Íþróttahöll og sundlaug - hættuleg umferð

Málsnúmer 2015120012

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Á fundi sínum þann 3. desember 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 15. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. nóvember 2015.

Jóhanna Bára Þórisdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Jóhanna býr í Skólastíg 13 og vill vara við hættu af hættulegri umferð við Íþróttahöllina og Sundlaugina á morgnana. Hún telur að það þurfi að breyta inn- og útkeyrslu á planið frá Skólastígnum.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Á fundi sínum þann 3. desember 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 15. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. nóvember 2015.

Jóhanna Bára Þórisdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Jóhanna býr í Skólastíg 13 og vill vara við hættu af hættulegri umferð við Íþróttahöllina og Sundlaugina á morgnana. Hún telur að það þurfi að breyta inn- og útkeyrslu á planið frá Skólastígnum.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Til er deiliskipulag fyrir svæðið þar sem önnur aðkoma er að lóðinni. Skipulagsnefnd beinir því til Fasteigna Akureyrar að hefja breytingar á aðkomunni til samræmis við deiliskipulag.