Samfélags- og mannréttindaráð

168. fundur 11. júní 2015 kl. 14:00 - 15:30 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Eiðs Arnars Pálmasonar.

1.Öldungaráð

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að stofnun og samþykkt um öldungaráð á Akureyri í samstarfi við Félag eldri borgara.
Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar lagði fram drög að samþykkt. Stjórn félags eldri borgara er þeim samþykk.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

2.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri lagði fram ný drög að Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2015-2019.
Samfélags- og mannréttindaráð vísar drögum að jafnréttisstefnu til umsagnar hjá deildum og nefndum Akureyrarbæjar.
Í samræmi við nýtt ákvæði í stefnunni, tilnefnir ráðið Vilberg Helgason sem þróunarleiðtoga innan samfélags- og mannréttindaráðs. Hlutverk þróunarleiðtoga er að vera málsvarar kynjasamþættingar.

3.KFUM og KFUK á Íslandi - styrkumsóknir - endurnýjun samnings 2015

Málsnúmer 2015060073Vakta málsnúmer

Lagðar fram tvær umsóknir um styrki og endurnýun samnings:
Umsókn um rekstarastyrk dagsett 15. apríl 2014 undirrituð að Katrínu Harðardóttur og umsókn vegna sumarbúðanna á Hólavatni dagsett 15. apríl 2015 undirrituð af Hreini Andrési Hreinssyni.
Framkvæmdastjóra er falið að gera nýjan samning til eins árs á sömu forsendu og eldri samningur byggði á.
Ráðið mun taka alla samningsgerð við félög til endurskoðunar.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2014080019Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um rekstur í janúar til apríl fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

5.Samfélags- og mannréttindaráð - starfsemi 2014-2018

Málsnúmer 2014070062Vakta málsnúmer

Samþykkt fundaáætlun ráðsins fyrri hluta árs 2015 lögð fram. Rætt um fundi og leyfi í sumar.

Fundi slitið - kl. 15:30.