Skipulagsnefnd

164. fundur 11. september 2013 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Brynjar Davíðsson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá
Brynjar Davíðsson L-lista mætti í forföllum Árna Páls Jóhannssonar aðalmanns.

1.Kjarnaskógur og Hamrar - deiliskipulag (SN090096)

Málsnúmer 2010030017Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 3. júlí 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Tillaga var unnin af Hermanni Gunnlaugssyni hjá Storð ehf.
Umsagnir og athugasemdir bárust:
1) Landsnet dagsett 3. júlí 2013.
Bent er á að ekki er minnst á nein viðmið varðandi rafmagnsöryggismál og mælir fyrirtækið með því að slík viðmið verði skilgreind.
2) Víðir Gíslason dagsett 7. júní 2013.
Telur brýnt að skipuleggja lagnaleið fyrir flutning raforku með jarðstengjum.
Telur að greina eigi frá 11kV háspennulína í greinargerð.
Einnig þarf að meta í heild áhrif háspennulína á starfsemi á svæðinu.
3) Mannvirkjastofnun dagsett 15. júlí 2013.
Leggur áherslu á að brunavarnir séu hafðar í huga og mælir með því að gerð verði brunahönnun af skipulagssvæðinu.
4) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra dagsett 11. ágúst 2013.
Ekki er gerð athugasemd en vakin athygli á mikilvægi þess að gerð sé grein fyrir fráveitum og hreinsivirkjum fyrir skólp á svæðinu.
5) Umhverfisstofnun dagsett 9. ágúst 2013.
a. Umhverfisstofnun bendir á að mikilvægt sé að upplýsingar um fráveitu frá starfsemi á svæðinu komi skýrt fram á deiiskipulagi.
b. Einnig er bent á að mikilvægt sé að hlífa sérkennilegum hömrum á svæðinu.
6) Hamrar útilífs- og umhverfismiðstöð skáta dagsett 16. júlí 2013.
a. Stjórn Hamra telur að gera þurfi grein fyrir 11kV háspennulínu og jarðstreng sem liggur um svæðið á uppdrætti.
b. Gera þarf grein fyrir framtíðarlegu vegar inn á svæðið og telur veg henta vel eins og hann er sýndur á deiliskipulagstillögu frá 2010.
c. Stjórnin leggur til að tillögu um útileguskála skátafélagsins verði haldið inni.

Svar við umsögunum og athugasemdum:

1)  Á skipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir legu raflagna gegn um skipulagssvæðið og helgunarsvæði þeirra og í greinargerð með skipulaginu er gerð nánari grein fyrir lögnunum og takmörkun nýtingar innan helgunarsvæðis þeirra.

2)  Á skipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir legu 11kV háspennulína og takmörkunum á nýtingu svæðisins vegna þeirra.

Varðandi flutningsleiðir raforku og gerð þeirra lagna þá verður það gert þegar þar að kemur með breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar.

3)  Slökkviliði Akureyrar verður send beiðni um umsögn þess um deiliskipulagstillöguna.

4)  Gerð er grein fyrir staðsetningu rotþróa á deiliskipulagssvæðinu í deiliskipulagstillögunni og fyrir framtíðaráformum um fráveitu í greinargerð.

5)  a. Sjá svar við lið 4.

b. Ekki er gert ráð fyrir að hömrum á svæðinu verði raskað.

6)  a. Sjá svar við lið 1.

b.  Á deiliskipulagsuppdrætti er sýnd framtíðarlega vegar inn á svæðið.

c.  Umræddur útileguskáli er utan þessa skipulagssvæðis.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Miðbær Akureyrar, deiliskipulag norðurhluta - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Glerárgötu 3, 5 og 7

Málsnúmer 2013090038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2013 frá Viðari Marinóssyni þar sem hann f.h. Meltuvinnslunnar ehf., kt. 571297-3029, sækir um eftirfarandi:
1. Úthlutun á lóð nr. 3 við Glerárgötu.
2. Að lóðir nr. 3 og 5 við Glerárgötu verði sameinaðar í eina lóð.
3. Leyfi til að byggja íbúðarhótel á þeim lóðum.
4. Breyta notkun Glerárgötu 7 í hótel ásamt stækkun á húsinu.
5. Breytingu á deiliskipulagi þ.e. að auka leyfilegt byggingarmagn á lóðunum.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við starfshóp um miðbæjarskipulag og skipulagsstjóra. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd frestar beiðni um úthlutun lóðarinnar nr. 3 við Glerárgötu.

3.Austursíða athafnasvæði - umsókn um breytingu á skipulagi Austursíðu 2

Málsnúmer 2013090041Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. ágúst 2013 en móttekið 9. september 2013 frá Einari Þorsteinssyni þar sem hann f.h. Reita I, kt. 510907-0940, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Austursíðu 2 þar sem um er að ræða breytingu á fyrirkomulagi bílastæða og umferðarleið innan lóðarinnar auk þess sem athafnasvæði fyrir þungaflutninga er aukið. Meðfylgjandi er tillaga vegna umbeðinna breytinga.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagsstjóra. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um óverulega breytingu er að ræða á fyrirkomulagi bílastæða og akstursleiða innan lóðar.

4.Álfabyggð 4 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2013070071Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júlí 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Reglu Karmelsystra ahgh. jesús, kt. 410601-3380, sendir inn fyrirspurn vegna stækkunar á húsi nr. 4 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlunarferli, forsendur og rammi vegna fjárhagsáætlunar 2014 fyrir skipulagsnefnd/deild (109).

Lagt fram til kynningar.

6.Klukkustæði tillögur 2013

Málsnúmer 2013090034Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð samþykkti 6. september s.l. að vísa til skipulagsnefndar tillögu um að þremur bílastæðum fyrir framan Hafnastræti 11 verði breytt í 2ja klst. stæði og að ellefu bílastæðum við Strandgötu 49 verði breytt í 2ja klst. stæði og sex bílastæðum við Geislagötu 9 sunnan við Ráðhúsið verði breytt í 2ja klst. stæði.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.

7.Reglur um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri

Málsnúmer 2005080075Vakta málsnúmer

Endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri.

Skipulagsnefnd leggur til að reglunum verði vísað til vinnuhóps um endurskoðun þeirra sem skipaður yrði tveim fulltrúum skipulagsnefndar, einum fulltrúa Akureyrarstofu og einum fulltrúa miðbæjarsamtaka Akureyrar.

Skipulagsnefnd tilnefnir Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Edward Hákon Huijbens í vinnuhópinn og óskar eftir tilnefningu fulltrúa Akureyrarstofu og miðbæjarsamtakanna í vinnuhópinn.

8.Súluvegur 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2013090048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um lóð nr. 2 við Súluveg. Fyrirhuguð afnot eru afgreiðslustaður fyrir metan á bifreiðar.





Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu málsins en skipulagnefnd hafnaði.



Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.





9.Norðurgata 5-7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2013090050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2013 þar sem Ösp sf, trésmiðja, kt. 590279-0219, sækir um lóð nr. 5-7 við Norðurgötu. Meðfylgjandi er staðfesting frá Landsbankanum.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi fór af fundi kl. 9:00.

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 28. ágúst 2013. Lögð var fram fundargerð 458. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.

Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 4. september 2013. Lögð var fram fundargerð 459. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 15 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.