Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 200. fundur - 25.03.2015

Innkomið erindi dagsett 20. mars 2015 frá Oddi Víðissyni arkitekt, f.h. Festi fasteigna ehf., kt. 581113-1100, þar sem óskað er eftir að lóð félagsins að Glerárgötu 36 verði deiliskipulögð.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt við upphaf umræðu og var það samþykkt. Hún vék af fundi kl. 10:05.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna deiliskipulag af svæðinu sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Deiliskipulagið skal unnið í samráði við lóðarhafa innan reitsins.

Skipulagsnefnd - 202. fundur - 29.04.2015

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti á fundinn kl.09:00.
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu af svæðinu sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Lýsingin er dagsett 29. apríl 2015 og er unnin af Árna Ólafssyni frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.
Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.
Afgreiðslu er frestað.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt við upphaf umræðu og var það samþykkt. Hún vék af fundi við afgreiðslu málsins kl. 09:40.

Skipulagsnefnd - 203. fundur - 13.05.2015

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Lýsingin er dagsett 13. maí 2015 og er unnin af Árna Ólafssyni frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Afgreiðslu lýsingarinnar er frestað.
Tryggva Má Ingvarssyni B-lista og Sigurjóni Jóhannessyni D-lista er falið að ræða við umsækjanda um væntingar til reitsins sbr. umræður á fundinum.

Skipulagsnefnd - 208. fundur - 12.08.2015

Innkomið erindi dagsett 20. mars 2015 frá Oddi Víðissyni arkitekt, f.h. Festi fasteigna ehf., kt. 581113-1100, þar sem óskað er eftir að lóð félagsins að Glerárgötu 36 verði deiliskipulögð.
Fulltrúar Festi ehf. mættu á fundinn og kynntu áform þeirra um nýtingu reitsins.
Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum Festi fasteigna ehf. fyrir kynninguna.
Afgreiðslu erindisins er frestað.

Skipulagsnefnd - 209. fundur - 19.08.2015

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Lýsingin er dagsett 13. maí 2015 og er unnin af Árna Ólafssyni frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. Árni kom á fundinn til viðræðna.
Skipulagsnefnd þakkar Árna fyrir að koma á fundinn.
Frestað.

Skipulagsnefnd - 210. fundur - 26.08.2015

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Lýsingin er dagsett 21. ágúst 2015 og er unnin af Árna Ólafssyni frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Edward Hákon Huijbens V-lista vill vekja athygli á sögu staðarins sérstaklega tengda hernámi Akureyrar og fiskverkun Kaupfélags verkamanna. Minjar þessa má sjá í bröggum á reitnum og er mikilvægt að hönnun og útfærsla nýbygginga hafi að geyma með einhverjum hætti skírskotun til þessarar sögu, svo ekki verði mistökin við byggingu Glerártorgs endurtekin.

Bæjarstjórn - 3377. fundur - 01.09.2015

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 26. ágúst 2015:
Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Lýsingin er dagsett 21. ágúst 2015 og er unnin af Árna Ólafssyni frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Edward Hákon Huijbens V-lista vill vekja athygli á sögu staðarins sérstaklega tengda hernámi Akureyrar og fiskverkun Kaupfélags verkamanna. Minjar þessa má sjá í bröggum á reitnum og er mikilvægt að hönnun og útfærsla nýbygginga hafi að geyma með einhverjum hætti skírskotun til þessarar sögu, svo ekki verði mistökin við byggingu Glerártorgs endurtekin.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 214. fundur - 14.10.2015

Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 8. september 2015 og send til umsagnar.
Sex umsagnir bárust:
1) Vegagerðin, dagsett 14. september 2015.
Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsinguna en óskað er eftir samráði um gerð deiliskipulagstillögunnar þar sem tveir þjóðvegir liggja að skipulagssvæðinu.
2) Hverfisnefnd Oddeyrar, dagsett 23. september 2015.
Ábendingar hverfisnefndar:
a) Lagt er til að íbúðir á reitnum verði af öllum stærðum.
b) Vegna mikllar umferðar þarf bílastæðakjallara eða önnur úrræði á svæðinu.
c) Finna þarf lausn við gatnamót Tryggvabrautar og Glerárgötu til að ekki myndist teppa á álagstímum.
d) Gæta þarf að umferð um Hvannavelli aukist ekki.
e) Greiðari leið þarf að vera fyrir gangandi vegfarendur yfir Glerárgötu og Tryggvabraut.
f) Hafa þarf í huga við hönnun íbúða það ónæði sem er af umferð um Glerárgötu.
3) Skipulagsstofnun, dagsett 24. september 2015.
Engar athugasemdir eru gerðar.
4) Framkvæmdadeild, móttekið 23. september 2015.
Bent er á ýmis atriði til athugunar sem snúa að umferðarmálum.
Margar óskir um úrbætur hafa komið inn á borð framkvæmdadeildar undanfarin ár vegna svæðisins. Huga þarf að mörgum þáttum og ekki er hægt að einblína eingöngu á nánasta umhverfi reitsins. Skoða þarf alla Tryggvabrautina, gatnamót hennar, stígakerfi og þjónustugötuna meðfram Glerárgötu. Meðfylgjandi er kort og upptalning á helstu atriðum sem þarf að skoða.
5) Norðurorka, dagsett 29. september 2015.
Megnið af tengingum Norðurorku koma úr Hvannavöllum en lítið er vitað um fráveitutengingar. Meðfylgjandi eru kort með lögnum Norðurorku.
6) Minjastofnun Íslands, dagsett 5. október 2015.
Eins og fram kemur í lýsingunni var breskur kampur á svæðinu og þar eru enn tveir braggar frá þeim tíma. Athuga þarf hvort vert væri að varðveita þá með einhverjum hætti. Engar skráðar minjar eru á svæðinu og Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.
Svör við umsögnum:
1) Samráð verður haft við Vegagerðina á Akureyri við vinnslu deiliskipulagstillögunnar.
2) Í eftirfarandi liðum:
a) Vísað til vinnslu deiliskipulags.
b) Ekki verður gert ráð fyrir bílastæðakjallara á nyrsta hluta svæðisins en verður skoðað fyrir suðurhlutann við vinnslu deiliskipulagsins.
c) Verður gert í samráð við Vegagerðina.
d) Vegna fjölgunar íbúða og verslunarrýma í nýbyggingum verður ekki komist hjá aukningu umferðar um Hvannavelli. Skoðað verður við vinnslu deiliskipulagsins hvernig hægt verður að halda niðri umferðarhraða í götunni.
e) Það verður skoðað í samráði við Vegagerðina.
f) Byggingatæknilegar lausnir verða notaðar til að uppfylla kröfur um hávaða frá umferð.
3) Gefur ekki tilefni til ályktunar.
4) Verður gert í samráði við Vegagerðina.
5) Búast má við að vegna nýbygginga við Hvannavelli þurfi eitthvað að breyta núverandi lögnum.
6) Gert er ráð fyrir að braggarnir hverfi af svæðinu en skipulagsnefnd mun hvetja til að sögu svæðisins verði haldið á lofti.

Skipulagsnefnd vísar að öðru leyti athugasemdum og ábendingum í umsögnunum til skoðunar við vinnslu deiliskipulagsins.

Skipulagsnefnd - 215. fundur - 28.10.2015

Árni Ólafsson frá Gylfa Guðjónssyni og félögum mætti á fundinn og kynnti tvær mismunandi tillögur að deiliskipulagi Hvannavallareits.
Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Lilja Filippusdóttir frá Gylfa Guðjónssyni og félögum mætti á fundinn og kynnti tillögu að deiliskipulagi Hvannavallareits. Einnig voru kynntar hugmyndir Odds Víðissonar að uppbyggingu norðurhluta reitsins.

Skipulagsnefnd þakkar Lilju fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Umræða um tillögu að deiliskipulagi Hvannavallarreits. Lagður fram tölvupóstur Odds Víðissonar ásamt hugmynd að breytingu bílastæða á reitnum dagsettur 14. júní 2016. Lagður fram tölvupóstur Árna Ólafssonar dagsettur 14. júní 2016 með umsögn um tillöguna.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fjölgun bílastæða en neikvætt í lokun hringtengingar og vísar tillögunni þannig í fullvinnslu fyrir almennan kynningarfund.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Lögð voru fram drög að deiliskipulagi Hvannavallareits í samræmi við bókun nefndarinnar 22. júní síðastliðinn. Drögin eru unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknisofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsett 24. júní 2016.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt en því var hafnað.Skipulagsnefnd samþykkir að haldinn verði almennur kynningarfundur á skipulagstillögunni.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Drög að deiliskipulagi Hvannavallareits voru auglýst til kynningar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing birtist í Dagskránni 3. nóvember 2016 og voru skipulagsgögn aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Kynningarfundur var haldinn 7. nóvember 2016. Ábendingum var hægt að skila til 23. nóvember 2016.

Ábendingar og ein umsögn barst og er samantekt á þeim í meðfylgjandi skjali.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að gera tillögu að svörum við innkomnum ábendingum.

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Erindi G. Odds Víðissonar arkitekts f.h. Festi fasteigna ehf., kt. 581113-1100, dagsett 27. mars 2020, þar sem óskað er eftir að unnið verði áfram að gerð deiliskipulags fyrir lóð Glerárgötu 36 í samræmi við framlögð gögn. Þá eru lögð fram gögn sem varða deiliskipulag fyrir Hvannavallareit sem kynnt var árið 2016 en fór þá í bið.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs og formanni að vinna málið áfram.

Skipulagsráð - 335. fundur - 22.04.2020

Lagt fram að nýju erindi G. Odds Víðissonar arkitekts f.h. Festi fasteigna ehf., kt. 581113-1100, dagsett 27. mars 2020, þar sem óskað er eftir að unnið verði áfram að gerð deiliskipulags fyrir lóð Glerárgötu 36 í samræmi við framlögð gögn. Þá eru lögð fram gögn sem varða deiliskipulag fyrir Hvannavallareit sem kynnt var árið 2016 en fór þá í bið.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að gera breytingu á tillögu að deiliskipulagi Hvannavalla á þann veg að skipulagsmörk þess nái eingöngu til lóðarinnar Glerárgötu 36. Einnig að gerðar verði breytingar til að samræma skipulag norðurhluta svæðisins við deiliskipulagsvinnu sem er í gangi fyrir Tryggvabraut.

Skipulagsráð - 336. fundur - 13.05.2020

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Glerárgötu 36 til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 22. apríl 2020. Er um að ræða framhald deiliskipulagsmáls sem fór af stað árið 2015 og náði þá til svæðis sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna tillöguna eigendum þeirra lóða sem skipulagið hefur áhrif á.

Skipulagsráð - 337. fundur - 27.05.2020

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Glerárgötu 36 til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 22. apríl 2020. Málinu var frestað á fundi skipulagsráðs 13. maí 2020 til að kynna tillöguna fyrir KEA og Höldi vegna aðkomu að lóðinni og hringtorgs á gatnamótum Tryggvabrautar og Hvannavalla og skerðinga á lóðum þeirra sem það hefur í för með sér.
Umræður.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur formanni ráðsins og sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða frekar við hagsmunaaðila.

Skipulagsráð - 338. fundur - 10.06.2020

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Glerárgata 36. Málið var áður á dagskrá ráðsins 13. og 27. maí 2020.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3477. fundur - 16.06.2020

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. júní 2020:

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Glerárgata 36. Málið var áður á dagskrá ráðsins 13. og 27. maí 2020.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að nýju deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Glerárgata 36 verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.