Bílastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2019050628

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 73. fundur - 21.02.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 18. febrúar 2020 varðandi fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum.

Skipulagsráð - 332. fundur - 26.02.2020

Lagt fram til umræðu minnisblað bifreiðastæðasjóðs Akureyrar um gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.
Skipulagsráð tekur jákvætt í hugmyndir um gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna áfram að málinu og gera tillögu að áætlun um innleiðingu í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista óskar bókað að hann telji að það að auka álögur á íbúa bæjarins sé óásættanlegt. Gjaldtaka á bílastæðum í miðbæ Akureyrar er ekkert annað en auka skattur á íbúa.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 74. fundur - 06.03.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 18. febrúar 2020 varðandi mögulega gjaldtöku á bílastæðum.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að gera tillögur að áætlun um innleiðingu gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar og meta kosti og galla við slíkt fyrirkomulag í samráði við skipulagssvið.