Bæjarráð

3390. fundur 21. nóvember 2013 kl. 09:00 - 11:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Northern Forum 2013

Málsnúmer 2013020296Vakta málsnúmer

Lagðar fram yfirlýsingar og samþykktir frá allsherjarþingi Northern Forum, sem haldið var í Moskvu dagana 15.- 19. október sl.
Fulltrúar Akureyrarbæjar á þinginu, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir bæjarfulltrúi og Sigríður Stefánsdóttir verkefnisstjóri samskipta sögðu frá þinginu.

2.Eining-Iðja - ósk um upplýsingar varðandi gjaldskrár 2014

Málsnúmer 2013110081Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. nóvember 2013 frá Birni Snæbjörnssyni formanni Einingar-Iðju þar sem hann óskar eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um hvort áætlað sé í fjárhagsáætlun að hækka gjaldskrár fyrir árið 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

3.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2014

Málsnúmer 2013100087Vakta málsnúmer

Lögð fram 157. fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2014 og áætlaðri kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga 2014.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.

4.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2014

Málsnúmer 2013110131Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2014:

a) I) Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,38% af fasteignamati húsa og lóða.
II) Fasteignaskattur hesthúsa verði 0,625% af fasteignamati húsa og lóða.

b) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.

c) Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið verði 1,65% af fasteignamati húsa og lóða.

d) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.

e) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.

f) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis .....

g) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum .....

h) Fráveitugjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.

Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2014 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 10.000 kr., er 3. febrúar 2014. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram. Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur hvers mánaðar eftir álagningu.

Bæjarráð samþykkir liði a) til e) og lið h) í framlagðri tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2014 ásamt tillögu um gjalddaga fasteignagjalda og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðum f) og g).

5.Álagning gjalda - útsvar 2014

Málsnúmer 2013110130Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að útsvarsprósentan í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2014 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt eða 14,48%.
Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði óbreytt eða 14,48% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

7.Önnur mál

Málsnúmer 2013010046Vakta málsnúmer

a) Umræður um siðareglur bæjarfulltrúa.
b) Umræður um stöðu reksturs Kaffihúss í Lystigarðinum.

Fundi slitið - kl. 11:50.