Lækjargata - umferðarmál

Málsnúmer 2015120116

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Á fundi sínum þann 17. desember 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 1. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 10. desember 2015.

Smári Björnsson Lækjargötu 9, hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Smári bendir á mikinn hraða á ökutækjum í Lækjargötunni og mikla umferð. Spyr hvort hægt sé að setja a.m.k. merki til að draga úr hraðanum. Myndi vilja sjá hraðahindrun í götunni eða þrengingu. Efsti hluti götunnar er malarvegur og kom til tals hvernig ætti að ganga frá götunni endanlega. Smári kom inn á að hann vildi halda götunni opinni og ekki gerð að botnlanga.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Á fundi sínum þann 17. desember 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 1. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 10. desember 2015.

Smári Björnsson Lækjargötu 9, hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Smári bendir á mikinn hraða á ökutækjum í Lækjargötunni og mikla umferð. Spyr hvort hægt sé að setja a.m.k. merki til að draga úr hraðanum. Myndi vilja sjá hraðahindrun í götunni eða þrengingu. Efsti hluti götunnar er malarvegur og kom til tals hvernig ætti að ganga frá götunni endanlega. Smári kom inn á að hann vildi halda götunni opinni og ekki gera hana að botnlanga.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.