eftir að lóð Grímseyjargötu 1 verði minnkuð að Grímseyjargötu, eins og hún er staðsett í dag, en í staðinn verði lóðin stækkuð til vesturs að Laufásgötu og að heimilt verði að útbúa bílastæði þar með aðkomu frá Laufásgötu, sjá meðfylgjandi teikningu.

Skipulagsnefnd bendir á að Laufásgata er tengibraut og því ekki æskilegt að bakkað sé yfir gangstétt og út á götuna og hafnar því erindinu.

7.Langholt 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 2012020191Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 22. febrúar 2012, sem frestað var á fundi skipulagsnefndar 29. febrúar 2013, þar sem Magnús V. Snædal lagði fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir bílgeymslu norðan við hús hans að Langholti 10. Innkomin umbeðin drög að bílgeymslu bárust 12. september 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.

8.Hálönd - framkvæmdaleyfi fyrir vatnslögn

Málsnúmer 2013090250Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. september 2013 þar sem Stefán Steindórsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna vatnslagnar að Hálöndum. Meðfylgjandi er loftmynd sem sýnir legu lagnarinnar.
Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt vegna þessa liðar. Skipulagsnefnd hafnar vanhæfi.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn um legu lagnarinnar og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.- g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Framkvæmdin skal unnin í nánu samstarfi við framkvæmdadeild Akureyrarbæjar hvað varðar endanlegan yfirborðsfrágang vegna lagnar. 

9.Fjölnisgata 6a - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2012121215Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. desember 2012, þar sem eigendur Fjölnisgötu 6A, Félag málmiðnaðarmanna, Girðingarvinna, Prís ehf., Múriðn ehf., Fjölnir ehf. og Dexta orkutæknilausnir ehf. sækja um stækkun lóðar að lóðinni Fjölnisgötu 4B.
Meðfylgjandi eru teikningar og umsókn.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur lóðarskrárritara að gefa út yfirlýsingu um breytta lóðarstærð og afmörkun hennar.

10.Glerárgata 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2013090058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2013 þar sem Meltuvinnslan ehf., kt. 571297-3029, sækir um lóð nr. 3 við Glerárgötu.

Frestað.

11.Hríseyjarbryggja landnr. 175506 - beiðni um lóðarsamning

Málsnúmer 2013090097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. september 2013 frá Auði Harðardóttur þar sem hún f.h. Olíudreifingar ehf., kt. 660695-2069, óskar eftir að félaginu verði afmörkuð og úthlutað lóð á Hríseyjarbryggju undir dælu- og afgreiðsluhús sem þar stendur og að gefinn verði út lóðarsamningur fyrir lóðinni.
Jákvæð umsögn Hafnasamlags Norðurlands barst 23. september 2013 þar sem samþykkt er að þeir fái lóð undir húsið að sömu stærð og það er.

Skipulagsnefnd samþykkir að skilgreina lóð undir húsinu að sama þekjuflatarmáli og það er og felur lóðarskrárritara að gefa út lóðarsamning fyrir lóðinni.

12.Saltnes í Hrísey - umsókn um afnot af svæði

Málsnúmer 2013090248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. september 2013 þar sem Ingimar Ragnarsson f.h. Hverfisráðs Hríseyjar, sækir um afnot af svæði NV við Saltnes í Hrísey fyrir vélhjólasport. Meðfylgjandi er loftmynd af svæðinu.

Skipulagsnefnd samþykkir afnot af umbeðnu svæði tímabundið til 30. september 2015.

13.Klukkustæði - tillögur 2013

Málsnúmer 2013090034Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti 11. september 2013 tillögu framkvæmdaráðs um að þremur bílastæðum fyrir framan Hafnastræti 11 verði breytt í 2ja klst. stæði. Borist hefur athugasemd frá Antoni Ólafssyni vegna breytingarinnar en hann er ósáttur við að geta ekki lagt bílum sínum í stæðin fyrir framan Laxdalshús.

Skipulagsnefnd bendir á að Laxdalshús er elsta hús Akureyrar og því mikilvægt að ásýnd þess og umhverfi sé til fyrirmyndar. Bent skal á að austan Hafnarstrætis við Búðarfjöru eru almenn bílastæði sem nýta má án tímatakmarkana.

14.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 11. september 2013. Lögð var fram fundargerð 460. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum.

Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 18. september 2013. Lögð var fram fundargerð 461. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.

Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 25. september 2013. Lögð var fram fundargerð 462. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum.

Lagt fram til kynningar.

17.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 2. október 2013. Lögð var fram fundargerð 463. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.