Skipulagsnefnd

237. fundur 29. júní 2016 kl. 08:00 - 11:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðasvæði - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030149Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 11. maí með athugasemdafresti til 22. júní 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn 26. apríl 2016 þar sem drög að skipulaginu voru kynnt almenningi.


Þrjár athugasemdir bárust:

1) Jóhann Sigurjónsson og Valgerður Franklín, dagsett 10. júní 2016.

Þau vilja að lóðalínan milli Eyrarlandsvegar 16 og 20 liggi við suðurbrún lóðarveggjar og allur veggurinn verði á lóð nr. 16. Er það í samræmi við eignarhlutföll í lóðasamningum beggja lóða.

2) Ríkiseignir, dagsett 14. júní 2016.

Í tölvupósti eru ítrekaðar fyrri athugasemdir frá 3. nóvember 2014 og 12. febrúar 2015.

Farið er fram á að núverandi skipan bílastæða við Menntaskólann verði staðfest, samanber hjálagða reyndarteikningu.

3) Stefán Geir Þórisson hrl. fyrir hönd eiganda Eyrarlandsvegar 20, dagsett 15. júní 2016.

a) Gerð er athugasemd við byggingarreit fyrir bílskúr á lóð nr. 3 við Möðruvallastræti. Mikill hæðarmunur er á lóðunum og mun bílskúr varpa skugga á útivistarhluta Eyrarlandsvegar 20 og skerða útsýni.

b) Gerð er athugasemd við lóðarmörk milli Eyrarlandsvegar 16 og 20 og farið fram á að stoðveggur á lóðarmörkum verði innan lóðar númer 20. Sé það í samræmi við lóðarsamning frá 1927.


Þrjár umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 20. júní 2016.

Ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagstillöguna. Minjastofnun er tilbúin að kanna nánar þá hugmynd að húsin við Eyrarlandsveg 22 og Möðruvallastræti 2 verði mögulega friðlýst. Vakin er athygli á 2. málsgrein 24. greinar laga um menningarminjar.

2) Norðurorka, dagsett 27. júní 2016.

Engar athugasemdir eru gerðar.

3) Minjastofnun Íslands, vegna húsakönnunar, dagsett 28. júní 2016.

Könnunin er að öllu leyti afar vel unnin, fræðileg vinnubrögð og framsetning efnis til fyrirmyndar.

Greining og mat á varðveislugildi húsa og heilda er skýrt fram sett og vel rökstutt.

Minjastofnun Íslands gerir engar athugasemdir við könnunina.
Svör við athugasemdum:


1) Fyrir liggja lóðasamningar vegna Eyrarlandsvegar 16 og 20 frá árunum 1925 og 1929. Ekki er hægt að ganga út frá nákvæmum lóðamörkum með óyggjandi hætti á grundvelli þessara samninga, þar sem ósamræmi er milli þeirra. Til að gæta jafnræðis er samþykkt að lóðalínan verði í miðjum lóðavegg ofanfrá séð og þaðan í beinu framhaldi af miðjum veggnum út í gangstétt.

2) Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemd Ríkiseigna þar sem fyrirhugaðar gróðureyjur á vestara bílastæðinu eru meðal annars til að minnka líkur á að stæðin séu notuð sem "spólsvæði" með tilheyrandi hávaðamengun fyrir hótelgesti og íbúa í nágrenninu. Eystra stæðið verður eftir sem áður hindrunarlaust með tilliti til þess að stórir langferðabílar geti athafnað sig þar ásamt því að komast að og frá aðkomusvæði hótelsins.Varðandi vandræði með snjómokstur á bílastæðum með gróðureyjum þá eru öll bílastæði á lóð MA norðan aðkomuvegar frá Þórunnarstræti með gróðureyjum ásamt stórum bílastæðum við aðrar menntastofnanir í bænum eins og VMA og HA. Ef stæði þessu eru merkt með stikum á veturna má koma í veg fyrir skemmdir á kantsteinum og gróðri.

3)

a) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd er varðar byggingarreit fyrir bílskúr á lóð númer 3 við Möðruvallastræti og verður ekki gert ráð fyrir byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðinni.

b) Fyrir liggja lóðasamningar vegna Eyrarlandsvegar 16 og 20 frá árunum 1925 og 1929. Ekki er hægt að ganga út frá nákvæmum lóðamörkum með óyggjandi hætti á grundvelli þessara samninga þar sem ósamræmi er milli þeirra. Til að gæta jafnræðis er samþykkt að lóðalínan verði í miðjum lóðavegg ofanfrá séð og þaðan í beinu framhaldi af miðjum veggnum út í gangstétt.


Skipulagsnefnd tekur undir tillögu sem sett er fram í húsakönnun um friðlýsingu Eyrarlandsvegar 22 og Möðruvallastrætis 2. Einnig er samþykkt að húsaröðin við Eyrarlandsveg 12-24 og húsaröðin við Eyrarlandsveg 27-35 njóti hverfisnefndar sem einnig verður skilgreind í aðalskipulagi.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

2.Aðalstræti 66 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016060003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2016 þar sem Guðlaug Erna Jónsdóttir, fyrir hönd Hrafnkells Marínóssonar, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 66. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu og umsögn Minjastofnunar Íslands. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við framkvæmdina en sérteikningar af gluggum, hurðum og svölum skal senda til stofnunarinnar til umsagnar og samþykktar. Huga þarf sérstaklega að fornleifum í jörðu við allt jarðrask.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga númer 123/2010.

3.Hafnarstræti 71 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016020081Vakta málsnúmer

Tekin til afgreiðslu tillaga að breytingu utanhúss á húsi númer 71 við Hafnarstræti. Mænishæð hækkar um 1,1 metra, tveimur kvistum bætt á austurhlið, svölum bætt við á vesturhlið og kvisti breytt. Skipulagstillagan var auglýst frá 11. maí með athugasemdarfresti til 22. júní 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Engin athugasemd barst.
Á grundvelli e liðar 4. greinar Samþykktar um skipulagsnefnd Akureyrar samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

4.Hótel Kjarnalundur lnr. 150012 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Kjarnalundar ehf., kennitala 541114-0330, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hótel Kjarnalund, Kjarnalundur landnúmer 150012. Meðfylgjandi eru gögn.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

5.Hafnarstræti 26 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Laxagötu ehf., kennitala 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð númer 26 við Hafnarstræti.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. málsgrein 43. greinar skipulagslaga númer 123/2010.

6.Hofsbót 1 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2016 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Hofs Fasteignafélags hf., kennitala 600516-0780, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð númer 1 við Hofsbót.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

7.Hofsbót 3 og 5 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Vars þróunarfélags ehf., kennitala 610515-0370, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir númer 3 og 5 við Hofsbót. Meðfylgjandi eru gögn.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

8.Tónatröð 10-14 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060124Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2016 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Lækjarsels ehf., kennitala 640314-0280, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðir 10-12 við Tónatröð.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu eins og það liggur fyrir.

9.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að deiliskipulagi Hvannavallareits í samræmi við bókun nefndarinnar 22. júní síðastliðinn. Drögin eru unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknisofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsett 24. júní 2016.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt en því var hafnað.


Skipulagsnefnd samþykkir að haldinn verði almennur kynningarfundur á skipulagstillögunni.

10.Glerárgata 32 - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2016050060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd G30 fasteigna ehf., kennitala 661013-1920, sækir um viðbyggingu við Glerárgötu 32. Skipulagsnefnd synjaði erindinu á fundi 11. maí 2016. Nýtt erindi dagsett 22. júní 2016 og nýjar teikningar eru nú lagðar fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið samkvæmt 1. málsgrein 44. greinar skipulagslaga númer 123/2010.

11.Skipagata 12 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrirhönd GB2015 ehf., kennitala 440515-0450, sækir um breytingar fyrir Skipagötu 12. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016. Ný gögn bárust dagsett 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Hrappsstaðir - fyrirspurn

Málsnúmer 2016060091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2016 þar sem Jóhann Freyr Jónsson leggur inn fyrirspurn varðandi flutning á sumarhúsi á lóð Hrappstaða. Meðfylgjandi eru myndir. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugaemdir við erindið og vísar því til afgreiðslufundar skipulagsstjóra.

13.Gerðahverfi - fyrirspurn um deiliskipulag og lóðarúthlutun

Málsnúmer 2016050162Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 14. lið a) úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Ólafur Héðinsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

a) Vill fá að vita hvað líður hverfisúttekt og deiliskipulagi Gerðarhverfis. Hann hefur áhuga á að fá að byggja bílskúra við raðhúsið sitt Dalsgerði 5D í félagi við fleiri og óskar eftir lóð undir slíkt mannvirki.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Verið er að vinna að deiliskipulagi eldri hverfa á Akureyri, en enn er ekki slík vinna hafin fyrir Gerðahverfi. Engin laus lóð fyrir bílskúra er því til í hverfinu.

14.Aðalstræti 4, Gamla Apótekið, breytt skráning

Málsnúmer 2015120028Vakta málsnúmer

Erindið Minjaverndar dagsett 24. nóvember 2015 um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, það er íbúðahótel, var grenndarkynnt frá 9. maí með athugasemdafresti til 6. júní 2016.

Tvær athugasemdir bárust:

1. Jóhann Heiðar Sigtryggsson mótmælir fyrirhuguðum breytingum fyrir Aðalstræti 4. Mikið ónæði sé nú þegar frá ísbúðinni í Aðalstræti 3 og svæðið þoli ekki meiri umgang.

2. Inga Elísabet Vésteinsdóttir og Orri Harðarson.

a) Nágrannar Aðalstrætis 4 fara fram á að umferðarmál á svæðinu verði endurskoðuð vegna mikillar aðsóknar í fyrirtæki á svæðinu.

b) Meðfylgjandi er tillaga að breytingum á umferðarmálum á svæðinu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd tekur undir innkomnar athugasemdir og samþykkir því að einungis verði leyfðar 3 hótelíbúðir í húsinu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þess.

15.Aðalstræti - umferðamál

Málsnúmer 2016060166Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júní 2016 frá Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur þar sem hún fyrir hönd fleiri íbúa og verslunareigenda í Innbænum, leggur fram kröfu um að veruleg endurskipulagning verði gerð á umferðarskipulagi svæðisins. Meðfylgjandi er undirskriftalisti og kort.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

16.Rútustæði í og við miðbæ

Málsnúmer 2016060118Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að svæðum fyrir skammtíma og langtíma rútustæði. Jónas Vigfússon og Tómas Björn Hauksson komu á fundinn og kynntu tillöguna.
Skipulagsnefnd þakkar Jónasi og Tómasi fyrir kynninguna. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsstjóri í samráði við framkvæmdadeild útfæri tímabundna lausn fyrir sumarið.

17.Íþróttahöll og sundlaug - hættuleg umferð

Málsnúmer 2015120012Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 3. desember 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 15. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. nóvember 2015.

Jóhanna Bára Þórisdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Jóhanna býr í Skólastíg 13 og vill vara við hættu af hættulegri umferð við Íþróttahöllina og Sundlaugina á morgnana. Hún telur að það þurfi að breyta inn- og útkeyrslu á planið frá Skólastígnum.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Til er deiliskipulag fyrir svæðið þar sem önnur aðkoma er að lóðinni. Skipulagsnefnd beinir því til Fasteigna Akureyrar að hefja breytingar á aðkomunni til samræmis við deiliskipulag.

18.Lækjargata - umferðarmál

Málsnúmer 2015120116Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 17. desember 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 1. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 10. desember 2015.

Smári Björnsson Lækjargötu 9, hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Smári bendir á mikinn hraða á ökutækjum í Lækjargötunni og mikla umferð. Spyr hvort hægt sé að setja a.m.k. merki til að draga úr hraðanum. Myndi vilja sjá hraðahindrun í götunni eða þrengingu. Efsti hluti götunnar er malarvegur og kom til tals hvernig ætti að ganga frá götunni endanlega. Smári kom inn á að hann vildi halda götunni opinni og ekki gera hana að botnlanga.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

19.Hjalteyrargata - vöntun á gangbraut

Málsnúmer 2016040141Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 2. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Þórhalla Jónsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Þórhalla vildi benda á að það vantar gangbraut á Hjalteyrargötu í grennd við Vífilfell. Hún sækir vinnu á slippsvæðinu. Það vinna margir austan Hjalteyrargötu og stoppistöðin við Vífilfell, þar sem hún fer út úr vagninum á strætisvagnaleiðinni, sem hún notar úr Síðuhverfi er að vestanverðu. Hún hefur nýtt sér þjónustu strætisvagnanna síðastliðin 10 ár. Umferðin sé hröð og gatnamótin Tryggvabraut/Hjalteyrargata séu erfið fyrir fótgangandi vegna stærðar þeirra.

Hún bendir einnig á að við gatnamót Undirhlíðar og Krossanesbrautar séu heldur engar gangbrautir. Vill einnig sjá betri staðsetningar á strætóskýlum við Hjalteyrargötu og Krossanesbraut.
Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu rammahluta aðalskipulags Oddeyrar, deiliskipulags Holtahverfis og endurskoðun leiðakerfis strætó.

20.Ásatún - hröð og vaxandi umferð

Málsnúmer 2016040142Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 20. apríl 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 6. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 14. apríl 2016.

Ásta Hansen hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Ásta býr í Ásatúni og kvartar yfir mikilli og hraðri umferð um götuna. Mikið sé um stóra bíla og traktora.

Hún spyr hvort gatan og innkeyrslan við Bónus og inn í Ásatúnið eigi að anna allri þeirri umferð sem komi þegar íbúar í þeim fimm blokkum sem verið er að byggja við Ásatúnið bætist við?

Spyr hvort ekki þurfi að breyta innkeyrslunni inn í Ásatúnið við Bónus.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

21.Naustahverfi - umferðarmál

Málsnúmer 2016040224Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2015, þar sem Margrét Erna Blomsterberg óskar eftir að gatnamótin upp úr Ásatúninu verði lagfærð.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

22.Naustahverfi - umferðarmál

Málsnúmer 2016040224Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 2. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Ólafur Þorsteinn Ólafsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Vildi hann vita hvort ekki væri hægt að útfæra nýja útkeyrslu úr Naustahverfi.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

23.Naustahverfi - umferðarmál

Málsnúmer 2016040224Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 12. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 28. apríl 2016.

Hjördís Dísmundsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hún telur að það þurfi að laga gatnakerfið í Naustahverfi, sérstaklega gatnamót Ásatúns og Kjarnagötu á móts við Bónus. Henni finnst mörg gatnamótin í hverfinu of þröng, sem geti valdið slysahættu. Hún bendir einnig á möguleikann að tengja Naustahverfið við Þórunnarstræti með vegtengingu sem hún telur að myndi létta mikið á umferð að og frá hverfinu. Hún bendir á að hraðakstur sé of mikill í Tjarnartúni og telur að það þurfi að setja hraðahindrun í götuna á móts við raðhúsin að austanverðu við götuna.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

24.Undirhlíð og Krossanesbraut - umferðarmál

Málsnúmer 2016050153Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Pálmi Gunnarsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hann hefur áhyggjur af þungaflutningum við Undirhlíð og benti á hættuna samfara þeim. Hann vildi vita hvort ekki væri hægt að grípa til einhverra ráðstafana.

Hann benti á að mikill umferðarhávaði væri frá Krossanesbraut og spurði hvort mældur hávaði væri innan viðmiða í úrbótaskýrslu um hljóðvist, sem samþykkt var fyrir nokkru. Hann sagði að hringtorgið vestan Undirhlíðar væri vettvangur ofsaaksturs án þess að lögreglan teldi sig hafa mannafla í að aðhafast nokkuð.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd tekur undir áhyggjur bréfritara og óskar eftir að framkvæmdadeild hraði uppbyggingu hljóðvarna. Jafnframt felur skipulagsnefnd skipulagsstjóra og formanni skiplagsnendar að eiga fund með lögregluyfirvöldum um hraðakstur á Akureyri.

Að lokum vísar skipulagsnefndi erindinu í vinnslu deiliskipulags Holtaverfis.

25.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2016030073Vakta málsnúmer

Erindið er fært í trúnaðarmálabók skipulagsnefndar.
Kynning.

Fundi slitið - kl. 11:30.