Samfélags- og mannréttindaráð

95. fundur 19. október 2011 kl. 17:00 - 18:50 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson varaformaður
  • Brynjar Davíðsson
  • Heimir Haraldsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðlaug Kristinsdóttir
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Eftirmeðferð fyrir ungt fólk

Málsnúmer 2011100054Vakta málsnúmer

Á fundinn mætti Kristján Már Magnússon sálfræðingur til þess að ræða um mikilvægi eftirmeðferða fyrir ungt fólk sem er að koma sér út úr vímuefnaneyslu.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Kristjáni fyrir gagnlegar upplýsingar og lýsir yfir áhyggjum af úrræðaleysi og litlum samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi málefnið.

2.Fjárhagsáætlun 2012 - samfélags- og mannréttindadeild

Málsnúmer 2011090010Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs. Jafnframt óskar ráðið eftir því við bæjarráð að til viðbótar fáist kr. 2.000.000 til að framkvæma launakönnun og kr. 5.000.000 til að efla forvarna- og félagsmiðstöðvastarf.

3.Sumartómstundir barna - mótun stefnu

Málsnúmer 2011100055Vakta málsnúmer

Umræður um fyrirkomulag sumartómstunda sem samfélags- og mannréttindadeild kemur að. Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstunda sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð felur forstöðumanni tómstunda og framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.

4.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri jafnréttisstefnu fyrir Akureyrarbæ. Einnig var lögð fram samantekt um stöðu núgildandi jafnréttisstefnu. Við endurskoðun stefnunnar var farið yfir gátlistann Gætum jafnréttis.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

5.Forvarnastefna - auglýsing

Málsnúmer 2010110033Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að auglýsingu um forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. maí sl.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna.

6.Forvarnastefna - tenging við skólana

Málsnúmer 2010110033Vakta málsnúmer

Í niðurstöðum vinnuhóps um endurskoðun forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ kemur fram að mikilvægt sé að skólarnir tryggi að tengiliðir séu til staðar vegna skipulags og framkvæmdar forvarnafræðslu.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir því við skóladeild að málið verði tekið til skoðunar og því svarað hvort fundin hafi verið leið til að tryggja þessari mikilvægu fræðslu fastan sess innan grunnskólanna.

7.Kvennafrídagurinn 24. október 2011 - sveitarstjórnir hvattar til að standa fyrir fundum í tilefni da

Málsnúmer 2011100006Vakta málsnúmer

Erindi dags. 29. september 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sambandið hvetur sveitarstjórnir landsins til að standa fyrir fundum vikuna 24. til 29. október nk. um stöðu og aðgerðir í jafnréttismálum kynjanna í sveitarfélaginu að áeggjan "Skottanna", regnhlífarsamtaka íslensku kvennahreyfinganna. Tilefnið er að 24. október er íslenski kvennafrídagurinn.

Samfélags- og mannréttindaráð mun standa fyrir fræðslufundi um jafnréttismál fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar þann 24. október nk.

Fundi slitið - kl. 18:50.