Aðalstræti 66 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016060003

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Erindi dagsett 1. júní 2016 þar sem Guðlaug Erna Jónsdóttir, fyrir hönd Hrafnkells Marínóssonar, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 66. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu og umsögn Minjastofnunar Íslands. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við framkvæmdina en sérteikningar af gluggum, hurðum og svölum skal senda til stofnunarinnar til umsagnar og samþykktar. Huga þarf sérstaklega að fornleifum í jörðu við allt jarðrask.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga númer 123/2010.

Bæjarráð - 3513. fundur - 07.07.2016

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. júní 2016:

Erindi dagsett 1. júní 2016 þar sem Guðlaug Erna Jónsdóttir fyrir hönd Hrafnkells Marínóssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 66. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu og umsögn Minjastofnunar Íslands. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við framkvæmdina en sérteikningar af gluggum, hurðum og svölum skal senda til stofnunarinnar til umsagnar og samþykktar. Huga þarf sérstaklega að fornleifum í jörðu við allt jarðrask.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga númer 123/2010.


Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 239. fundur - 10.08.2016

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt 7. júlí og lauk henni sama dag þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilað inn samþykki sínu.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.