Hótel Kjarnalundur lnr. 150012 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060148

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Kjarnalundar ehf., kennitala 541114-0330, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hótel Kjarnalund, Kjarnalundur landnúmer 150012. Meðfylgjandi eru gögn.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 239. fundur - 10.08.2016

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Kjarnalundar ehf.,

kt. 541114-0330, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hótel Kjarnalund, Kjarnalundur lnr. 150012. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 41. grein skipulaglaga nr. 123/2010 og tekur jákvætt í að viðbyggingin verði fjórar hæðir með hallandi þaki.

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Kjarnalundar ehf., kt. 541114-0330, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hótel Kjarnalund, Kjarnalundur lnr. 150012. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 7. september 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3397. fundur - 20.09.2016

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 14. september 2016:

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Kjarnalundar ehf, kt. 541114-0330, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hótel Kjarnalund, Kjarnalundur lnr. 150012. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 7. september 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Deiliskipulagsbreyting fyrir Hótel Kjarnalund var auglýst frá 28. september til 9. nóvember 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Engar athugasemdir bárust.

Tvær umsagnir bárust.

1) Norðurorka, dagsett 17. október 2016.

Breyting á deiliskipulagi hefur ekki áhrif á veitur Norðurorku en aukið byggingamagn kann að hafa áhrif og nauðsynlegt að lóðarhafi fari í samningaviðræður við Norðuroku vegna þessa.

Lóðarhafi ber kostnað við færslu á heimlögnum.

Húsið er ekki tengt fráveitu Norðuroku heldur rotþró í eigu húseiganda.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 31. október 2016.

Engar fornleifar eru þekktar á skipulagsreitnum og eru því ekki gerðar athugasemdir.

Athygli er þó vakin á lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á skilmála sem fram koma í innsendum umsögnum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3403. fundur - 06.12.2016

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. nóvember 2016:

Deiliskipulagsbreyting fyrir Hótel Kjarnalund var auglýst frá 28. september til 9. nóvember 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Engar athugasemdir bárust.

Tvær umsagnir bárust.

1) Norðurorka, dagsett 17. október 2016.

Breyting á deiliskipulagi hefur ekki áhrif á veitur Norðurorku en aukið byggingamagn kann að hafa áhrif og nauðsynlegt að lóðarhafi fari í samningaviðræður við Norðuroku vegna þessa.

Lóðarhafi ber kostnað við færslu á heimlögnum.

Húsið er ekki tengt fráveitu Norðuroku heldur rotþró í eigu húseiganda.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 31. október 2016.

Engar fornleifar eru þekktar á skipulagsreitnum og eru því ekki gerðar athugasemdir.

Athygli er þó vakin á lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á skilmála sem fram koma í innsendum umsögnum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.