Hafnarstræti 71 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020081

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 222. fundur - 10.02.2016

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Morgunhana ehf., kt. 441105-0880, sendir inn fyrirspurn vegna breytinga á útliti og hæð hússins nr. 71 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd - 229. fundur - 27.04.2016

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Morgunhana ehf., kt. 441105-0880, sendir inn fyrirspurn vegna breytinga utanhúss á húsi nr. 71 við Hafnarstræti. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. febrúar 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi er dagsett 19. apríl 2016 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3392. fundur - 03.05.2016

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 27. apríl 2016:

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Morgunhana ehf., kt. 441105-0880, sendir inn fyrirspurn vegna breytinga utanhúss á húsi nr. 71 við Hafnarstræti. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. febrúar 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi er dagsett 19. apríl 2016 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Tekin til afgreiðslu tillaga að breytingu utanhúss á húsi númer 71 við Hafnarstræti. Mænishæð hækkar um 1,1 metra, tveimur kvistum bætt á austurhlið, svölum bætt við á vesturhlið og kvisti breytt. Skipulagstillagan var auglýst frá 11. maí með athugasemdarfresti til 22. júní 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Engin athugasemd barst.
Á grundvelli e liðar 4. greinar Samþykktar um skipulagsnefnd Akureyrar samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.