Skipulagsráð

371. fundur 08. desember 2021 kl. 08:15 - 11:40 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Grétar Ásgeirsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá
Grétar Ásgeirsson B-lista sat fundinn í fjarveru Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2020110192Vakta málsnúmer

Guðmundur H. Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku kynnti drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar ásamt aðgerðaáætlun.

Guðmundur H. Sigurðsson og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð þakkar kynninguna.

2.Tónatröð og Spítalavegur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2021120164Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma við Tónatröð og Spítalaveg til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 10. nóvember 2021.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag stofnana- og athafnasvæðis austan Súluvegar

Málsnúmer 2021061415Vakta málsnúmer

Kynningu skipulagslýsingar er lokið. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Norðurorku og Skipulagsstofnun.

Lögð er fram tillaga á vinnslustigi þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga frá umsagnaraðilum.
Skipulagsráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


4.Hrafnagilsstræti 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2021080753Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar leggur fram uppfærð gögn og svör við athugasemdum sem bárust vegna grenndarkynningar á viðbyggingu við hús nr. 2 við Hrafnagilsstræti. Í viðhengi eru greinargerð og deiliskipulagsuppdrættir. Er óskað eftir að málið verði tekið fyrir að nýju en á fundi skipulagsráðs þann 13. október 2021 var samþykkt að halda ekki áfram með málið þar sem umsækjandi hafði þá fallið frá fyrirhuguðum byggingaráformum.

Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum Hrafnagilsstrætis 4 og Möðruvallastrætis 9 og 10.

5.Íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf nafnanefndar frá 11. júní 2021 þar sem lagt er til að nýtt íbúðarsvæði við Kollugerðishaga verði kennt við móa, lón eða flatir og að götur í hverfinu fái samsvarandi endingu.
Skipulagsráð samþykkir að götur í nýju hverfi sem verið er að vinna deiliskipulag fyrir verði kenndar við móa og hverfið fái heitið Móahverfi. Einnig samþykkir ráðið að óska eftir tillögum nemenda í Síðuskóla að heitum gatna á svæðinu sem fái endinguna -mói.

6.Kjarnagata 55 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021120104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. desember 2021 þar sem Ingvar Ívarsson fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 55 við Kjarnagötu. Er óskað eftir eftirfarandi breytingum:

1. Nýtingarhlutfall lækkar úr 1,50 í 1,40 en nýtingarhlutfall bílgeymslu hækkar úr 0,28 í 0,35.

2. Byggingarreitur syðri byggingar hliðrast um 1 m til vesturs og breikkar einnig um 1 m til vesturs. Byggingarreitur 1. hæðar byggingar minnkar samsvarandi. Einnig að byggingin hækki um eina hæð, úr þremur hæðum í fjórar.

3. Byggingarreitur nyrðri byggingar stækkar í 17,5 m x 16 m en hæð húss lækkar úr 7 hæðum í 6 hæðir.

4. Gólfkóti allra bygginga verður 88,90.

5. Tveimur langstæðum í Kjarnagötu verður breytt í bílastæði fyrir hreyfihamlaða vegna kröfu byggingarreglugerðar um fjarlægðir frá húsi í slík stæði.

6. Bílastæðalóð við Geirþrúðarhaga stækkar um 1 m til vesturs.

7. Lágmarks lofthæð verður a.m.k. 2,3 m í stað 2,5 m.

8. Felld er burt krafa um að lofthæð 1. hæðar sé a.m.k. 3,0-3,5 m (salarhæð).
Skipulagsráð samþykkir að breyta deiliskipulagi til samræmis við atriði 3, 5, 6 og 7. Ekki er samþykkt að breyta deiliskipulagi til samræmis við atriði 1, 4 og 8. Hvað atriði 2 varðar þá er breikkun byggingarreits samþykkt en þó með þeim hætti að reitur 1. hæðar hliðrast jafnframt til vesturs. Ekki er samþykkt að hækka allt húsið um eina hæð, heldur eingöngu að 4. hæðin verði inndregin á þrjá vegu.

Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjanda við ofangreindu.

7.Kjarnagata 53 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021120172Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. desember 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Kjarnagötu 53 ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 53 við Kjarnagötu. Óskað er eftir að byggingarreitur verði breikkaður í 12,0 m í stað 11,75 m og að hæð fái að vera 2,76 m í stað 3,0-3,5 m. Meðfylgjandi eru greinargerð og uppdráttur.
Skipulagsráð hafnar því að breyta ákvæðum deiliskipulags hvað hæð 1. hæðar varðar. Ráðið samþykkir breytingu á byggingarreit með vísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem felur í sér að breytingin er það óveruleg að ekki er þörf á að breyta deiliskipulagi.

8.Gránufélagsgata 4 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021120148Vakta málsnúmer

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 2. desember 2021 fyrir hönd Hrafnseyrar ehf. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Gránufélagsgötu 4. Í breytingunni felst eftirfarandi:

- Húsið verður 6 hæðir í stað 5 hæða og hámarkshæð verður 19,30 m í stað 16,30 m.

- Nýtingarhlutfall hækkar úr 3,82 í 4,50 og heildarbyggingarmagn verður 4.953 m².

- Fjöldi íbúða verður 36 í stað 20 auk þess sem heimilt verður að byggja 16 gistieiningar eða 10 smáíbúðir.

Sambærilegt mál var á dagskrá skipulagsráðs þann 26. september 2019.
Skipulagsráð hafnar breytingu deiliskipulags á þann veg að hæð umrædds húss hækki frá því sem gildandi deiliskipulagsskilmálar gera ráð fyrir. Er afgreiðslu annarra atriða frestað þar sem útfærsla þeirra er háð hækkun hússins.


9.Bifreiðastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2019050628Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 2. desember 2021 varðandi gjaldsvæði bifreiðastæðasjóðs. Meðfylgjandi er kort sem sýnir tillögu að gjaldtökusvæðum og kort sem sýnir afmörkun svæða fyrir íbúakort.
Skipulagsráð samþykkir meðfylgjandi tillögu að gjaldtökusvæðum og einnig svæði fyrir íbúakort.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi óskar bókað eftirfarandi:

Búast má við verulega auknum álögum á þau fyrirtæki sem koma til með að þurfa að nýta sér fastleigukort fyrir starfsmenn sína ef þessi mikla hækkun nær fram að ganga. Líta verður til þess að mörg fyrirtæki í miðbænum eru með fólk í starfsmannahóp sínum sem þarf að koma börnum í og úr leik/grunnskóla. Það má búast við því að vinnutími þessa fólks skerðist með tilheyrandi tekjutapi fyrir viðkomandi vegna fjarlægðar vinnustaðar frá gjaldfrjálsum bílastæðum.

Einnig mætti telja það ámælisvert að opin bílastæði við Ráðhúsið eru ekki talin sem gjaldfrjáls í þessum tillögum og þar sem Ráðhúsið er þjónustustofnun mætti gera ráð fyrir því að bæjarbúar vilji nýta bílastæðin norðan við það gjaldfrjálst.

10.Goðanes 2 - umsókn um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna lóðarstækkunar

Málsnúmer 2021120008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. nóvember 2021 þar sem Margrét M. Róbertsdóttir fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf. sækir um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna stækkunar lóðar nr. 2 við Goðanes. Svæðið sem stækkunin nær til er skilgreint sem opið, óbyggt svæði í núgildandi aðalskipulagi. Það er austan við núverandi lóð og fyrirhugað er að nýta það sem geymslusvæði. Skipulagsbreytingin felur jafnframt í sér að byggt verði stakt hús norðan og austan við núverandi hús í stað viðbyggingar til vesturs. Þá verði bætt við aðkomu að lóðinni frá Freyjunesi. Meðfylgjandi eru skýringarmynd og greinargerð.
Afgreiðslu málsins er frestað. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að ræða við umsækjanda um nánari útfærslu á svæðinu.


11.Strandgata 17 - framtíð hússins

Málsnúmer 2020110144Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Ágústs Hafsteinssonar arkitekts að endurgerð Strandgötu 17 þar sem gert er ráð fyrir að viðbygging frá 1908 sem liggur upp að Glerárgötu verði fjarlægð. Er tillagan í samræmi við gildandi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir að viðbyggingin víki til að skapa pláss fyrir breikkun göngustígs meðfram götunni.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögu. Að mati ráðsins er nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á þessu svæði með því að breikka núverandi göngustíg og færa hann fjær Glerárgötu. Er samþykkt að óskað verði heimildar Minjastofnunar Íslands til að fjarlægja núverandi viðbyggingu og að húsið verði endurbyggt í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

12.Hulduholt 4-12 - ósk um breytingar á skipulagsskilmálum

Málsnúmer 2021120014Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. desember 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf. óskar eftir afstöðu skipulagsráðs til breytinga á skipulagsskilmálum fyrir lóð nr. 4-12 við Hulduholt. Fyrirhugað er að íbúðir verði 5-10 og allt að 5 á hvorri hæð. Byggingarmagn haldist óbreytt en möguleiki á að breyta byggingarreit til að koma fyrir stigahúsum verði fyrir hendi. Meðfylgjandi er greinargerð.
Skipulagsráð hafnar erindinu.


13.Sjafnarstígur 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2021110714Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. nóvember 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Oddfellowreglunnar á Akureyri sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 3 við Sjafnarstíg. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum Sjafnarstígs 1.

14.Akureyrarflugvöllur - umsókn um byggingarlóð á Akureyrarflugvelli

Málsnúmer 2021111578Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristjáns Víkingssonar dagsett 20. nóvember 2021 fyrir hönd Vélflugfélags Akureyrar þar sem sótt er um lóð nr. 7b í suðvesturhorni flugvallarsvæðisins.
Skipulagsráð vísar málinu til Isavia.

15.Álfaholt 8-10 - 2. umferð - allar umsóknir

Málsnúmer 2021110810Vakta málsnúmer

Auglýsingu 2. umferðar lauk 12. nóvember sl.

Tíu umsóknir bárust, sex frá einstaklingum og fjórar frá lögaðilum.

Fyrir skipulagsráði liggur að draga úr umsóknum í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.
Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða njóta einstaklingar forgangs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða. Þar af leiðandi voru lögaðilar undanskildir frá útdrætti umræddrar lóðar.

Við útdrátt féll lóðin í hlut Guðmundar Más Einarssonar. Aðrar umsóknir viðkomandi falla sjálfkrafa úr gildi í þessari lóðaúthlutun. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 15. október 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.


16.Álfaholt 12-14 - 2. umferð - allar umsóknir

Málsnúmer 2021110811Vakta málsnúmer

Auglýsingu 2. umferðar lauk 12. nóvember sl.

Níu umsóknir bárust, sex frá einstaklingum og þrjár frá lögaðilum. Fyrir skipulagsráði liggur að draga úr umsóknum í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.
Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða njóta einstaklingar forgangs við úthlutun parhúsalóða. Þar af leiðandi voru lögaðilar undanskildir frá útdrætti umræddrar lóðar. Við útdrátt féll lóðin í hlut Gunnars Guðmundarsonar. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 15. október 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.


17.Álfaholt 5-7 - 2. umferð - allar umsóknir

Málsnúmer 2021120155Vakta málsnúmer

Auglýsingu 2. umferðar lauk 1. desember sl.

Þrjár umsóknir bárust; tvær frá einstaklingum og ein frá lögaðila.

Fyrir skipulagsráði liggur að draga á milli þeirra umsækjenda sem teljast gjaldgengir í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um lóðaúthlutun.
Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða njóta einstaklingar forgangs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða. Þar af leiðandi var lögaðili undanskilinn frá útdrætti umræddrar lóðar.

Við útdrátt féll lóðin í hlut Davíðs Arnar Benediktssonar. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 15. október 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.18.Holtahverfi norður - auglýsing lóða

Málsnúmer 2021070119Vakta málsnúmer

Lagt fram mæliblað fyrir lóðina Hlíðarbraut 4 sem er 6.414,6 m² verslunar- og þjónustulóð þar sem byggja má um 7.687 m² atvinnuhúsnæði á 2-5 hæðum með um 2.562 m² bílakjallara.
Skipulagsráð leggur til að lóðinni verði úthlutað með útboði í samræmi við ákvæði gr. 2.3 og 3.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða og að byggt verði í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála.

Ákvörðun um útboð er vísað til bæjarráðs.


19.Lónsbakki, Dagsbrún - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2021111272Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2021 þar sem Sigríður Hrefna Pálsdóttir fyrir hönd Hörgársveitar leggur inn til umsagnar nýtt deiliskipulag fyrir nýjar íbúðarlóðir norðan núverandi byggðar í Lónsbakkahverfi auk þess sem lóð leikskólans Álfasteins verður stækkuð. Hluti verslunar- og þjónustusvæðis verður breytt í íbúðarhúsnæði. Frestur til að skila inn umsögn er til 13. desember nk.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar gerir engar athugasemdir við lýsinguna en bendir á að í ljósi fjölgunar íbúða á svæðinu er nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að lagfæra tengingar inn í hverfið frá þjóðvegi.

20.Hulduholt 3a - umsókn um lóð fyrir spennistöð

Málsnúmer 2021120167Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2021 þar sem Baldur Hólm fyrir hönd Norðurorku sækir um lóð nr. 3a við Hulduholt undir dreifistöð. Er gert ráð fyrir að stöðin verði sambærileg stöðvum sem reistar hafa verið í Gilja-, Nausta- og Hagahverfi.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni Hulduholti 3a til Norðurorku fyrir dreifistöð.

21.Fundaáætlun skipulagsráðs 2022

Málsnúmer 2018120052Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun skipulagsráðs fyrir árið 2022.
Afgreiðslu frestað.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 840. fundar, dagsett 18. nóvember 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er hana að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 841. fundar, dagsett 25. nóvember 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er hana að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 842. fundar, dagsett 2. desember 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er hana að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:40.