Kjarnagata 53 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021120172

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Erindi dagsett 2. desember 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Kjarnagötu 53 ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 53 við Kjarnagötu. Óskað er eftir að byggingarreitur verði breikkaður í 12,0 m í stað 11,75 m og að hæð fái að vera 2,76 m í stað 3,0-3,5 m. Meðfylgjandi eru greinargerð og uppdráttur.
Skipulagsráð hafnar því að breyta ákvæðum deiliskipulags hvað hæð 1. hæðar varðar. Ráðið samþykkir breytingu á byggingarreit með vísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem felur í sér að breytingin er það óveruleg að ekki er þörf á að breyta deiliskipulagi.