Samfélags- og mannréttindaráð

123. fundur 20. mars 2013 kl. 17:00 - 18:30 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015 - staðalímyndir kynjanna

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Arnfríður Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri kynnti lokaskýrslu samstarfsverkefnis Akureyrarbæjar og Jafnréttisstofu um jafnrétti kynjanna og staðalímyndir sem unnið var með í grunnskólum bæjarins í vetur.
Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu var gestur fundarins undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Arnfríði og Kristínu fyrir góðar umræður og lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið. Ráðið vísar skýrslunni til umfjöllunar í skólanefnd og óskar eftir að Arnfríði verði boðið að kynna hana þar. Ein af grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár fyrir grunnskólana er jafnrétti og því mikilvægt að skólarnir tileinki sér hugtök og vinnubrögð þessarar grunnstoðar. Kennurum þarf að standa til boða endurmenntun á sviði kynjafræði og kynjafræði þarf að vera skyldunámsgrein í kennaranámi.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:15.

2.Rannsókn - The knowledge of Icelandic by immigrants in Akureyri

Málsnúmer 2012070127Vakta málsnúmer

Umræður um frekari greiningar á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var meðal íbúa af erlendum uppruna og kynnt var á fundi samfélags- og mannréttindaráðs 6. mars sl.

3.Starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs 2011-2014

Málsnúmer 2010090136Vakta málsnúmer

Starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs yfirfarin og endurskoðuð.

4.Súlur Björgunarsveitin á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2012100020Vakta málsnúmer

Erindi dags. 2. október 2012 þar sem óskað er eftir áframhaldandi samningi milli Akureyrarbæjar og Súlna Björgunarsveitar á Akureyri.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að gera samning til þriggja ára við björgunarsveitina Súlur og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi.

Fundi slitið - kl. 18:30.