Gerðahverfi - fyrirspurn um deiliskipulag og lóðarúthlutun vegna bílskúra

Málsnúmer 2016050162

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 14. lið a) úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Ólafur Héðinsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

a) Vill fá að vita hvað líður hverfisúttekt og deiliskipulagi Gerðahverfis. Hann hefur áhuga á að fá að byggja bílskúra við raðhúsið sitt í félagi við fleiri og óskar eftir lóð undir slíkt mannvirki.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 14. lið a) úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Ólafur Héðinsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

a) Vill fá að vita hvað líður hverfisúttekt og deiliskipulagi Gerðarhverfis. Hann hefur áhuga á að fá að byggja bílskúra við raðhúsið sitt Dalsgerði 5D í félagi við fleiri og óskar eftir lóð undir slíkt mannvirki.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Verið er að vinna að deiliskipulagi eldri hverfa á Akureyri, en enn er ekki slík vinna hafin fyrir Gerðahverfi. Engin laus lóð fyrir bílskúra er því til í hverfinu.