Samfélags- og mannréttindaráð

122. fundur 06. mars 2013 kl. 17:00 - 19:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Heimir Haraldsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Björg Ríkarðsdóttir katrinb@akureyri.is
Dagskrá

1.Rannsókn - The knowledge of Icelandic by immigrants in Akureyri

Málsnúmer 2012070127Vakta málsnúmer

Í samvinnu Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri var í lok árs 2012 unnin rannsókn meðal íbúa af erlendum uppruna. Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um þennan fjölbreytta hóp með það að leiðarljósi að geta í framhaldinu aðstoðað við að bæta stöðu. Spurningar sem lagðar voru fyrir snerust um bakgrunn, þekkingu á íslenskum dægurmálum og íslenskri tungu, atvinnustöðu og skoðanir á samfélaginu. Kjartan Ólafsson lektor og Markus Meckl dósent við Háskólann á Akureyri mættu á fundinn og kynntu niðurstöður.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Kjartani og Markusi fyrir kynninguna. Ráðið mun vinna áfram með upplýsingarnar sem fram komu.

Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir S-lista mætti til fundar kl. 17:10.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:12.

2.Launakönnun 2012 unnin af RHA

Málsnúmer 2012110023Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 20. febrúar 2013:
Á sameiginlegum fundi bæjarráðs, kjarasamninganefndar og samfélags- og mannréttindaráðs var ákveðið að stofna vinnuhóp sem hefur það hlutverk að greina ástæður þess að munur mælist á launum kynjanna og gera tillögur að úrbótum. Vinnuhópurinn verður skipaður einum fulltrúa úr hverju ráði/nefnd ásamt starfsmannastjóra og jafnréttisráðgjafa.

Samfélags- og mannréttindráð samþykkir að tilnefna Tryggva Þór Gunnarsson L-lista sem aðalmann í vinnuhópinn og Hlín Bolladóttur L-lista til vara.

3.Jafnréttisfræðsla í grunnskólum

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 23. janúar 2013 frá Kristínu Ástgeirsdóttur framkvæmdastýru Jafnréttisstofu þar sem þakkað er fyrir samstarf um jafnréttisfræðslu í grunnskólum Akureyrarbæjar auk þess sem hvatt er til áframhaldandi starfs á þessu sviði.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Jafnréttisstofu fyrir samstarfið.

4.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skulu allar nefndir á vegum bæjarins vinna tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsáætlanagerð. Greint var frá stöðu þeirra verkefna sem farin eru í gang.

5.Fjölskyldustefnur sveitarfélaga

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 20. febrúar 2013 frá velferðarvaktinni þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér fjölskyldustefnu.

Vinnuhópur hefur nýlega lokið endurskoðun á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Niðurstaðan var sú að verkefnum fjölskyldustefnunnar skuli fléttað inn í velferðarstefnu sem nú er í mótun ásamt því sem mótuð verði íbúastefna sem verði regnhlífarstefna bæjaryfirvalda.

Fundi slitið - kl. 19:00.