Skólanefnd

8. fundur 06. maí 2013 kl. 14:00 - 16:57 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Áslaug Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Karl Frímannsson fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Heimir Eggert Jóhannsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna mætti ekki á fundinn.
Íris Björk Árnadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna mætti ekki á fundinn.

1.Sérdeild Giljaskóla

Málsnúmer 2013050001Vakta málsnúmer

Kynning á starfi sérdeildar Giljaskóla.
Ragnheiður Júlíusdóttir forstöðumaður sérdeildar Giljaskóla kynnti starf deildarinnar ásamt Jóni Baldvini Hannessyni.

Skólanefnd þakkar þeim fyrir kynninguna.

2.Afnám staðalímynda

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Kynning á skýrslu samfélags- og mannréttindaráðs um staðalímyndir í grunnskólum.
Arnfríður Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu kynnti skýrsluna.

Skólanefnd þakkar henni fyrir kynninguna.

3.Skóladagatal 2013-2014

Málsnúmer 2013040031Vakta málsnúmer

Skóladagatal Tónlistarskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2013-2014 lagt fram til staðfestingar.

Skólanefnd staðfestir skóladagatal Tónlistarskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2013-2014.

4.Skóladagatal 2013-2014

Málsnúmer 2013040031Vakta málsnúmer

Skóladagatöl leikskóla Akureyrarkaupstaðar skólaárið 2013-2014 lögð fram til staðfestingar.

Skólanefnd staðfestir skóladagatöl leikskóla Akureyrarkaupstaðar fyrir skólaárið 2013-2014.

5.Fjárhagsáætlun 2013 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2013010191Vakta málsnúmer

Rekstrarstaða fræðslu- og uppeldismála fyrstu þrjá mánuði ársins 2013.
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri skóladeildar gerði grein fyrir fjárhagsstöðu fræðslu- og uppeldismála fyrstu þrjá mánuði ársins.

6.Fjölskyldudeild - kynning á starfsemi 2013

Málsnúmer 2013030075Vakta málsnúmer

Kynning á stöðu sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Guðrún Kristófersdóttir sálfræðingur og Elfa Haraldsdóttir leikskólaráðgjafi hjá sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Akureyrarkaupstaðar mættu á fundinn og kynntu stöðuna hjá sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla.

Skólanefnd þakkar þeim fyrir kynninguna.

Helga María Harðardóttir fulltrúi leikskólakennara vék af fundi kl. 15:57.
Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 15:59.
Sædís Gunnarsdóttir S-lista vék af fundi kl. 16:45.

Fundi slitið - kl. 16:57.