Samfélags- og mannréttindaráð

103. fundur 14. mars 2012 kl. 17:00 - 19:00 Gallerí kennslustofa 2. hæð Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Afnám staðalímynda er eitt af áhersluatriðum Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.
Kristján Kristjánsson f.h. Vikudags og Björn Þorláksson f.h. Akureyri vikublaðs komu á fundinn til samræðna um staðalímyndir, sjálfsmynd og viðhorf ungs fólks.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar gestunum fyrir komuna og jákvæðar undirtektir. Samfélags- og mannréttindaráð telur þörf á vitundarvakningu í samfélaginu og leitar þess vegna eftir samvinnu við fjölmiðla.

2.Mannréttindi samkynhneigðra

Málsnúmer 2012020106Vakta málsnúmer

Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á sjálfsvígshugleiðingum og sjálfsvígstilraunum samkynhneigðra unglinga.
Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi, María Ólafsdóttir og Alexandra Embla Buch frá Hinsegin Norðurlandi voru gestir fundarins undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Þóroddi fyrir kynninguna og gestum fundarins fyrir umræðurnar. Ráðið samþykkir að markviss fræðsla um samkynhneigð verði hluti af forvarnafræðslu sem boðið er upp á í grunnskólum bæjarins. Forvarnafulltrúa er falið að vinna að undirbúningi málsins.

3.Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (heildarlög), 555. mál

Málsnúmer 2012030003Vakta málsnúmer

Erindi dags. 29. febrúar 2012 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um málefni innflytjenda (heildarlög), 555. mál. Þingskjalið er að finna á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/140/s/0857.html
Fyrir fundinn voru einnig lagðar fram umsagnir fulltrúa í fjölmenningarráði Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra að senda inn athugasemdir í samræmi við tillögu fulltrúa fjölmenningarráðs Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 19:00.