Hrafnagilsstræti 2 - umsókn um skipulag vegna stækkunar

Málsnúmer 2021080753

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 367. fundur - 13.10.2021

Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar á lóðinni Hrafnagilsstræti 2 lauk þann 22. september sl. Ein athugasemd barst frá íbúum í Möðruvallastræti 9 þar sem fyrirhuguðum byggingaráformum er mótmælt.

Í kjölfarið hefur málsaðili tekið ákvörðun um að falla frá fyrirhuguðum byggingaráformum.
Þar sem fallið hefur verið frá fyrirhuguðum byggingaráformum á lóðinni telur skipulagsráð ekki ástæðu til að halda áfram vinnu við óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins og telst málinu lokið.

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Erindi dagsett 23. nóvember 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar leggur fram uppfærð gögn og svör við athugasemdum sem bárust vegna grenndarkynningar á viðbyggingu við hús nr. 2 við Hrafnagilsstræti. Í viðhengi eru greinargerð og deiliskipulagsuppdrættir. Er óskað eftir að málið verði tekið fyrir að nýju en á fundi skipulagsráðs þann 13. október 2021 var samþykkt að halda ekki áfram með málið þar sem umsækjandi hafði þá fallið frá fyrirhuguðum byggingaráformum.

Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum Hrafnagilsstrætis 4 og Möðruvallastrætis 9 og 10.

Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Grenndarkynningu deiliskipulagstillögu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda við efni athugasemdar.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna að nánari útfærslu í samráði við umsækjanda.

Skipulagsráð - 377. fundur - 09.03.2022

Á fundi skipulagsráðs þann 26. janúar sl. var skipulagsfulltrúa falið að vinna að útfærslu deiliskipulagsbreytingar vegna byggingaráforma á lóð nr. 2 við Hrafnagilsstræti í samráði við umsækjanda.

Nú liggur fyrir endurskoðuð tillaga að útfærslu skipulagsbreytingarinnar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 378. fundur - 23.03.2022

Á fundi skipulagsráðs þann 26. janúar sl. var skipulagsfulltrúa falið að vinna að útfærslu deiliskipulagsbreytingar vegna byggingaráforma á lóð nr. 2 við Hrafnagilsstræti í samráði við umsækjanda. Nú liggur fyrir endurskoðuð tillaga að útfærslu skipulagsbreytingarinnar.

Ingólfur Freyr Guðmundsson hjá Kollgátu ehf. arkitektastofu kynnti tillöguna.

Ingólfur Freyr og sr. Jürgen Jamin prestur kaþólska safnaðarins á Akureyri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hrafnagilsstræti 2 sem fengið hefur meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum í samræmi við svör umsækjanda um efni athugasemda og umræður á fundi.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.