Aðalstræti - umferðamál

Málsnúmer 2016060166

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Erindi dagsett 28. júní 2016 frá Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur þar sem hún fyrir hönd fleiri íbúa og verslunareigenda í Innbænum, leggur fram kröfu um að veruleg endurskipulagning verði gerð á umferðarskipulagi svæðisins. Meðfylgjandi er undirskriftalisti og kort.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

Skipulagsráð - 255. fundur - 15.02.2017

Erindi dagsett 28. júní 2016 frá Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur, kt. 141183-3709, þar sem hún fyrir hönd fleiri íbúa og verslunareigenda í Innbænum, leggur fram kröfu um að veruleg endurskipulagning verði gerð á umferðarskipulagi svæðisins.

Skipulagsráð tók málið fyrir 29. júní 2016 og fól skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.
Skipulagsráð frestar erindinu.

Skipulagsráð - 257. fundur - 08.03.2017

Erindi dagsett 28. júní 2016 frá Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur þar sem hún fyrir hönd fleiri íbúa og verslunareigenda í Innbænum, leggur fram kröfu um að veruleg endurskipulagning verði gerð á umferðarskipulagi svæðisins.

Skipulagsráð tók málið fyrir 29. júní 2016 og fól skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

Skipulagsráð frestaði erindinu þann 15. febrúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir tillögu íbúa um að Aðalstræti, á umræddum kafla, verði einstefna til suðurs og málið verði endurskoðað í september 2017.

Skipulagsráð - 275. fundur - 11.10.2017

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 28. júní 2016 frá Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur þar sem hún fyrir hönd fleiri íbúa og verslunareigenda í Innbænum, lagði fram kröfu um að veruleg endurskipulagning verði gerð á umferðarskipulagi svæðisins. Skipulagsráð samþykkti 08.03.2017 tillögu íbúa um að Aðalstræti á umræddum kafla yrði einstefna til suðurs og málið yrði endurskoðað í september 2017.

Lagðar eru fram tvær athugasemdir sem borist hafa frá íbúum vegna breytingarinnar.
Skipulagsráð óskar eftir áliti hverfisráðs Brekku og Innbæjar á reynslu af breytingunni.

Skipulagsráð - 278. fundur - 29.11.2017

Erindi dagsett 28. júní 2016 frá Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur þar sem hún fyrir hönd fleiri íbúa og verslunareigenda í Innbænum, leggur fram kröfu um að veruleg endurskipulagning verði gerð á umferðarskipulagi svæðisins. Lagðar eru fram tvær athugasemdir sem borist hafa frá íbúum vegna breytingarinnar. Skipulagsráð óskaði eftir áliti hverfisnefndar Brekku og Innbæjar af reynslu af breytingunni. Hverfisnefndin hélt íbúafund 15. nóvember 2017 og fundargerð hans er lögð fram.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um tillögur íbúa og hverfisnefnarinnar og tillögum um mögulegar lausnir á þeim.

Skipulagsráð - 328. fundur - 18.12.2019

Skipulagsráð óskaði eftir áliti hverfisráðs Brekku og Innbæjar á reynslu af breytingu á umferð í norðurenda Aðalstrætis. Lögð var fram fundargerð hverfisnefndarinnar og íbúafundar sem haldinn var í framhaldinu.

Skipulagsráð óskaði eftir umsögn og tillögum umhverfis- og mannvirkjasviðs og er hún nú lögð fram.
Skipulagsráð tekur undir fyrirliggjandi tillögu umhverfis- og mannvirkjasviðs að svari. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að kynna niðurstöðu skipulagsráðs fyrir hverfisnefnd Brekku og Innbæjar, auglýsa breytinguna og vinna að breytingum á umferðarmerkingum í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.