Glerárgata 32 - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2016050060

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Erindi dagsett 9. maí 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. G30 fasteigna ehf., kt. 661013-1920, sækir um að fá heimild fyrir viðbyggingu við suðurhlið Glerárgötu 32. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsnefnd telur að umbeðin viðbygging yrði stílbrot á ásýnd götumyndarinnar og getur því ekki orðið við erindinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Erindi dagsett 9. maí 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd G30 fasteigna ehf., kennitala 661013-1920, sækir um viðbyggingu við Glerárgötu 32. Skipulagsnefnd synjaði erindinu á fundi 11. maí 2016. Nýtt erindi dagsett 22. júní 2016 og nýjar teikningar eru nú lagðar fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið samkvæmt 1. málsgrein 44. greinar skipulagslaga númer 123/2010.

Skipulagsnefnd - 238. fundur - 06.07.2016

Erindið var grenndarkynnt 30. júní og lauk 5. júlí 2016 þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilað inn samþykki sínu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.