Bæjarráð

3393. fundur 12. desember 2013 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Sigurður Guðmundsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 249. fundar stjórnar Eyþings dags. 21. nóvember 2013.
Fundargerðina má finna á slóðinni: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1

2.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010212Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 52., 53. (aðalfundur) og 54. fundar hverfisnefndar Naustahverfis dags. 17. október, 7. nóvember og 1. desember 2013.
Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/naustahverfi/fundargerdir-naustahverfi

Fundargerðir 52. og 53. fundar (aðalfundar) eru lagðar fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð vísar 5. og 6. lið fundargerðar 54. fundar til framkvæmdadeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

3.Tækifæri hf - forkaupsréttur á hlutabréfum

Málsnúmer 2013120033Vakta málsnúmer

Erindi dags. 3. desember 2013 frá framkvæmdastjóra Tækifæris hf þar sem Akureyrarbæ er boðið að neyta forkaupsréttar á hlutabréfum í hlutfalli við hlutafjáreign sína í félaginu. Frestur hluthafa til að ganga inn í tilboðið er til 1. febrúar 2014.

Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti Akureyrarkaupstaðar á hlutafé í Tækifæri hf.

4.Minjasafnið á Akureyri - aðalfundur 2013

Málsnúmer 2013120038Vakta málsnúmer

Erindi dags. 28. nóvember 2013 frá Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra f.h. stjórnar Minjasafnsins á Akureyri þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 19. desember nk. kl. 16:00 í sal Zontaklúbbsins á Akureyri að Aðalstræti 54. Óskað er eftir að þátttaka verði tilkynnt í síðasta lagi mánudaginn 16. desember nk.

Bæjarráð felur Þórgný Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.

5.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2013100131Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 5. desember 2013. Fundargerðin er í 4 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið a) og 3. lið til framkvæmdadeildar, 1. lið b) og c) til skipulagsdeildar.

2. liður:  Ekki stendur til að breyta aðkomu sveitarfélagsins að frekari niðurgreiðslu fargjalda í Hríseyjarferjuna.

4. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

6.Fráveita Akureyrarbæjar - flutningur til Norðurorku hf

Málsnúmer 2013100211Vakta málsnúmer

Í bæjarráði þann 24. október 2013 var rætt um hugsanlegan flutning á fráveitu Akureyrarbæjar til Norðurorku hf. Bæjarráð fól bæjarfulltrúunum Oddi Helga Halldórssyni L-lista og Guðmundi Baldvini Guðmundssyni B-lista, ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna áfram að málinu.
Staða málsins kynnt.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vöktu Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista á því athygli að þau teldu sig vanhæf að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt samhljóða.
Halla Björk Reynisdóttir og Geir Kristinn Aðalsteinsson viku af fundi við kynningu og umræðu málsins.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 5. nóvember 2013:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2014
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2015
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2014-2017

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Fráveita Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Heilsugæslustöðin á Akureyri
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar

Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 11:00.