Ásatún - hröð og vaxandi umferð

Málsnúmer 2016040142

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Á fundi sínum þann 20. apríl 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 6. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 14. apríl 2016.

Ásta Hansen hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Ásta býr í Ásatúni og kvartar yfir mikilli og hraðri umferð um götuna. Mikið sé um stóra bíla og traktora.

Hún spyr hvort gatan og innkeyrslan við Bónus og inn í Ásatúnið eigi að anna allri þeirri umferð sem komi þegar íbúar í þeim fimm blokkum sem verið er að byggja við Ásatúnið bætist við?

Spyr hvort ekki þurfi að breyta innkeyrslunni inn í Ásatúnið við Bónus.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Á fundi sínum þann 20. apríl 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 6. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 14. apríl 2016.

Ásta Hansen hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Ásta býr í Ásatúni og kvartar yfir mikilli og hraðri umferð um götuna. Mikið sé um stóra bíla og traktora.

Hún spyr hvort gatan og innkeyrslan við Bónus og inn í Ásatúnið eigi að anna allri þeirri umferð sem komi þegar íbúar í þeim fimm blokkum sem verið er að byggja við Ásatúnið bætist við?

Spyr hvort ekki þurfi að breyta innkeyrslunni inn í Ásatúnið við Bónus.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.