Skólanefnd

10. fundur 20. júní 2013 kl. 14:00 - 16:50 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Valdís Anna Jónsdóttir
  • Áslaug Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Valur Sæmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
Dagskrá

1.Stærðfræðikennsla í 10. bekk - ábending um þörf á endurskoðun hennar

Málsnúmer 2013050195Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Kamilla Dóra Jónsdóttir og Helena Rut Pétursdóttir sem fulltrúar hóps fjögurra nemenda í MA sem komu fram með ábendingar um stærðfræðikennslu í 10. bekk grunnskóla. Þær kynntu sjónarmið hópsins á fundinum og svöruðu spurningum.

Skólanefnd þakkar Kamillu og Helenu fyrir framlag þeirra og hópsins alls.

Skólanefnd samþykkir að beina því til fræðslustjóra að taka þessar ábendingar til skoðunar og úrvinnslu í samstarfi við skólastjóra.

2.Sérfræðiþjónusta við skóla

Málsnúmer 2010030028Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi á skóladeild mættu á fundinn og gerðu grein fyrir skýrslu starfshóps um endurskoðun á sérfræðiþjónustu Akureyrarbæjar í málefnum barna og ungmenna dags. 18. júní 2013.

Skólanefnd þakkar Karólínu og Þuríði fyrir kynningu á efni skýrslunnar.

Skólanefnd felur fræðslustjóra að kynna efni skýrslunnar fyrir skólastjórum og öðrum hagsmunaaðilum og kalla eftir viðbrögðum við þeim tillögum sem þar eru settar fram.

3.Dagforeldrar - ósk um endurskoðun á samningi

Málsnúmer 2013010308Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagður nýr samningur um daggæslu í heimahúsum sem er niðurstaða viðræðna við dagforeldra, sem hafa staðið yfir undanfarna mánuði.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

4.Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar - 2013-2018

Málsnúmer 2011020012Vakta málsnúmer

Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu mætti á fundinn og kynnti menningarstefnudrög 2013-2018.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

5.Langtímaáætlun - fræðslumál

Málsnúmer 2013020252Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar 10 ára áætlun um fræðslumál hjá Akureyrarkaupstað

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Forsendur og rammi vegna fjárhagsáætlunar 2014 lagður fram til kynningar.

7.Viðurkenningar skólanefndar 2013

Málsnúmer 2013060194Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar niðurstöður valnefndar vegna viðurkenninga skólanefndar árið 2013.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu valnefndar.

Skólanefnd samþykkir að bjóða til athafnar í Hömrum í Hofi fimmtudaginn 27. júní næstkomandi kl. 17:00.

Fundi slitið - kl. 16:50.