Gránufélagsgata 4 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021120148

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 2. desember 2021 fyrir hönd Hrafnseyrar ehf. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Gránufélagsgötu 4. Í breytingunni felst eftirfarandi:

- Húsið verður 6 hæðir í stað 5 hæða og hámarkshæð verður 19,30 m í stað 16,30 m.

- Nýtingarhlutfall hækkar úr 3,82 í 4,50 og heildarbyggingarmagn verður 4.953 m².

- Fjöldi íbúða verður 36 í stað 20 auk þess sem heimilt verður að byggja 16 gistieiningar eða 10 smáíbúðir.

Sambærilegt mál var á dagskrá skipulagsráðs þann 26. september 2019.
Skipulagsráð hafnar breytingu deiliskipulags á þann veg að hæð umrædds húss hækki frá því sem gildandi deiliskipulagsskilmálar gera ráð fyrir. Er afgreiðslu annarra atriða frestað þar sem útfærsla þeirra er háð hækkun hússins.