Málsnúmer 2012050240Vakta málsnúmer
Erindi dags. 23. maí 2012 frá Saman-hópnum þar sem sveitarfélög sem bjóða á stórar bæjarhátíðir í sumar eru hvött til að hyggja vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna t.d. með því að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga, lögum um útivistartíma barna og taka mið af öðrum verndarákvæðum barnaverndarlaga. Þá eru sveitarfélög hvött til að leggja öðru fremur áherslu á samveru fjölskyldunnar og á að skapa góðar minningar.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar fulltrúum ungmennaráðs fyrir góðar umræður. Ráðið hvetur nefndir bæjarins til að senda ungmennaráði erindi til umfjöllunar.