Samfélags- og mannréttindaráð

108. fundur 06. júní 2012 kl. 17:00 - 19:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Brynjar Davíðsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Ungmennaráð - starfsemi 2010-2012

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Fulltrúar úr ungmennaráði Akureyrarbæjar komu á fundinn til að ræða sumartómstundir barna og sumarstörf unglinga og ungs fólks.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar fulltrúum ungmennaráðs fyrir góðar umræður. Ráðið hvetur nefndir bæjarins til að senda ungmennaráði erindi til umfjöllunar.

2.Saman-hópurinn - hvatning til sveitarstjórna

Málsnúmer 2012050240Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. maí 2012 frá Saman-hópnum þar sem sveitarfélög sem bjóða á stórar bæjarhátíðir í sumar eru hvött til að hyggja vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna t.d. með því að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga, lögum um útivistartíma barna og taka mið af öðrum verndarákvæðum barnaverndarlaga. Þá eru sveitarfélög hvött til að leggja öðru fremur áherslu á samveru fjölskyldunnar og á að skapa góðar minningar.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð tekur undir með Saman-hópnum og ítrekar jafnframt bókun sína frá því 1. júní 2011 þar sem segir: Samfélags- og mannréttindaráð hvetur foreldra til að axla ábyrgð á uppeldishlutverki sínu og gefa ekki ólögráða ungmennum leyfi til að sækja skemmtanir og viðburði, jafnvel í önnur sveitarfélög, án þess að ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja öryggi þeirra.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir að ungmennaráð taki erindið einnig fyrir.

3.Félagsmiðstöðvar 2012

Málsnúmer 2012050239Vakta málsnúmer

Umræður um stöðu félagsmiðstöðva sem eru til húsa í grunnskólum bæjarins. Samfélags- og mannréttindaráð hefur mótað framtíðarsýn fyrir félagsmiðstöðvarnar sem gerir ráð fyrir aukinni starfsemi eftir að skóla lýkur. Það kallar á að starfsaðstaða félagsmiðstöðvanna verði bætt.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við fræðslustjóra um málið.

4.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um rekstrarsamninga og styrki við æskulýðs- og tómstundafélög.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir reglurnar.

5.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015 - launakönnun

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vegna kynjaðrar úttektar á launum starfsmanna Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga.

6.Sumartómstundir barna

Málsnúmer 2011100055Vakta málsnúmer

Erindi dags. 31. maí 2012 frá Sigfúsi Helgasyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem óskað er eftir viðbótarfjármagni til reksturs íþrótta- og tómstundaskóla.

Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra og forstöðumanni tómstundamála að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

7.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015 - jafnréttisáætlanir stofnana

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er kveðið á um að allir vinnustaðir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skuli gera jafnréttisáætlanir í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Jafnréttisáætlun Lundarskóla var lögð fram til kynningar.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar áætluninni og hvetur þær stofnanir sem ekki hafa lokið vinnu við gerð jafnréttisáætlana að gera það sem fyrst. Ráðið bíður með hendur á lofti eftir að klappa og fagna ógurlega þegar allt hefur skilað sér.

8.Sóley Ásta Sigvaldadóttir og Sara Birgitta Magnúsdóttir - styrkbeiðni v. sýningar heimildarmyndar um einelti

Málsnúmer 2012050127Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. maí 2012 frá Sóleyju Ástu Sigvaldadóttur og Söru Birgittu Magnúsdóttur nemendum í Menntaskólanum á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk vegna sýningar á heimildarmynd um einelti fyrir nemendur 1. bekkjar skólans.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar frumkvæðið en getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

Fundi slitið - kl. 19:00.