Bílastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2019050628

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 73. fundur - 21.02.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 18. febrúar 2020 varðandi fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum.

Skipulagsráð - 332. fundur - 26.02.2020

Lagt fram til umræðu minnisblað bifreiðastæðasjóðs Akureyrar um gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.
Skipulagsráð tekur jákvætt í hugmyndir um gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna áfram að málinu og gera tillögu að áætlun um innleiðingu í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista óskar bókað að hann telji að það að auka álögur á íbúa bæjarins sé óásættanlegt. Gjaldtaka á bílastæðum í miðbæ Akureyrar er ekkert annað en auka skattur á íbúa.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 74. fundur - 06.03.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 18. febrúar 2020 varðandi mögulega gjaldtöku á bílastæðum.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að gera tillögur að áætlun um innleiðingu gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar og meta kosti og galla við slíkt fyrirkomulag í samráði við skipulagssvið.

Skipulagsráð - 347. fundur - 11.11.2020

Daði Baldur Ottósson hjá Eflu verkfræðistofu kynnti tillögur að verkferlum í tengslum við innleiðingu á gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.
Skipulagsráð þakkar Daða fyrir kynninguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 90. fundur - 27.11.2020

Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur á samfélagssviði EFLU kynnti fyrir ráðinu hugmyndir að útfærslu gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.

Pétur Ingi Haraldsson sviðstjóri skipulagssviðs, Eggert Þór Óskarsson forstöðumaður fjárreiðna, Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir kynninguna og felur embættismönnum að vinna málið áfram.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 93. fundur - 29.01.2021

Rætt um gjaldtöku á bílastæðum á ákveðnum svæðum á Akureyri.

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Lögð fram greinargerð Eflu verkfræðistofu dagsett 26. mars 2021 um innleiðingu á gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista óskar bókað:

Með fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum miðbæjarins verður ekki annað séð en að það sé verið að skerða lífsgæði þeirra sem vinna í miðbænum og eða búa. Með því að hækka gjaldtöku fastleigustæða um 70% á ársgrundvelli og íbúakorta frá 0 í 6.000 kr. að þá er ekki séð hvernig þetta getur farið saman. Ekki er deilt um það að ákveðinn kostnaður er við bílastæði miðbæjarins, en að það skuli bitna á þeim sem þar vinna og eða eiga heima er umdeilanlegur.

Ekki hefur verið átt hagsmunasamtal við eigendur og eða forráðamenn fyrirtækja og fasteigna sem njóta fastleigu og eða íbúakorta í kostnaðarbreytingunni sem nú er í gangi.

Óskað er eftir umsögnum þeirra sem nota almennt þau bílastæði sem um er rætt ásamt því að senda fyrirhugaða gjaldtöku í íbúakosningu.

Minnt er á að forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga mæltust til þess við sveitarfélög að þau hækkuðu ekki gjaldskrár sínar, umfram það sem þegar var komið til framkvæmda á árinu 2019, og þá til að stuðla að verðstöðugleika. En það voru 2,5% að hámarki samkvæmt lífskjarasamningi.

Skipulagsráð - 356. fundur - 14.04.2021

Lögð fram uppfærð drög að greinargerð Eflu verkfræðistofu, dagsett 7. apríl 2021, um innleiðingu á gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.
Skipulagsráð samþykkir tillögu að afmörkun gjaldtökusvæða og gerir ekki athugasemd við aðra þætti sem fram koma varðandi innleiðingu gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista óskar bókað:

Akureyri, öll lífsins gæði eru kjörorð þeirra sem auglýsa sveitarfélagið.

Með fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum miðbæjarins verður ekki annað séð en að það sé verið að skerða lífsgæði þeirra sem vinna í miðbænum og eða búa. Með því að hækka gjaldtöku fastleigustæða um 70% á ársgrundvelli og íbúakorta um 6.000 kr. þá er ekki séð hvernig þetta getur farið saman. Ekki er deilt um það að ákveðinn kostnaður er við bílastæði miðbæjarins, en að það skuli bitna á þeim sem þar vinna og eða eiga heima er umdeilanlegur.

Ekki hefur verið átt hagsmunasamtal við eigendur og eða forráðamenn fyrirtækja og fasteigna sem njóta fastleigu og eða íbúakorta í kostnaðarbreytingunni sem nú er í gangi.

Óskað verði eftir umsögnum þeirra sem nota almennt þau bílastæði sem um er rætt ásamt því að senda fyrirhugaða gjaldtöku í íbúakosningu.

Minnt er á að forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga mæltust til þess við sveitarfélög að þau hækkuðu ekki gjaldskrár sínar, umfram það sem þegar var komið til framkvæmda á árinu 2019, og þá til að stuðla að verðstöðugleika. En það voru 2,5% að hámarki samkvæmt lífskjarasamningi.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar eftir að bætt verði inn í greinargerðina ákvæði um tímabundin fríðindi fyrir bifreiðar sem ekki ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og varanlegu ákvæði um forgang bifreiða sem ekki eru á negldum dekkjum á veturna.

Bæjarráð - 3723. fundur - 15.04.2021

Lögð fram drög að greinargerð Eflu verkfræðistofu dagsett 26. mars 2021 um innleiðingu gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Einnig lagt fram minnisblað Eflu um áætlaðar tekjur og gjöld, bæði við innleiðingu og breytingu bílastæðamála.

Daði Baldur Ottósson frá Eflu verkfræðistofu, Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda á umhverfis- og mannvirkjasviði, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir innleiðingu á gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar og felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs að útfæra tillögur að breytingum á samþykktum, gjaldskrá og reglum sem þarf í tengslum við innleiðinguna, í samræmi við fyrirliggjandi drög og umræður sem fram fóru á fundinum. Tillögurnar verða síðan lagðar fram til staðfestingar og samþykktar í bæjarráði og bæjarstjórn.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista situr hjá við afgreiðsluna og leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég hef ákveðið að sitja hjá í þessu máli. Ég er ekki á móti því að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum á miðbæjarsvæðinu en ég hefði viljað hafa tvöfalt kerfi og halda klukkukerfinu áfram samhliða gjaldtöku.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 10:40.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 98. fundur - 16.04.2021

Lögð fram minnisblöð dagsett 9. apríl 2021 varðandi gjaldtöku á bílastæðum á Akureyri.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 107. fundur - 01.10.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 29. september 2021 varðandi útboð á stýringu bílastæða. Eitt tilboð barst í eftirlitslausn en ekkert í stöðumæla.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að að ganga til samninga við IOS hugbúnað ehf. um eftirlitslausn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 108. fundur - 22.10.2021

Tekin fyrir útfærsla á gjaldtökukerfi fyrir bifreiðastæðasjóð Akureyrar.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að innleiða gjaldtökukerfi í kringum áramót og að settir verði upp 3 stöðumælar. Aðal greiðsluleiðin verði snjallforrit í síma.

Bæjarráð - 3747. fundur - 11.11.2021

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir bifreiðastæðasjóð Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3502. fundur - 16.11.2021

Liður 5 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 11. nóvember 2021:

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir bifreiðastæðasjóð Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti gjaldskrána.
Bæjarstjórn samþykkir drög að gjaldskrá fyrir bifreiðastæðasjóð Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 2. desember 2021 varðandi gjaldsvæði bifreiðastæðasjóðs. Meðfylgjandi er kort sem sýnir tillögu að gjaldtökusvæðum og kort sem sýnir afmörkun svæða fyrir íbúakort.
Skipulagsráð samþykkir meðfylgjandi tillögu að gjaldtökusvæðum og einnig svæði fyrir íbúakort.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi óskar bókað eftirfarandi:

Búast má við verulega auknum álögum á þau fyrirtæki sem koma til með að þurfa að nýta sér fastleigukort fyrir starfsmenn sína ef þessi mikla hækkun nær fram að ganga. Líta verður til þess að mörg fyrirtæki í miðbænum eru með fólk í starfsmannahóp sínum sem þarf að koma börnum í og úr leik/grunnskóla. Það má búast við því að vinnutími þessa fólks skerðist með tilheyrandi tekjutapi fyrir viðkomandi vegna fjarlægðar vinnustaðar frá gjaldfrjálsum bílastæðum.

Einnig mætti telja það ámælisvert að opin bílastæði við Ráðhúsið eru ekki talin sem gjaldfrjáls í þessum tillögum og þar sem Ráðhúsið er þjónustustofnun mætti gera ráð fyrir því að bæjarbúar vilji nýta bílastæðin norðan við það gjaldfrjálst.

Bæjarráð - 3758. fundur - 10.02.2022

Rætt um fyrirspurnir um undanþágur frá greiðslu í bifreiðastæði á gjaldskyldum svæðum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að ekki verði gefnar undanþágur frá greiðslu í gjaldskyld bifreiðastæði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 128. fundur - 15.11.2022

Kynning á árangri af gjaldtöku á bílastæðum í eigu bílastæðasjóðs.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.