Holtahverfi norður - auglýsing lóða

Málsnúmer 2021070119

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 362. fundur - 07.07.2021

Sviðsstjóri skipulagssviðs óskar eftir heimild skipulagsráðs til að auglýsa íbúðarhúsalóðir við Álfaholt, Dvergaholt, Hulduholt og Þursaholt þegar mæliblöð liggja fyrir og búið er að stofna lóðirnar.
Skipulagsráð samþykkir að íbúðarhúsalóðir í hverfinu verði auglýstar, þegar þær hafa verið stofnaðar, með fyrirvara um byggingarhæfi.

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir sem bárust við auglýsingu lóða í Holtahverfi. Þá er jafnframt lagt fram erindi Eiríks H. Haukssonar dagsett 7. október 2021 f.h. Búfesti varðandi úthlutun lóðarinnar Þursaholt 2-10.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að undirbúa úthlutun lóða á næsta fundi skipulagsráðs. Erindi frá Búfesti er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3744. fundur - 21.10.2021

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. október 2021:

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir sem bárust við auglýsingu lóða í Holtahverfi. Þá er jafnframt lagt fram erindi Eiríks H. Haukssonar dagsett 7. október 2021 f.h. Búfesti varðandi úthlutun lóðarinnar Þursaholt 2-10.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að undirbúa úthlutun lóða á næsta fundi skipulagsráðs. Erindi frá Búfesti er vísað til bæjarráðs.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við forsvarsmenn Búfesti um málið.

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Lagt fram mæliblað fyrir lóðina Hlíðarbraut 4 sem er 6.414,6 m² verslunar- og þjónustulóð þar sem byggja má um 7.687 m² atvinnuhúsnæði á 2-5 hæðum með um 2.562 m² bílakjallara.
Skipulagsráð leggur til að lóðinni verði úthlutað með útboði í samræmi við ákvæði gr. 2.3 og 3.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða og að byggt verði í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála.

Ákvörðun um útboð er vísað til bæjarráðs.


Bæjarráð - 3752. fundur - 16.12.2021

Liður 18 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 8. desember 2021:

Lagt fram mæliblað fyrir lóðina Hlíðarbraut 4 sem er 6.414,6 m² verslunar- og þjónustulóð þar sem byggja má um 7.687 m² atvinnuhúsnæði á 2-5 hæðum með um 2.562 m² bílakjallara.

Skipulagsráð leggur til að lóðinni verði úthlutað með útboði í samræmi við ákvæði gr. 2.3 og 3.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða og að byggt verði í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála.

Ákvörðun um útboð er vísað til bæjarráðs.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu skipulagsráðs um að Hlíðarbraut 4 verði úthlutað með útboði og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ganga frá útboðsskilmálum.

Skipulagsráð - 378. fundur - 23.03.2022

Skipulagsfulltrúi óskar eftir heimild skipulagsráðs til að auglýsa fimm fjölbýlishúsalóðir við Miðholt lausar til umsóknar þegar mæliblöð liggja fyrir og búið er að stofna lóðirnar.
Afgreiðslu málsins er frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna útboðsskilmála fyrir næsta fund.

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Skipulagsfulltrúi óskar eftir heimild skipulagsráðs til að auglýsa parhúsalóðina Álfaholt 4-6 lausa til umsóknar. Minniháttar breytingar hafa verið gerðar á afmörkun og stærð lóðarinnar.
Skipulagsráð samþykkir að lóðin verði auglýst í samræmi við gildandi reglur um lóðaveitingar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Skipulagsfulltrúi óskar eftir heimild skipulagsráðs til að auglýsa fimm fjölbýlishúsalóðir við Miðholt lausar til úthlutunar. Eru lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir umræddar lóðir.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi úthlutunarskilmála og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa lóðirnar í samræmi við þá. Ráðið samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að vinna að breytingum á staðföngum í Miðholti til samræmis við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Lagt fram erindi Búfesti hsf. dagsett 1. apríl 2022 þar sem óskað er eftir formlegri úthlutun lóðarinnar Þursaholts 2-10 til samræmis við viljayfirlýsingu bæjarstjórnar frá 4. maí 2021. Er miðað við að fyrsti áfangi framkvæmdar verði uppbygging bílakjallara auk húsa 2, 4 og 6 og stefnt skuli að framkvæmdum sem fyrst.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Búfesti hsf. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákvörðun um skiptingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3767. fundur - 13.04.2022

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. apríl 2022:

Lagt fram erindi Búfesti hsf. dagsett 1. apríl 2022 þar sem óskað er eftir formlegri úthlutun lóðarinnar Þursaholts 2-10 til samræmis við viljayfirlýsingu bæjarstjórnar frá 4. maí 2021. Er miðað við að fyrsti áfangi framkvæmdar verði uppbygging bílakjallara auk húsa 2, 4 og 6 og stefnt skuli að framkvæmdum sem fyrst.

Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Búfesti hsf. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákvörðun um skiptingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að afla frekari upplýsinga.

Bæjarráð - 3768. fundur - 28.04.2022

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. apríl 2022:

Lagt fram erindi Búfesti hsf. dagsett 1. apríl 2022 þar sem óskað er eftir formlegri úthlutun lóðarinnar Þursaholts 2-10 til samræmis við viljayfirlýsingu bæjarstjórnar frá 4. maí 2021. Er miðað við að fyrsti áfangi framkvæmdar verði uppbygging bílakjallara auk húsa 2, 4 og 6 og stefnt skuli að framkvæmdum sem fyrst.

Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Búfesti hsf. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákvörðun um skiptingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 13. apríl sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri Búfesti og Guðlaug Kristinsdóttir formaður Búfesti sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir beiðni um skiptingu gatnagerðargjalda þar sem Búfesti hsf. er óhagnaðardrifið félag og starfar samkvæmt lögum um húsnæðissamvinnufélög nr. 60/2003. Slík félög hafa að markmiði að byggja, kaupa, eiga og hafa yfirumsjón með búsetuíbúðum sem félagsmenn þeirra fá búseturétt í gegn greiðslu búseturéttargjalds og búsetugjalds samkvæmt samþykktum hvers félags. Fyrirkomulag greiðslna verði þannig að fyrri hluti verður greiddur nú, en greiðsla vegna síðari áfanga, sem er verðtryggð samkvæmt byggingavísitölu, innan tveggja ára eða við útgáfu lóðarleigusamnings.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.