Hjalteyrargata - vöntun á gangbraut

Málsnúmer 2016040141

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 2. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Þórhalla Jónsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Þórhalla vildi benda á að það vantar gangbraut á Hjalteyrargötu í grennd við Vífilfell. Hún sækir vinnu á slippsvæðinu. Það vinna margir austan Hjalteyrargötu og stoppistöðin (við Vífilfell), þar sem hún fer út úr vagninum á strætisvagnaleiðinni, sem hún notar úr Síðuhverfi er að vestanverðu. Hún hefur nýtt sér þjónustu strætisvagnanna síðastliðin 10 ár. Umferðin sé hröð og gatnamótin Tryggvabraut/Hjalteyrargata séu erfið fyrir fótgangandi vegna stærðar þeirra.

Hún bendir einnig á að við gatnamót Undirhlíðar og Krossanesbrautar séu heldur engar gangbrautir. Vill einnig sjá betri staðsetningar á strætóskýlum við Hjalteyrargötu og Krossanesbraut.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 2. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Þórhalla Jónsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Þórhalla vildi benda á að það vantar gangbraut á Hjalteyrargötu í grennd við Vífilfell. Hún sækir vinnu á slippsvæðinu. Það vinna margir austan Hjalteyrargötu og stoppistöðin við Vífilfell, þar sem hún fer út úr vagninum á strætisvagnaleiðinni, sem hún notar úr Síðuhverfi er að vestanverðu. Hún hefur nýtt sér þjónustu strætisvagnanna síðastliðin 10 ár. Umferðin sé hröð og gatnamótin Tryggvabraut/Hjalteyrargata séu erfið fyrir fótgangandi vegna stærðar þeirra.

Hún bendir einnig á að við gatnamót Undirhlíðar og Krossanesbrautar séu heldur engar gangbrautir. Vill einnig sjá betri staðsetningar á strætóskýlum við Hjalteyrargötu og Krossanesbraut.
Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu rammahluta aðalskipulags Oddeyrar, deiliskipulags Holtahverfis og endurskoðun leiðakerfis strætó.