Félagsmálaráð

1167. fundur 26. júní 2013 kl. 14:00 - 17:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson varaformaður
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Sif Sigurðardóttir
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagserindi 2013 - áfrýjanir

Málsnúmer 2013010061Vakta málsnúmer

Elínborg Sigríður Freysdóttir ráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Formúlan - Vinnumarkaðsþjálfun fyrir ungt fólk 2013

Málsnúmer 2013050310Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samstarfssamningi milli samfélags- og mannréttindadeildar og fjölskyldudeildar um vinnumarkaðsþjálfun fyrir ungt fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá Akureyrarbæ.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

3.Sérfræðiþjónusta við skóla

Málsnúmer 2010030028Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi á skóladeild mættu á fundinn og gerðu grein fyrir skýrslu starfshóps um endurskoðun á sérfræðiþjónustu Akureyrarbæjar í málefnum barna og ungmenna dags. 18. júní 2013.
Félagsmálaráð þakkar Karólínu og Þuríði fyrir kynningu á efni skýrslunnar og starfshópnum fyrir vel unnin störf og felur framkvæmdastjórum fjölskyldudeildar og heilsugæslu að halda áfram með úrvinnsluna.

4.Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2013

Málsnúmer 2013010124Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Heiðrún Björgvinsdóttir rekstrarstjóri ÖA, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar fóru yfir fimm mánaða rekstur sinna deilda.

Félagsmálaráð þakkar upplýsingarnar.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlunarferlið og forsendur og rammi vegna fjárhagsáætlunar fyrir þær deildir er heyra undir félagsmálaráð (102) lagt fram til kynningar.
Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 16:38

6.Samband íslenskra sveitarfélaga - félagsþjónustunefnd

Málsnúmer 2012020043Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar 11. - 17. fundargerð félagsþjónustunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2012 og 2013.

7.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga

Málsnúmer 2009110111Vakta málsnúmer

Fundargerð 13. fundar bakhóps vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga haldinn 22. febrúar 2013 lögð fram til kynningar.

8.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Fundargerð samráðsfundar Félags eldri borgara og fulltrúa búsetudeildar Akureyrarbæjar lögð fram til kynningar og umræðu.

Framkvæmdastjóra búsetudeildar falið að fylgja eftir ábendingum.

9.Félagsmálaráð - starfsemi 2010-2014

Málsnúmer 2010060081Vakta málsnúmer

Fundaráætlun félagsmálaráðs ágúst til desember 2013 lögð fram til samþykktar

Félagsmálaráð samþykkir fundaráætlunina.

Fundi slitið - kl. 17:40.