Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015

Málsnúmer 2011100052

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 95. fundur - 19.10.2011

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri jafnréttisstefnu fyrir Akureyrarbæ. Einnig var lögð fram samantekt um stöðu núgildandi jafnréttisstefnu. Við endurskoðun stefnunnar var farið yfir gátlistann Gætum jafnréttis.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3311. fundur - 01.11.2011

4. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 19. október 2011.
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri jafnréttisstefnu fyrir Akureyrarbæ. Einnig var lögð fram samantekt um stöðu núgildandi jafnréttisstefnu. Við endurskoðun stefnunnar var farið yfir gátlistann Gætum jafnréttis.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2011-2015 með 11 samhljóða atkvæðum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 101. fundur - 01.02.2012

Umræður um afnám staðalímynda sem er eitt af áhersluatriðum Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.

Frestað til næsta fundar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 102. fundur - 15.02.2012

Afnám staðalímynda er eitt af áhersluatriðum Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.
Hera Óðinsdóttir og G. Ómar Pétursson f.h. Dagskrárinnar og Þorvaldur Jónsson f.h. N4 komu á fundinn til samræðna um staðalímyndir, sjálfsmynd og viðhorf ungs fólks.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar gestunum fyrir komuna og jákvæðar undirtektir. Fyrirtækin tvö hafa tekið ábyrgt á málum.

Samfélags- og mannréttindaráð telur þörf á vitundarvakningu í samfélaginu og leitar þess vegna eftir samvinnu við fjölmiðla.

Samfélags- og mannréttindaráð - 102. fundur - 15.02.2012

Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Endurskoðuð jafnréttisáætlun Slökkviliðs Akureyrar var lögð fram til kynningar.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar endurskoðuninni og hvetur þær stofnanir sem ekki hafa lokið vinnu við gerð jafnréttisáætlana til að gera það sem fyrst.

Samfélags- og mannréttindaráð - 103. fundur - 14.03.2012

Afnám staðalímynda er eitt af áhersluatriðum Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.
Kristján Kristjánsson f.h. Vikudags og Björn Þorláksson f.h. Akureyri vikublaðs komu á fundinn til samræðna um staðalímyndir, sjálfsmynd og viðhorf ungs fólks.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar gestunum fyrir komuna og jákvæðar undirtektir. Samfélags- og mannréttindaráð telur þörf á vitundarvakningu í samfélaginu og leitar þess vegna eftir samvinnu við fjölmiðla.

Samfélags- og mannréttindaráð - 106. fundur - 09.05.2012

Rætt um úttekt á launum kvenna og karla sem starfa hjá Akureyrarbæ. Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir að slík úttekt verði gerð á árinu 2012. Í úttekt sem gerð var árið 2007 mældist ekki marktækur munur á launum kynjanna að teknu tilliti til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma.

Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra að óska eftir tilboði í gerð launaúttektar. Ráðið telur mikilvægt að fylgjast vel með svo sá góði árangur sem náðst hefur í að jafna launamun kynjanna hjá sveitarfélaginu haldist.

Guðrún Þórsdóttir V-lista óskar bókað: Ég tel mjög mikilvægt að launamunur kynjanna sé skoðaður til þess að hægt verði að leiðrétta ef um misrétti sé að ræða. Akureyrarbær getur ekki verið þekktur fyrir að borga ekki sömu laun fyrir sömu vinnu.

Regína Helgadóttir B-lista óskar bókað: Í ljósi umræðu um neikvæða þróun á launamun kynjanna einkum hjá opinberum aðilum, tel ég brýnt að vinnu við úttekt á launum starfsfólks Akureyrarbæjar verði hraðað. Bendi ég á í því sambandi að í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að úttektina eigi að gera vorið 2012.

Samfélags- og mannréttindaráð - 108. fundur - 06.06.2012

Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Jafnréttisáætlun Lundarskóla var lögð fram til kynningar.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar áætluninni og hvetur þær stofnanir sem ekki hafa lokið vinnu við gerð jafnréttisáætlana að gera það sem fyrst. Ráðið bíður með hendur á lofti eftir að klappa og fagna ógurlega þegar allt hefur skilað sér.

Samfélags- og mannréttindaráð - 108. fundur - 06.06.2012

Lagt fram tilboð frá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vegna kynjaðrar úttektar á launum starfsmanna Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga.

Samfélags- og mannréttindaráð - 110. fundur - 01.08.2012

Lagðar fram upplýsingar vegna tilboðs Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri vegna kynjaðrar úttektar á launum starfsmanna Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að taka tilboðinu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 112. fundur - 05.09.2012

Á fundi sínum 1. ágúst sl. samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að stefna að því að ráða verkefnastjóra í tímabundið hlutastarf til að hafa umsjón með vinnu við afnám staðalímynda. Framkvæmdastjóri kynnti nánari útfærslu verkefnisins sem unnin hefur verið í samvinnu við skóladeild og Jafnréttisstofu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 112. fundur - 05.09.2012

Rætt um Afmælisrit Akureyrarbæjar Þekktu bæinn þinn sem gefið var út af Völuspá útgáfu í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar. Afmælisnefnd Akureyrarbæjar veitti styrk vegna myndakaupa en kom að öðru leyti ekki að útgáfunni.

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir vonbrigðum með að eingöngu karlar komi að ritun bókarinnar og minnir á að reynsla og gildismat beggja kynja eru mikilvæg í lýðræðissamfélagi.

Samfélags- og mannréttindaráð - 115. fundur - 17.10.2012

Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Jafnréttisáætlun Naustaskóla lögð fram til kynningar.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar áætluninni og hvetur þær stofnanir sem ekki hafa lokið vinnu við gerð jafnréttisáætlana að gera það sem fyrst.

Samfélags- og mannréttindaráð - 117. fundur - 28.11.2012

Arnfríður Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri kynnti stöðu verkefnis um jafnrétti kynjanna og staðalímyndir sem unnið er með grunnskólum bæjarins.

Samfélags- og mannréttindaráð hvetur grunnskólana til að nýta þá aðstoð sem er í boði við innleiðingu jafnréttisstarfs.

Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista mætti til fundar kl. 17:50.

Samfélags- og mannréttindaráð - 122. fundur - 06.03.2013

Lagt fram bréf dags. 23. janúar 2013 frá Kristínu Ástgeirsdóttur framkvæmdastýru Jafnréttisstofu þar sem þakkað er fyrir samstarf um jafnréttisfræðslu í grunnskólum Akureyrarbæjar auk þess sem hvatt er til áframhaldandi starfs á þessu sviði.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Jafnréttisstofu fyrir samstarfið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 123. fundur - 20.03.2013

Arnfríður Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri kynnti lokaskýrslu samstarfsverkefnis Akureyrarbæjar og Jafnréttisstofu um jafnrétti kynjanna og staðalímyndir sem unnið var með í grunnskólum bæjarins í vetur.
Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu var gestur fundarins undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Arnfríði og Kristínu fyrir góðar umræður og lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið. Ráðið vísar skýrslunni til umfjöllunar í skólanefnd og óskar eftir að Arnfríði verði boðið að kynna hana þar. Ein af grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár fyrir grunnskólana er jafnrétti og því mikilvægt að skólarnir tileinki sér hugtök og vinnubrögð þessarar grunnstoðar. Kennurum þarf að standa til boða endurmenntun á sviði kynjafræði og kynjafræði þarf að vera skyldunámsgrein í kennaranámi.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:15.

Samfélags- og mannréttindaráð - 124. fundur - 17.04.2013

Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Skýrslur um gang mála skulu lagðar fyrir samfélags- og mannréttindaráð árlega.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir skýrslum frá þeim stofnunum Akureyrarbæjar sem gert hafa sérstakar jafnréttisáætlanir þar sem gerð verði grein fyrir stöðu mála. Óskað er eftir svörum fyrir 15. maí nk.

Skólanefnd - 7. fundur - 22.04.2013

Kynning á skýrslu samfélags- og mannréttindaráðs um staðalímyndir í grunnskólum.

Málinu frestað til næsta fundar.

Skólanefnd - 8. fundur - 06.05.2013

Kynning á skýrslu samfélags- og mannréttindaráðs um staðalímyndir í grunnskólum.
Arnfríður Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu kynnti skýrsluna.

Skólanefnd þakkar henni fyrir kynninguna.

Samfélags- og mannréttindaráð - 132. fundur - 18.09.2013

Lagðar fram til kynningar skýrslur stofnana um stöðu jafnréttisáætlana.

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi kl. 18:10.

Samfélags- og mannréttindaráð - 134. fundur - 16.10.2013

Lögð fram til kynningar samantekt um stöðu verkefna í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 139. fundur - 15.01.2014

Lögð fram til kynningar samantekt um tilraunaverkefni í kynjasamþættingu og kynjaðri fjárhagsáætlanagerð sem unnin voru á árunum 2012-2013.

Bæjarráð - 3400. fundur - 06.02.2014

Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti tilraunaverkefni sem unnið var á árunum 2012-2013 um kynjasamþættingu og kynjaða fjárhagsáætlunargerð.

Bæjarráð þakkar Katrínu Björgu fyrir kynninguna.

Samfélags- og mannréttindaráð - 161. fundur - 12.02.2015

Lögð fram jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015 og rætt um endurskoðun hennar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 162. fundur - 26.02.2015

Margrét Kristín Helgadóttir bæjarfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti verkefni sitt um úttekt á jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og tillögur um breytingar. Verkefnið er hluti af meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við HÍ og var unnið á samfélags- og mannréttindadeild sumarið 2014.
Umræður urðu í framhaldinu um endurskoðun jafnréttisstefnunnar.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Margréti fyrir góða kynningu.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í endurskoðun jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Bæjarstjórn - 3370. fundur - 17.03.2015

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 26. febrúar 2015:
Margrét Kristín Helgadóttir bæjarfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti verkefni sitt um úttekt á Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og tillögur um breytingar. Verkefnið er hluti af meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við HÍ og var unnið á samfélags- og mannréttindadeild sumarið 2014.
Umræður urðu í framhaldinu um endurskoðun jafnréttisstefnunnar.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Margréti fyrir góða kynningu.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í endurskoðun jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Bæjarstjórn samþykkir að fela samfélags- og mannréttindaráði að endurskoða Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar í samráði við nefndir og deildir bæjarins eftir því sem við á.
Ný stefna verði lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar fyrir mitt ár 2015.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 163. fundur - 19.03.2015

Lögð fram afgreiðsla bæjarstjórnar frá 10. febrúar 2015 á tillögu samfélags- og mannréttindaráðs frá 26. febrúar sl. um endurskoðun jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar:

"Bæjarstjórn samþykkir að fela samfélags- og mannréttindaráði að endurskoða Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar í samráði við nefndir og deildir bæjarins eftir því sem við á. Ný stefna verði lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar fyrir mitt ár 2015."

Samfélags- og mannréttindadeild felur framkvæmdastjóra að halda áfram vinnu við endurskoðun í samræmi við umræður sem farið hafa fram í ráðinu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 168. fundur - 11.06.2015

Framkvæmdastjóri lagði fram ný drög að Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2015-2019.
Samfélags- og mannréttindaráð vísar drögum að jafnréttisstefnu til umsagnar hjá deildum og nefndum Akureyrarbæjar.
Í samræmi við nýtt ákvæði í stefnunni, tilnefnir ráðið Vilberg Helgason sem þróunarleiðtoga innan samfélags- og mannréttindaráðs. Hlutverk þróunarleiðtoga er að vera málsvarar kynjasamþættingar.