Samfélags- og mannréttindaráð

112. fundur 05. september 2012 kl. 17:00 - 18:45 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Íþrótta- og tómstundaskóli

Málsnúmer 2012020136Vakta málsnúmer

Sólveig Jónasdóttir verkefnastjóri hjá skóladeild mætti á fundinn og sagði frá starfi vinnuhóps um frístundaskóla. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Sólveigu fyrir upplýsingarnar. Ráðinu líst vel á fyrstu tillögur.

2.Ungmennaráð - starfsemi 2010-2012

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrslan Ungt fólk og lýðræði - ungmennaráðstefna á Hvolsvelli 29.-31. mars 2012. Fulltrúi frá Ungmennaráði Akureyrarbæjar tók þátt í fundinum.

3.Móttöku- og kynningardagur fyrir nýja íbúa

Málsnúmer 2012060209Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna við undirbúning móttöku- og kynningardags fyrir nýja íbúa bæjarins sem haldinn verður í Rósenborg laugardaginn 15. september nk.

4.Fjárhagsáætlun 2012 - samfélags- og mannréttindadeild

Málsnúmer 2011090010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um fjárhagsstöðu þeirra málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð fyrir fyrstu 6 mánuði ársins.

5.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015 - staðalímyndir

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 1. ágúst sl. samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að stefna að því að ráða verkefnastjóra í tímabundið hlutastarf til að hafa umsjón með vinnu við afnám staðalímynda. Framkvæmdastjóri kynnti nánari útfærslu verkefnisins sem unnin hefur verið í samvinnu við skóladeild og Jafnréttisstofu.

6.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015 - kynjahlutfall

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Rætt um Afmælisrit Akureyrarbæjar Þekktu bæinn þinn sem gefið var út af Völuspá útgáfu í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar. Afmælisnefnd Akureyrarbæjar veitti styrk vegna myndakaupa en kom að öðru leyti ekki að útgáfunni.

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir vonbrigðum með að eingöngu karlar komi að ritun bókarinnar og minnir á að reynsla og gildismat beggja kynja eru mikilvæg í lýðræðissamfélagi.

Fundi slitið - kl. 18:45.