Naustahverfi - umferðarmál

Málsnúmer 2016040224

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 2. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Ólafur Þorsteinn Ólafsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann vildi hann vita hvort ekki væri hægt að útfæra nýja útkeyrslu úr Naustahverfi.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Á fundi sínum þann 12. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 28. apríl 2016.

Hjördís Dísmundsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hún telur að það þurfi að laga gatnakerfið í Naustahverfi, sérstaklega gatnamót Ásatúns og Kjarnagötu á móts við Bónus. Henni finnast mörg gatnamótin í hverfinu of þröng, sem geti valdið slysahættu. Hún bendir einnig á möguleikann að tengja Naustahverfið við Þórunnarstræti með vegtengingu sem hún telur að myndi létta mikið á umferð að og frá hverfinu. Hún bendir á að hraðakstur sé of mikill í Tjarnartúni og telur að það þurfi að setja hraðahindrun í götuna á móts við raðhúsin að austanverðu við götuna.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Erindi dagsett 26. október 2015, þar sem Margrét Erna Blomsterberg óskar eftir að gatnamótin upp úr Ásatúninu verði lagfærð.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Erindi dagsett 26. október 2015, þar sem Margrét Erna Blomsterberg óskar eftir að gatnamótin upp úr Ásatúninu verði lagfærð.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 2. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.

Ólafur Þorsteinn Ólafsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Vildi hann vita hvort ekki væri hægt að útfæra nýja útkeyrslu úr Naustahverfi.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Á fundi sínum þann 12. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 28. apríl 2016.

Hjördís Dísmundsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hún telur að það þurfi að laga gatnakerfið í Naustahverfi, sérstaklega gatnamót Ásatúns og Kjarnagötu á móts við Bónus. Henni finnst mörg gatnamótin í hverfinu of þröng, sem geti valdið slysahættu. Hún bendir einnig á möguleikann að tengja Naustahverfið við Þórunnarstræti með vegtengingu sem hún telur að myndi létta mikið á umferð að og frá hverfinu. Hún bendir á að hraðakstur sé of mikill í Tjarnartúni og telur að það þurfi að setja hraðahindrun í götuna á móts við raðhúsin að austanverðu við götuna.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Vegna kvartana um umferðarvanda á Kjarnagötu við Bónus og Ásatún, fól skipulagsnefnd 29. júní 2016 skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu. Lagðar eru fram tillögur Gunnars H. Jóhannessonar verkfræðings um úrbætur, dagsettar 26. október 2016.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í tillögu Ca og felur skipulagsstjóra að gera áframhaldandi tillögur að úrbótum á svæðinu.

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Ábendingar um hraðakstur í Ásatúni.
Skipulagsráð vísar erindinu til skoðunar á deildafundi skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.