Málsnúmer 2012040094Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi dags. 19. nóvember 2013 frá lögfræðistofunni Landslögum vegna breytinga á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 varðandi þéttbýlismörk og fleira.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi S-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara erindinu.