Undirhlíð og Krossanesbraut - umferðarmál

Málsnúmer 2016050153

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Pálmi Gunnarsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hann hefur áhyggjur af þungaflutningum við Undirhlíð og benti á hættuna samfara þeim. Hann vildi vita hvort ekki væri hægt að grípa til einhverra ráðstafana.

Hann benti á að mikill umferðarhávaði væri frá Krossanesbraut og spurði hvort mældur hávaði væri innan viðmiða í úrbótaskýrslu um hljóðvist, sem samþykkt var fyrir nokkru. Hann sagði að hringtorgið vestan Undirhlíðar væri vettvangur ofsaaksturs án þess að lögreglan teldi sig hafa mannafla í að aðhafast nokkuð.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Pálmi Gunnarsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hann hefur áhyggjur af þungaflutningum við Undirhlíð og benti á hættuna samfara þeim. Hann vildi vita hvort ekki væri hægt að grípa til einhverra ráðstafana.

Hann benti á að mikill umferðarhávaði væri frá Krossanesbraut og spurði hvort mældur hávaði væri innan viðmiða í úrbótaskýrslu um hljóðvist, sem samþykkt var fyrir nokkru. Hann sagði að hringtorgið vestan Undirhlíðar væri vettvangur ofsaaksturs án þess að lögreglan teldi sig hafa mannafla í að aðhafast nokkuð.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd tekur undir áhyggjur bréfritara og óskar eftir að framkvæmdadeild hraði uppbyggingu hljóðvarna. Jafnframt felur skipulagsnefnd skipulagsstjóra og formanni skiplagsnendar að eiga fund með lögregluyfirvöldum um hraðakstur á Akureyri.

Að lokum vísar skipulagsnefndi erindinu í vinnslu deiliskipulags Holtaverfis.